SÁÁ á við vanda að etja Svanur Guðmundsson skrifar 27. maí 2022 11:31 Fyrir tveimur árum var kosin ný stjórn yfir Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ). Síðan hefur sigið á ógæfuhliðina hjá samtökunum sem sést meðal annars á því að samningsbrot SÁÁ er nú til skoðunar hjá Héraðsaksóknara og Landlækni. SÁÁ hefur á liðnum árum náð miklum árangri við meðferð á áfengissýki í gegnum starfsemi sinni þrátt fyrir takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera. Stór hluti starfseminnar hefur verið fjármagnaður með sjálfsaflafé og tekið hefur verið við mun fleiri sjúklingum en ríkið er tilbúið að greiða með. Þegar Covid19 faraldurinn gekk yfir fjölgaði verulega sjúklingum en lokað var fyrir möguleika á álfasölu sem takmarkaði mikið tekjur samtakanna. Það kallaði á uppsagnir starfsfólks þar sem ríkið var ekki tilbúið til að bæta SÁÁ tekjuskerðinguna og koma með aukið fjármagn. Núna hefur komið í ljós að ný stjórn virðist hafa beitt einhverjum brellum við rekstur samtakanna. Í bréfi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) frá 4. júní 2021 er SÁÁ krafið um greiðslu 36 milljóna vegna rangra reikninga. Formaður SÁÁ upplýsti ekki rekstrarfélag SÁÁ um bréfið á sínum tíma og taldi líklega það vera einkabréf til sín. Í áframhaldi af því bréfi og að SÍ fékk ekki þau gögn sem beðið var um nýtti SÍ sér heimild til að fara á starfsstöð SÁÁ til gagnaöflunar. Það leiddi til þess að krafan hækkaði upp í 174 milljónir kr. Sem staðfest var með bréfi frá SÍ 29. desember 2021. Þrátt fyrir þá stöðu sem upp var komin var valdhroki stjórnenda SÁÁ slíkur að þeir fóru að saka starfsmenn SÍ um misbeitingu valds eða að þetta væri allt misskilningur. Það allt saman leiddi til þess að SÍ sá sér ekki annað fært en að vísa málinu til Héraðssaksóknara. Þar er málið núna statt og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvort dómsmál verði höfðað gegn SÁÁ. Það blasir við að Landspítalinn getur ekki tekið við starfsemi SÁÁ, vegna þess að hann sinnir aðallega tvígreindum einstaklingum, þ.e.a.s einstaklingar sem þjást af geð- og fíknisjúkdómum. Óeigingjarnt starf frumkvöðla SÁÁ, sem áður fyrr skilaði frábærum árangri, er í mikilli hættu. Biðlistar hafa lengst og er það annað hvort vegna þess að erfiðara er að komast inn á Vog eða vandinn er að aukast. Það eru dæmi um að einstaklingar þurfi að bíða í 8 mánuði eftir að komast í fíkniefnameðferð og er það ólíðandi. Það eiga ekki að vera biðlistar í fíknimeðferð. Það eiga alltaf að vera til laus pláss fyrir þá sem þurfa og vilja komast í meðferð við lífshættulegri fíkn. Fíknisjúkdómar verða alltaf erfiðari og hættulegri þeim sem við þá glíma meðan ekki er gripið inn í af fagaðilum með óæskilegum áhrifum á aðstandendur og samfélagið í heild sinni. Það er mikilvægt að SÁÁ nái samningum við ríkið og skikki verði komið á þann vanda sem nú blasir við í meðferðarúrræðum fíkniefnaneytenda. Það er von mín að á næsta aðalfundi SÁÁ verði kosin ný stjórn og að nýr formaður geti undið ofan af þeirri stöðu sem komin er upp í sátt við það góða starfsfólk sem vinnur á Vogi og á Vík og í samstarfi við alla þá sem eru í Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Allt samfélaginu til heilla. Höfundur er meðlimur í SÁÁ og aðstandandi mm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson SÁÁ Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum var kosin ný stjórn yfir Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ). Síðan hefur sigið á ógæfuhliðina hjá samtökunum sem sést meðal annars á því að samningsbrot SÁÁ er nú til skoðunar hjá Héraðsaksóknara og Landlækni. SÁÁ hefur á liðnum árum náð miklum árangri við meðferð á áfengissýki í gegnum starfsemi sinni þrátt fyrir takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera. Stór hluti starfseminnar hefur verið fjármagnaður með sjálfsaflafé og tekið hefur verið við mun fleiri sjúklingum en ríkið er tilbúið að greiða með. Þegar Covid19 faraldurinn gekk yfir fjölgaði verulega sjúklingum en lokað var fyrir möguleika á álfasölu sem takmarkaði mikið tekjur samtakanna. Það kallaði á uppsagnir starfsfólks þar sem ríkið var ekki tilbúið til að bæta SÁÁ tekjuskerðinguna og koma með aukið fjármagn. Núna hefur komið í ljós að ný stjórn virðist hafa beitt einhverjum brellum við rekstur samtakanna. Í bréfi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) frá 4. júní 2021 er SÁÁ krafið um greiðslu 36 milljóna vegna rangra reikninga. Formaður SÁÁ upplýsti ekki rekstrarfélag SÁÁ um bréfið á sínum tíma og taldi líklega það vera einkabréf til sín. Í áframhaldi af því bréfi og að SÍ fékk ekki þau gögn sem beðið var um nýtti SÍ sér heimild til að fara á starfsstöð SÁÁ til gagnaöflunar. Það leiddi til þess að krafan hækkaði upp í 174 milljónir kr. Sem staðfest var með bréfi frá SÍ 29. desember 2021. Þrátt fyrir þá stöðu sem upp var komin var valdhroki stjórnenda SÁÁ slíkur að þeir fóru að saka starfsmenn SÍ um misbeitingu valds eða að þetta væri allt misskilningur. Það allt saman leiddi til þess að SÍ sá sér ekki annað fært en að vísa málinu til Héraðssaksóknara. Þar er málið núna statt og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvort dómsmál verði höfðað gegn SÁÁ. Það blasir við að Landspítalinn getur ekki tekið við starfsemi SÁÁ, vegna þess að hann sinnir aðallega tvígreindum einstaklingum, þ.e.a.s einstaklingar sem þjást af geð- og fíknisjúkdómum. Óeigingjarnt starf frumkvöðla SÁÁ, sem áður fyrr skilaði frábærum árangri, er í mikilli hættu. Biðlistar hafa lengst og er það annað hvort vegna þess að erfiðara er að komast inn á Vog eða vandinn er að aukast. Það eru dæmi um að einstaklingar þurfi að bíða í 8 mánuði eftir að komast í fíkniefnameðferð og er það ólíðandi. Það eiga ekki að vera biðlistar í fíknimeðferð. Það eiga alltaf að vera til laus pláss fyrir þá sem þurfa og vilja komast í meðferð við lífshættulegri fíkn. Fíknisjúkdómar verða alltaf erfiðari og hættulegri þeim sem við þá glíma meðan ekki er gripið inn í af fagaðilum með óæskilegum áhrifum á aðstandendur og samfélagið í heild sinni. Það er mikilvægt að SÁÁ nái samningum við ríkið og skikki verði komið á þann vanda sem nú blasir við í meðferðarúrræðum fíkniefnaneytenda. Það er von mín að á næsta aðalfundi SÁÁ verði kosin ný stjórn og að nýr formaður geti undið ofan af þeirri stöðu sem komin er upp í sátt við það góða starfsfólk sem vinnur á Vogi og á Vík og í samstarfi við alla þá sem eru í Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Allt samfélaginu til heilla. Höfundur er meðlimur í SÁÁ og aðstandandi mm.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun