„Þakklát fyrir að þau séu að setja sig í spor annarra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2022 19:59 Bryndís Thors er í fjórða bekk, en hún notar hjólastól og segir marga ekki átta sig á þeim hindrunum sem fólk sem fólk í hennar stöðu mætir. Vísir Tíu ára stúlka sem notast við hjólastól segir mikilvægt að fólk átti sig á þeim hindrunum sem fatlað fólk mæti í daglegu lífi. Bekkjarsystkini hennar taka nú þátt í verkefni sem miðar að því að opna augu fólks fyrir veruleika fatlaðra barna. Skólinn í stólinn er verkefni sem nemendur í 4. bekk í Sjálandsskóla í Garðabæ taka þátt í, í dag og á morgun. Þar reyna þau að setja sig í spor fatlaðra barna. „Við fengum lánaða sex stóla og einn fullorðinsstól, þannig að kennarar og nemendur í bekknum fá öll að rúlla í eina og hálfa klukkustund á hjólastól, bæði í dag og á morgun. Þetta er svona lífsleikniverkefni sem fær þig aðeins til að hugsa um að það er ekki sjálfgefið að hlaupa bara á skólagöngunum eða hlaupa út í frímínútur með vinum sínum,“ segir Júlíana Þóra Hálfdánardóttir. Gott að sjá að krakkarnir vilji prófa Bryndís Thors er í fjórða bekk, en hún notar hjólastól og segir marga ekki átta sig á þeim hindrunum sem fólk sem fólk í hennar stöðu mætir. Með verkefninu sé hægt að opna augu bekkjarsystkina hennar fyrir þeim. „Pabbi minn fékk hugmyndina að því að prófa eitthvað nýtt og prófa bara að vera í hjólastól,“ segir Bryndís. Hún er ánægð með viðleitni krakkanna í bekknum. „Mér líður allavega mjög vel að sjá þau vilja prófa stólana.“ Bekkjarsystur Bryndísar sem fréttastofa ræddi við virðast margs vísari um raunveruleika fatlaðs fólks. „Við vorum í íþróttum í einhverju svona kapphlaupi og þá þurfti ég að vera í hjólastólnum að rúlla mér eins hratt og ég gat,“ segir Ásthildur Eva Sigurðardóttir. Það hafi verið talsvert erfiðara en að hlaupa. Helga Birna Stefánsdóttir, önnur bekkjarsystir Bryndísar, segir þá líka erfitt að fara á klósettið þegar maður notar hjólastól. Krakkarnir vonast eftir áframhaldandi þátttöku bekkjarsystkina sinna í verkefninu. „Af því að fötluð börn eða fullorðnir geta ekkert bara staðið upp og hætt að vera í stólnum,“ segir Ísabella Marín Ástráðsdóttir. Sjálf er Bryndís ánægð með viðhorf bekkjarsystkina sinna til verkefnisins. „Ég er mjög þakklát fyrir að þau séu að setja sig í spor annarra og reyna að prófa.“ Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Garðabær Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Skólinn í stólinn er verkefni sem nemendur í 4. bekk í Sjálandsskóla í Garðabæ taka þátt í, í dag og á morgun. Þar reyna þau að setja sig í spor fatlaðra barna. „Við fengum lánaða sex stóla og einn fullorðinsstól, þannig að kennarar og nemendur í bekknum fá öll að rúlla í eina og hálfa klukkustund á hjólastól, bæði í dag og á morgun. Þetta er svona lífsleikniverkefni sem fær þig aðeins til að hugsa um að það er ekki sjálfgefið að hlaupa bara á skólagöngunum eða hlaupa út í frímínútur með vinum sínum,“ segir Júlíana Þóra Hálfdánardóttir. Gott að sjá að krakkarnir vilji prófa Bryndís Thors er í fjórða bekk, en hún notar hjólastól og segir marga ekki átta sig á þeim hindrunum sem fólk sem fólk í hennar stöðu mætir. Með verkefninu sé hægt að opna augu bekkjarsystkina hennar fyrir þeim. „Pabbi minn fékk hugmyndina að því að prófa eitthvað nýtt og prófa bara að vera í hjólastól,“ segir Bryndís. Hún er ánægð með viðleitni krakkanna í bekknum. „Mér líður allavega mjög vel að sjá þau vilja prófa stólana.“ Bekkjarsystur Bryndísar sem fréttastofa ræddi við virðast margs vísari um raunveruleika fatlaðs fólks. „Við vorum í íþróttum í einhverju svona kapphlaupi og þá þurfti ég að vera í hjólastólnum að rúlla mér eins hratt og ég gat,“ segir Ásthildur Eva Sigurðardóttir. Það hafi verið talsvert erfiðara en að hlaupa. Helga Birna Stefánsdóttir, önnur bekkjarsystir Bryndísar, segir þá líka erfitt að fara á klósettið þegar maður notar hjólastól. Krakkarnir vonast eftir áframhaldandi þátttöku bekkjarsystkina sinna í verkefninu. „Af því að fötluð börn eða fullorðnir geta ekkert bara staðið upp og hætt að vera í stólnum,“ segir Ísabella Marín Ástráðsdóttir. Sjálf er Bryndís ánægð með viðhorf bekkjarsystkina sinna til verkefnisins. „Ég er mjög þakklát fyrir að þau séu að setja sig í spor annarra og reyna að prófa.“
Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Garðabær Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira