Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá fækkaði skráningum nýfæddra á Íslandi um þrjú prósent á þessum fyrsta ársfjórðungi samanborið við fjórða ársfjórðung ársins 2021. Mikil fjölgun er á nýskráningum erlendra ríkisborgara og fer úr 1.774 manns í 2.567 manns. Það samsvarar 44,7 prósent fjölgun.
781 létu lífið hér á landi á síðasta ársfjórðungi og er það 23,4 prósent aukning frá fjórða ársfjórðungi 2021. Fjöldi andláta er sá mesti síðustu fimm ár.