Hinn 29 ára gamli Rüdiger var fyrir löngu búinn að staðfesta að hann myndi yfirgefa Chelsea í sumar en þar hefur hann leikið síðan 2017. Hefur hann unnið til fjölda titla á árunum fimm í Lundúnum. Þar á meðal Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina, FA bikarinn og HM félagsliða.
Nú hefur verið staðfest að þessi þýski miðvörður mun leika með Spánar- og Evrópumeisturum Real Madríd á næstu leiktíð.
I'm proud to announce that I'll be joining @RealMadrid I'm super excited for all the challenges ahead and can't wait to play my first games for this huge club. #HalaMadrid #AlwasyBelieve #Hustle pic.twitter.com/zol5Z0NJbe
— Antonio Rüdiger (@ToniRuediger) June 2, 2022
Spánn verður fjórða landið sem Rüdiger leikur en í hann hefur áður leikið með Stuttgart í Þýskalandi, Roma á Ítalíu og Chelsea á Englandi.
Alls á Rüdiger að baki 50 leiki fyrir Þýskaland og vann til að mynda Álfukeppni FIFA árið 2017.