Tárvotur Mourinho skrifar söguna í Rómarborg Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 10:30 Tilfinningarnar voru miklar hjá Mourinho í leikslok sem gat vart haldið aftur af tárunum. Justin Setterfield/Getty Images Ítalska liðið Roma vann í gærkvöld sinn fyrsta titil í 14 ár eftir 1-0 sigur á Feyenoord frá Hollandi í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. José Mourinho, stjóri Roma, gat vart haldið aftur af tárunum í leikslok og kveðst vera afar stoltur. Miðjumaðurinn Niccolo Zaniolo skoraði eina mark leiksins í gærkvöld á 32. mínútu er Roma vann 1-0 á Kombetare-vellinum í Tirana í Albaníu. Roma er því fyrsta liðið til að fagna sigri í Sambandsdeildinni sem sett var á laggirnar síðasta sumar. José Mourinho = first coach to win all three current men's UEFA club competitions @ASRomaEN | #UECLfinal pic.twitter.com/oWTixYE4cS— UEFA Europa Conference League (@europacnfleague) May 26, 2022 Þjálfari Zaniolo, José Mourinho, varð þá jafnframt fyrsti stjórinn til að vinna allar þrjár Evrópukeppnir UEFA. Mourinho vann UEFA-bikarinn með Porto árið 2003 og Meistaradeildina með liðinu ári síðar. Hann stýrði þá Inter Milan til sigurs í Meistaradeildinni 2010, Manchester United til Evrópudeildartitls 2017 og vann sinn fimmta Evróputitil með Roma í gærkvöld. Hann fagnaði þeim fimmta með viðeigandi hætti og reisti fimm fingur á loft er lokaflautið gall. „Þetta mun alltaf vera hluti af sögu Roma, en einni hluti af minni eigin. Mér var sagt að aðeins ég, Sir Alex Ferguson og Giovanni Trappattoni hafi unnið titla á þremur mismunandi áratugum. Mér líður eins og gömlum manni, en það er gott fyrir ferilinn minn.“ sagði Mourinho eftir leik. Fimm Evróputitlar hjá þeim gamla.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Liðið hafði þegar tryggt sér sæti í Evrópudeildarinnar að ári með því að lenda í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar í vor, sem varð ljóst eftir 3-0 sigur á Tórínó í lokaumferð deildarinnar. Mourinho segir sigurinn sögulegan, enda um fyrsta titil Roma að ræða í 14 ár, frá því að liðið vann ítalska bikarinn árið 2008, og fyrsta Evróputitil liðsins frá því að félagið vann Borgakeppni Evrópu árið 1961. „Það voru svo margir hlutir sem fóru í gegnum hausinn á mér, svo margir hlutir á sama tíma.“ sagði Mourinho er hann barðist við að halda aftur af tárunum. „Ég hef verið hjá Roma í ellefu mánuði og ég áttaði mig á augnablikinu sem ég mætti hvað það þýddi, þeir voru að bíða eftir þessu. Eins og ég sagði við strákana í klefanum í Tórínó, við gerðum það sem við þurftum að gera, að komast í Evrópudeildina. Við unnum frábæra vinnu allt tímabilið.“ „Þetta var hins vegar ekki vinna í kvöld, þetta var sagan skrifuð. Við þurftum að skrifa söguna. Við skrifuðum hana. Ég verð hér áfram á næsta tímabili, ekki spurning.“ sagði Mourinho. José Mourinho! La la la la la la la... José Mourinho la la la la la la la #ASRoma #UECLfinal pic.twitter.com/awuPHZEqfc— AS Roma (@OfficialASRoma) May 26, 2022 Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru. 25. maí 2022 21:29 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Miðjumaðurinn Niccolo Zaniolo skoraði eina mark leiksins í gærkvöld á 32. mínútu er Roma vann 1-0 á Kombetare-vellinum í Tirana í Albaníu. Roma er því fyrsta liðið til að fagna sigri í Sambandsdeildinni sem sett var á laggirnar síðasta sumar. José Mourinho = first coach to win all three current men's UEFA club competitions @ASRomaEN | #UECLfinal pic.twitter.com/oWTixYE4cS— UEFA Europa Conference League (@europacnfleague) May 26, 2022 Þjálfari Zaniolo, José Mourinho, varð þá jafnframt fyrsti stjórinn til að vinna allar þrjár Evrópukeppnir UEFA. Mourinho vann UEFA-bikarinn með Porto árið 2003 og Meistaradeildina með liðinu ári síðar. Hann stýrði þá Inter Milan til sigurs í Meistaradeildinni 2010, Manchester United til Evrópudeildartitls 2017 og vann sinn fimmta Evróputitil með Roma í gærkvöld. Hann fagnaði þeim fimmta með viðeigandi hætti og reisti fimm fingur á loft er lokaflautið gall. „Þetta mun alltaf vera hluti af sögu Roma, en einni hluti af minni eigin. Mér var sagt að aðeins ég, Sir Alex Ferguson og Giovanni Trappattoni hafi unnið titla á þremur mismunandi áratugum. Mér líður eins og gömlum manni, en það er gott fyrir ferilinn minn.“ sagði Mourinho eftir leik. Fimm Evróputitlar hjá þeim gamla.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Liðið hafði þegar tryggt sér sæti í Evrópudeildarinnar að ári með því að lenda í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar í vor, sem varð ljóst eftir 3-0 sigur á Tórínó í lokaumferð deildarinnar. Mourinho segir sigurinn sögulegan, enda um fyrsta titil Roma að ræða í 14 ár, frá því að liðið vann ítalska bikarinn árið 2008, og fyrsta Evróputitil liðsins frá því að félagið vann Borgakeppni Evrópu árið 1961. „Það voru svo margir hlutir sem fóru í gegnum hausinn á mér, svo margir hlutir á sama tíma.“ sagði Mourinho er hann barðist við að halda aftur af tárunum. „Ég hef verið hjá Roma í ellefu mánuði og ég áttaði mig á augnablikinu sem ég mætti hvað það þýddi, þeir voru að bíða eftir þessu. Eins og ég sagði við strákana í klefanum í Tórínó, við gerðum það sem við þurftum að gera, að komast í Evrópudeildina. Við unnum frábæra vinnu allt tímabilið.“ „Þetta var hins vegar ekki vinna í kvöld, þetta var sagan skrifuð. Við þurftum að skrifa söguna. Við skrifuðum hana. Ég verð hér áfram á næsta tímabili, ekki spurning.“ sagði Mourinho. José Mourinho! La la la la la la la... José Mourinho la la la la la la la #ASRoma #UECLfinal pic.twitter.com/awuPHZEqfc— AS Roma (@OfficialASRoma) May 26, 2022
Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru. 25. maí 2022 21:29 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru. 25. maí 2022 21:29