„Hugsaði um hvað ég gæti gert til að vera besti liðsmaðurinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2022 07:00 Agnar Smári Jónsson var léttur í setti hjá Seinni bylgjunni. Stöð 2 Sport „Kóngurinn er mættur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, þegar handboltamaðurinn og skemmtikrafturinn Agnar Smári Jónsson mætti ber að ofan í settið eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta síðastliðinn laugardag. „Þetta er sturluð staðreynd,“ sagði Agnar Smári aðspurður að því hvar keppnistreyjan hans væri niðurkomin. „Ég ætlaði ekki að gefa treyjuna, en það er strákur sem heitir Sindri Georgsson sem ég spilaði og æfði með hérna í Eyjum sem var að skíra barnið sitt í dag. Agnar Smári.“ Stefán Árni færði Agnari síðan óformleg verðlaun fyrir flottasta mark úrslitakeppninnar og Agnar þakkaði að sjálfsögðu kærlega fyrir sig. „Takk fyrir það. Djöfull er alltaf gaman hérna. Fannst ykkur þetta ekki bara flott?“ sagði Agnar Smári kátur. Agnar hefur hins vegar ekki fengið jafn margar mínútur á vellinum og undanfarin ár, en leikmaðurinn segir að hann hafi ákveðið að vera besti liðsmaðurinn frekar en að fara í fýlu yfir litlum spiltíma. „Þetta snýst ekkkert endilega um að spila. Auðvitað vill maður spila og ég er kannski ekki búinn að spila mikið. Þetta snýst um hvernig liðsmaður þú ert. Það hefði verið auðvelt fyrir mig að fara í fýlu yfir því af því ég spilaði ekkert í bikarnum og spilaði lítið eftir það.“ „En það gerir þig bara að einhverjum pappakassa. Ég fór í fýlu í tvo daga en fór svo bara í naflaskoðun og hugsaði um það hvað ég gæti gert til að vera besti liðsmaðurinn. Arnór [Snær Óskarsson] er minn maður og ég peppa hann bara trekk í trekk.“ „Það voru tíu mínútur eftir hérna og ég var eitthvað að fara að peppa hann og hann hélt að við ættum að skipta. Ég spurði hann hvort hann væri eitthvað bilaður og sagði honum að hann væri að fara að klára þetta, sem hann svo gerði.“ „Þetta snýst bara um hvernig karakter þú ert. Hvað ætlarðu að gera? Það er auðvelt að fara í fýlu en það smitar út frá sér.“ Klippa: Agnar Smári Agnar hélt svo áfram og ræddi um þessa frábæru liðsheild sem myndast hefur hjá Valsliðinu. Hann ræddi einnig um þá fjölmörgu titla sem hann og Róbert Aron Hostert hafa unnið saman, en þeir félagarnir hafa tekið við hvorki meira né minna en tíu dollum saman á níu árum. Að lokum þakkaði Agnar strákunum í Seinni bylgjunni fyrir þeirra umfjöllun í vetur, en viðtalið við Agnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
„Þetta er sturluð staðreynd,“ sagði Agnar Smári aðspurður að því hvar keppnistreyjan hans væri niðurkomin. „Ég ætlaði ekki að gefa treyjuna, en það er strákur sem heitir Sindri Georgsson sem ég spilaði og æfði með hérna í Eyjum sem var að skíra barnið sitt í dag. Agnar Smári.“ Stefán Árni færði Agnari síðan óformleg verðlaun fyrir flottasta mark úrslitakeppninnar og Agnar þakkaði að sjálfsögðu kærlega fyrir sig. „Takk fyrir það. Djöfull er alltaf gaman hérna. Fannst ykkur þetta ekki bara flott?“ sagði Agnar Smári kátur. Agnar hefur hins vegar ekki fengið jafn margar mínútur á vellinum og undanfarin ár, en leikmaðurinn segir að hann hafi ákveðið að vera besti liðsmaðurinn frekar en að fara í fýlu yfir litlum spiltíma. „Þetta snýst ekkkert endilega um að spila. Auðvitað vill maður spila og ég er kannski ekki búinn að spila mikið. Þetta snýst um hvernig liðsmaður þú ert. Það hefði verið auðvelt fyrir mig að fara í fýlu yfir því af því ég spilaði ekkert í bikarnum og spilaði lítið eftir það.“ „En það gerir þig bara að einhverjum pappakassa. Ég fór í fýlu í tvo daga en fór svo bara í naflaskoðun og hugsaði um það hvað ég gæti gert til að vera besti liðsmaðurinn. Arnór [Snær Óskarsson] er minn maður og ég peppa hann bara trekk í trekk.“ „Það voru tíu mínútur eftir hérna og ég var eitthvað að fara að peppa hann og hann hélt að við ættum að skipta. Ég spurði hann hvort hann væri eitthvað bilaður og sagði honum að hann væri að fara að klára þetta, sem hann svo gerði.“ „Þetta snýst bara um hvernig karakter þú ert. Hvað ætlarðu að gera? Það er auðvelt að fara í fýlu en það smitar út frá sér.“ Klippa: Agnar Smári Agnar hélt svo áfram og ræddi um þessa frábæru liðsheild sem myndast hefur hjá Valsliðinu. Hann ræddi einnig um þá fjölmörgu titla sem hann og Róbert Aron Hostert hafa unnið saman, en þeir félagarnir hafa tekið við hvorki meira né minna en tíu dollum saman á níu árum. Að lokum þakkaði Agnar strákunum í Seinni bylgjunni fyrir þeirra umfjöllun í vetur, en viðtalið við Agnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira