Kveikjum neistann hjá ólæsri bókaþjóð Eyjólfur Ármannsson skrifar 25. maí 2022 11:00 Að geta lesið sér til gagns er grunnfærni í lífinu, lykillinn að námi, þekkingarleit og þekkingarþróun hvers einstaklings. Óásættanlegt er að 39% barna eftir 2. bekk grunnskóla í Reykjavík (2019) séu ekki að lesa sér til gagns. Það að við höfum ekki upplýsingar um stöðuna í öðrum sveitarfélögum er einnig óásættanlegt Að 38% 15 ára unglinga séu ekki að ná grunnfærni í lesskilning og stærðfræði (UNESCO 2020) og að 34% drengja og 19% stúlkna lesi sér ekki til gangs eftir 10 ár í grunnskóla (PISA 2018), er algerlega óásættanlegt. Að 15 ára börn norskra og danskra innflytjenda skori hærra (457 stig í PISA 2018) í lesskilningi en íslenskir drengir á sama aldri (454 stig) og unglingar á Suðurnesjum (440 stig), Vesturlandi (450 stig) og Norðurland eystra (452 stig) er óásættanlegt fyrir bókaþjóð, sem er þekkt fyrir ómetanlegt framlag sitt til heimsbókmenntanna. Skýrsla innri endurskoðun Reykjavikurborgar (2019) sýnir að 92.5% innflytjenda eru á rauðu og gulu ljósi hvað varðar íslenskukunnáttu, kunna sem sagt ekki íslensku. Skýrsla ASÍ (2020) sýnir að 10,8% af 19 ára ungmennum (500 einstaklingar) eru hvorki í námi eða starfi. Það er hæsta hlutfall frá efnahagshruninu 2008. Kostnaður samfélagsins vegna þessa er gífurlegur, svo ekki sé talað um tapaðan mannauð og harmleiki fyrir einstaklinga sem fá ekki notið sín í samfélaginu. Með þessari vanrækslu á ungmennum okkar er íslenskt samfélag að tapa miklum mannauði, þrátt fyrir að setja um og yfir 150 milljarða króna á ári í leik- og grunnskóla.Þessi afleita og grafalvarlega staða kallar á tafarlausar aðgerðir Alþingis. Breska þingið brást við svartri skýrslu um lestrarkunnáttu barna með að lögfesta bókstafa–hljóðaaðferðina í lestrarkennslu sem skyldi notuð í grunnskólum. Frakkar hafa gert það sama. Kveikjum neistann hugmyndafræðin sem nú er framkvæmd í Grunnskóla Vestmannaeyja er aðferðarfræði sem við ættum að fylgja. Aðferðafræðin byggist á fremstu alþjóðlega viðurkenndu vísindum og fræðimönnum á sviði náms og færniþróunar. Lestrarkennsluferðin notar reglulegt stöðumat, sem er grundvöllur einstaklingsmiðaðar þjálfunar og eftirfylgni. Árangurinn eftir fyrsta árið í Vestmanneyjum er stórkostlegur. Öll börnin í 1. bekk hafa brotið lestrarkóðann, 96% barnanna geta lesið setningar og 88% barnanna geta lesið samfelldan teksta. Þessi árangur kemur ekki á óvart enda er byggt á alþjóðlega viðurkenndum vísindum hvað varðar aðferðafræði (hljóðaaðferð) og framkvæmd. Framkvæmdin byggir á fræðikenningum Ericsson um markvissa þjálfun og eftirfylgni og á kenningum Csikszentmihalyi um að gefa áskoranir miðað við færni. Til að veita réttar áskoranir þarf að vita stöðuna hjá hverju barni. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að nota aðferðafræði og hugmyndafræði Kveikjum neistann í skólum landsins. Sem sagt byggja á alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði við lestur og nám. Við megun engan tíma missa. Eflum mannauð! Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Grunnskólar Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Að geta lesið sér til gagns er grunnfærni í lífinu, lykillinn að námi, þekkingarleit og þekkingarþróun hvers einstaklings. Óásættanlegt er að 39% barna eftir 2. bekk grunnskóla í Reykjavík (2019) séu ekki að lesa sér til gagns. Það að við höfum ekki upplýsingar um stöðuna í öðrum sveitarfélögum er einnig óásættanlegt Að 38% 15 ára unglinga séu ekki að ná grunnfærni í lesskilning og stærðfræði (UNESCO 2020) og að 34% drengja og 19% stúlkna lesi sér ekki til gangs eftir 10 ár í grunnskóla (PISA 2018), er algerlega óásættanlegt. Að 15 ára börn norskra og danskra innflytjenda skori hærra (457 stig í PISA 2018) í lesskilningi en íslenskir drengir á sama aldri (454 stig) og unglingar á Suðurnesjum (440 stig), Vesturlandi (450 stig) og Norðurland eystra (452 stig) er óásættanlegt fyrir bókaþjóð, sem er þekkt fyrir ómetanlegt framlag sitt til heimsbókmenntanna. Skýrsla innri endurskoðun Reykjavikurborgar (2019) sýnir að 92.5% innflytjenda eru á rauðu og gulu ljósi hvað varðar íslenskukunnáttu, kunna sem sagt ekki íslensku. Skýrsla ASÍ (2020) sýnir að 10,8% af 19 ára ungmennum (500 einstaklingar) eru hvorki í námi eða starfi. Það er hæsta hlutfall frá efnahagshruninu 2008. Kostnaður samfélagsins vegna þessa er gífurlegur, svo ekki sé talað um tapaðan mannauð og harmleiki fyrir einstaklinga sem fá ekki notið sín í samfélaginu. Með þessari vanrækslu á ungmennum okkar er íslenskt samfélag að tapa miklum mannauði, þrátt fyrir að setja um og yfir 150 milljarða króna á ári í leik- og grunnskóla.Þessi afleita og grafalvarlega staða kallar á tafarlausar aðgerðir Alþingis. Breska þingið brást við svartri skýrslu um lestrarkunnáttu barna með að lögfesta bókstafa–hljóðaaðferðina í lestrarkennslu sem skyldi notuð í grunnskólum. Frakkar hafa gert það sama. Kveikjum neistann hugmyndafræðin sem nú er framkvæmd í Grunnskóla Vestmannaeyja er aðferðarfræði sem við ættum að fylgja. Aðferðafræðin byggist á fremstu alþjóðlega viðurkenndu vísindum og fræðimönnum á sviði náms og færniþróunar. Lestrarkennsluferðin notar reglulegt stöðumat, sem er grundvöllur einstaklingsmiðaðar þjálfunar og eftirfylgni. Árangurinn eftir fyrsta árið í Vestmanneyjum er stórkostlegur. Öll börnin í 1. bekk hafa brotið lestrarkóðann, 96% barnanna geta lesið setningar og 88% barnanna geta lesið samfelldan teksta. Þessi árangur kemur ekki á óvart enda er byggt á alþjóðlega viðurkenndum vísindum hvað varðar aðferðafræði (hljóðaaðferð) og framkvæmd. Framkvæmdin byggir á fræðikenningum Ericsson um markvissa þjálfun og eftirfylgni og á kenningum Csikszentmihalyi um að gefa áskoranir miðað við færni. Til að veita réttar áskoranir þarf að vita stöðuna hjá hverju barni. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að nota aðferðafræði og hugmyndafræði Kveikjum neistann í skólum landsins. Sem sagt byggja á alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði við lestur og nám. Við megun engan tíma missa. Eflum mannauð! Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun