Í kvöld sagði félagið frá því að búið væri að ná samkomulagi við spænska úrvalsdeildarliðið Sevilla um kaupverð á brasilíska varnarmanninum Diego Carlos.
Aston Villa can confirm the club has reached an agreement with Sevilla FC for the transfer of Diego Carlos for an undisclosed fee.
— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 26, 2022
Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla þarf Aston Villa að punga út rétt tæpum 30 milljónum punda fyrir þennan 29 ára gamla varnarmann sem hefur verið í lykilhlutverki í varnarleik Sevilla undanfarin þrjú ár.
Þetta er annar leikmaðurinn sem Gerrard klófestir eftir að tímabilinu á Englandi lauk um síðustu helgi en áður hafði hann náð að sannfæra hinn eftirsótta Boubacar Kamara um að ganga til liðs við Aston Villa en hann kemur á frjálsri sölu frá Marseille og höfðu mörg félög áhuga á þessum 22 ára gamla Frakka.