Loka BioBorgara til að elta drauminn Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2022 15:50 Það fer hver að vera síðastur til þess að fá sér lífrænan hamborgara við Vesturgötu. BioBorgari Veitingastaðurinn BioBorgari við Vesturgötu í Reykjavík lokar dyrum sínum í seinasta sinn á sunnudag eftir um fimm ára rekstur. Hamborgarastaðurinn, sem rekinn er af Vífli Rúti Einarssyni og eiginkonu hans Alejandra Hernandéz, hefur markað sér þá sérstöðu að nota fyrst og fremst lífrænt hráefni. „Við erum með bóndabæ fyrir norðan sem við byrjum með síðasta sumar og við erum bara að setja alla okkar orku í það,“ segir Vífill í samtali við Vísi. Fram að þessu hafi verið um að ræða hliðarverkefni en nú vilji þau taka það föstum tökum og flytja á býlið. Býlið Syðra-Holt er staðsett í Svarfaðardal og keyptu hjónin það í fyrra ásamt tveimur öðrum fjölskyldum. Þar er lögð áhersla á lífræna ræktun og að selja beint til viðskiptavina. Vífill segir að rekstur hamborgarastaðarins hafi gengið nokkuð vel og verið á leið upp á við. „Við höfum hægt og rólega verið að byggja upp okkar kúnnahópa og erum að fara að taka þá með okkur þannig séð af því að við erum að að koma grænmetinu út til fólks og sjá fleirum fyrir lífrænum mat en við höfum gert hér.“ Ætluðu fyrst að reka staðinn samhliða Fjölbreytt grænmetisræktun fer fram á Syðra-Holti en í fyrra var þar meðal annars ræktaður kúrbítur, fennel, sellerí, salat, rucola, spínat, gulrætur, rauðrófur, kartöflur og hnúðkál. Þá er stefnt að því að hefja ræktun á lauk og hvítlauk, og taka inn dýr í haust. „Þá verður bara meira og meira að gera fyrir norðan og þess vegna erum við að flytja úr bænum,“ segir Vífill og bætir við að það hafi lengi verið draumur hjónanna að hefja matvælarækt. Fyrst hafi þau ætlað að sinna veitingastaðnum samhliða því og rækta fyrir fleiri veitingastaði en svo komist að þeirri niðurstöðu að best væri að einbeita sér að ræktuninni. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
„Við erum með bóndabæ fyrir norðan sem við byrjum með síðasta sumar og við erum bara að setja alla okkar orku í það,“ segir Vífill í samtali við Vísi. Fram að þessu hafi verið um að ræða hliðarverkefni en nú vilji þau taka það föstum tökum og flytja á býlið. Býlið Syðra-Holt er staðsett í Svarfaðardal og keyptu hjónin það í fyrra ásamt tveimur öðrum fjölskyldum. Þar er lögð áhersla á lífræna ræktun og að selja beint til viðskiptavina. Vífill segir að rekstur hamborgarastaðarins hafi gengið nokkuð vel og verið á leið upp á við. „Við höfum hægt og rólega verið að byggja upp okkar kúnnahópa og erum að fara að taka þá með okkur þannig séð af því að við erum að að koma grænmetinu út til fólks og sjá fleirum fyrir lífrænum mat en við höfum gert hér.“ Ætluðu fyrst að reka staðinn samhliða Fjölbreytt grænmetisræktun fer fram á Syðra-Holti en í fyrra var þar meðal annars ræktaður kúrbítur, fennel, sellerí, salat, rucola, spínat, gulrætur, rauðrófur, kartöflur og hnúðkál. Þá er stefnt að því að hefja ræktun á lauk og hvítlauk, og taka inn dýr í haust. „Þá verður bara meira og meira að gera fyrir norðan og þess vegna erum við að flytja úr bænum,“ segir Vífill og bætir við að það hafi lengi verið draumur hjónanna að hefja matvælarækt. Fyrst hafi þau ætlað að sinna veitingastaðnum samhliða því og rækta fyrir fleiri veitingastaði en svo komist að þeirri niðurstöðu að best væri að einbeita sér að ræktuninni.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur