„Við erum ófær um að vera ábyrg fyrir þeim réttindum sem frelsið færir okkur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. maí 2022 10:45 Uvalde í Texas er heimabær Matthew McConaughey. Gary Miller/Getty Images Bandaríski stórleikarinn Matthew McConaughey hefur tjáð sig um skelfilegu skotárásina sem átti sér stað í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas í gær en bærinn er heimabær McConaughey. Skotárásin, sem átti sér stað í Robb grunnskólanum í bænum, er ein sú mannskæðasta á síðari árum í Bandaríkjunum en að minnsta kosti nítján börn á aldrinum sjö til tíu ára og tveir fullorðnir féllu. Uvalde er smábær í Suður-Texas einungis rúmum 80 kílómetrum frá landamærum Mexíkó en íbuar bæjarins telja um 15 þúsund. Faraldur sem við getum stjórnað „Enn og aftur höfum við sannað að við erum ófær um að vera ábyrg fyrir þeim réttindum sem frelsið færir okkur,“ segir McConaughey í færslu á Twitter síðu sinni. Hann kallar eftir því að Bandaríkjamenn líti í spegil og átti sig á þeim fórnum sem færa megi til að gera morgundaginn að öruggari stað. „Við megum ekki andvarpa enn einu sinni, afsaka og taka þessum skelfilega raunveruleika sem sjálfsögðum hlut.“ „Þetta er faraldur sem við getum stjórnað, sama hvar við stöndum vitum við að við getum gert betur. Við verðum að geta betur. Aðgerða er þörf svo ekkert foreldri muni þurfa að upplifa það sem foreldrar barnanna í Uvalde hafa gengið í gegnum“ segir í yfirlýsingu McConaughey sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Uvalde, Texas, USA. pic.twitter.com/0iULRGtREm— Matthew McConaughey (@McConaughey) May 25, 2022 Minntist ekki á byssur Í athugasemdum við færslu sína er McConaughey þó gagnrýndur fyrir að minnast ekki einu orði á hið raunverulega vandamál, nefnilega byssurnar. Ekki sé heldur fyrir að fara neinu ákalli um breytingar á löggjöf í færslunni. say “guns,” Matt. It’s ok. you can say it. say what the problem is.— Casey Cwynar (@CaseyCwynar) May 25, 2022 This is beautifully written, Sir, but it would really help to include a clear call-to-action. Which policies do you feel a consensus can build around? Which do you most support? Are there gun reform leaders you follow? Folks could benefit from that direction and pursue change.— Charlotte Clymer 🏳️⚧️🇺🇦 (@cmclymer) May 25, 2022 Ekki var sama hlutleysisyfirbragð í ávarpi Steve Kerr, þjálfara NBA-liðsins Golden State Warriors, á blaðamannafundi í gær. Kallaði hann eftir ýmsum umbótum í byssulöggjöf og gagnrýndi þá öldungardeildarþingmenn Bandaríkjaþings sem ekki eru hlynntir breytingunum. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Skotárásin, sem átti sér stað í Robb grunnskólanum í bænum, er ein sú mannskæðasta á síðari árum í Bandaríkjunum en að minnsta kosti nítján börn á aldrinum sjö til tíu ára og tveir fullorðnir féllu. Uvalde er smábær í Suður-Texas einungis rúmum 80 kílómetrum frá landamærum Mexíkó en íbuar bæjarins telja um 15 þúsund. Faraldur sem við getum stjórnað „Enn og aftur höfum við sannað að við erum ófær um að vera ábyrg fyrir þeim réttindum sem frelsið færir okkur,“ segir McConaughey í færslu á Twitter síðu sinni. Hann kallar eftir því að Bandaríkjamenn líti í spegil og átti sig á þeim fórnum sem færa megi til að gera morgundaginn að öruggari stað. „Við megum ekki andvarpa enn einu sinni, afsaka og taka þessum skelfilega raunveruleika sem sjálfsögðum hlut.“ „Þetta er faraldur sem við getum stjórnað, sama hvar við stöndum vitum við að við getum gert betur. Við verðum að geta betur. Aðgerða er þörf svo ekkert foreldri muni þurfa að upplifa það sem foreldrar barnanna í Uvalde hafa gengið í gegnum“ segir í yfirlýsingu McConaughey sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Uvalde, Texas, USA. pic.twitter.com/0iULRGtREm— Matthew McConaughey (@McConaughey) May 25, 2022 Minntist ekki á byssur Í athugasemdum við færslu sína er McConaughey þó gagnrýndur fyrir að minnast ekki einu orði á hið raunverulega vandamál, nefnilega byssurnar. Ekki sé heldur fyrir að fara neinu ákalli um breytingar á löggjöf í færslunni. say “guns,” Matt. It’s ok. you can say it. say what the problem is.— Casey Cwynar (@CaseyCwynar) May 25, 2022 This is beautifully written, Sir, but it would really help to include a clear call-to-action. Which policies do you feel a consensus can build around? Which do you most support? Are there gun reform leaders you follow? Folks could benefit from that direction and pursue change.— Charlotte Clymer 🏳️⚧️🇺🇦 (@cmclymer) May 25, 2022 Ekki var sama hlutleysisyfirbragð í ávarpi Steve Kerr, þjálfara NBA-liðsins Golden State Warriors, á blaðamannafundi í gær. Kallaði hann eftir ýmsum umbótum í byssulöggjöf og gagnrýndi þá öldungardeildarþingmenn Bandaríkjaþings sem ekki eru hlynntir breytingunum.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38
Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27