Iðnmenntun og fasteignaskattar Drífa Snædal skrifar 3. júní 2022 12:01 Á fimmtudag var tíunda þing Samiðnar sett, en Samiðn er eitt af aðildarsamtökum ASÍ og vettvangur fagfólks í ýmsum iðngreinum. Mér hlaust sá heiður að ávarpa setninguna og lagði út frá nauðsyn þess að skólakerfið okkar gæti sinnt þeim fjölmörgu sem hafa áhuga á iðn- og tæknimenntun á öllum aldri. Í fyrra var 700 manns vísað frá iðn- og tæknimenntun og óttast er að það verði fleiri næsta vetur. Að auki er orðið erfitt um vik að bjóða aðfluttu fólki raunfærnimat því skólarnir eru misvel í stakk búnir til að taka við fólki sem hefur fengið hluta námsins metið. Ekki einungis erum við þannig að vísa frá fólki með vilja og áhuga á að læra iðn- og tæknigreinar heldur tekst okkur ekki að aðstoða aðflutt fólk að fá sína menntun og reynslu metna í nægjanlegum mæli. Þetta er á sama tíma og okkur sárvantar iðnaðarmenn þar sem grettistak í húsbyggingum er framundan og metfjöldi hælisleitenda hafa sótt um með þekkingu og reynslu, en líka í húsnæðisþörf. Einn helsti kostur okkar menntakerfis hefur verið sveigjanleiki og ég tel sjálfa mig vera afsprengi þess. Eins og svo mörg önnur hafði ég ekki hugmynd um framan af hvað mig langaði að gera. Ég flakkaði á milli fjölbrautar, háskóla og iðnskóla á yngri árum – svona eins og mörg gera. Auðvitað hafði öll menntun og reynsla mótandi áhrif, hvort sem hún endaði með brottfalli eða brautskrift, en annað og þriðja tækifæri reyndist nauðsynlegt í mínu tilviki sem er langt í frá einsdæmi. Að skilyrða inngöngu í menntun við aldur er feigðarflan því við sem tókum seinna við okkur vitum að við vorum síður en svo verri námsmenn eftir að smá lífsreynsla bættist í púkkið. Eftir samtal við fulltrúa á Samiðnarþinginu er ljóst að úrbætur í menntun standa iðnaðarmönnum nærri. Nægt framboð af iðn- og tæknimenntun verður örugglega eitt af áhersluatriðum í tengslum við kjarasamninga. Ef við svörum ekki kallinu er hætt við að fagmennska og vandað handbragð víki fyrir vanþekkingu og minnkandi framleiðni. Það viljum við síst af öllu að gerist og slíkt getur reynst dýrkeypt til lengdar. Fasteignamatshækkun sem á sér varla hliðstæðu Um mál málanna í vikunni vil ég þetta segja; nú reynir á nýkjörið sveitastjórnarfólk að láta hækkandi fasteignamat ekki fara sjálfkrafa inn í fasteignaskattana heldur endurmeta hlutfallið sem reiknað er eftir. Við munum fylgjast vel með því í haust þegar fjármálaákvarðanir sveitarstjórna fyrir árið 2023 eru teknar. Næsta vers er svo að endurmeta fasteignamatið sjálft og útreikninga á því. Nú verðum við að leggjast á eitt að stemma stigu við dýrtíð sem nú þegar er sligandi fyrir pyngjur heimilanna. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Fasteignamarkaður Skattar og tollar Skóla - og menntamál Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Á fimmtudag var tíunda þing Samiðnar sett, en Samiðn er eitt af aðildarsamtökum ASÍ og vettvangur fagfólks í ýmsum iðngreinum. Mér hlaust sá heiður að ávarpa setninguna og lagði út frá nauðsyn þess að skólakerfið okkar gæti sinnt þeim fjölmörgu sem hafa áhuga á iðn- og tæknimenntun á öllum aldri. Í fyrra var 700 manns vísað frá iðn- og tæknimenntun og óttast er að það verði fleiri næsta vetur. Að auki er orðið erfitt um vik að bjóða aðfluttu fólki raunfærnimat því skólarnir eru misvel í stakk búnir til að taka við fólki sem hefur fengið hluta námsins metið. Ekki einungis erum við þannig að vísa frá fólki með vilja og áhuga á að læra iðn- og tæknigreinar heldur tekst okkur ekki að aðstoða aðflutt fólk að fá sína menntun og reynslu metna í nægjanlegum mæli. Þetta er á sama tíma og okkur sárvantar iðnaðarmenn þar sem grettistak í húsbyggingum er framundan og metfjöldi hælisleitenda hafa sótt um með þekkingu og reynslu, en líka í húsnæðisþörf. Einn helsti kostur okkar menntakerfis hefur verið sveigjanleiki og ég tel sjálfa mig vera afsprengi þess. Eins og svo mörg önnur hafði ég ekki hugmynd um framan af hvað mig langaði að gera. Ég flakkaði á milli fjölbrautar, háskóla og iðnskóla á yngri árum – svona eins og mörg gera. Auðvitað hafði öll menntun og reynsla mótandi áhrif, hvort sem hún endaði með brottfalli eða brautskrift, en annað og þriðja tækifæri reyndist nauðsynlegt í mínu tilviki sem er langt í frá einsdæmi. Að skilyrða inngöngu í menntun við aldur er feigðarflan því við sem tókum seinna við okkur vitum að við vorum síður en svo verri námsmenn eftir að smá lífsreynsla bættist í púkkið. Eftir samtal við fulltrúa á Samiðnarþinginu er ljóst að úrbætur í menntun standa iðnaðarmönnum nærri. Nægt framboð af iðn- og tæknimenntun verður örugglega eitt af áhersluatriðum í tengslum við kjarasamninga. Ef við svörum ekki kallinu er hætt við að fagmennska og vandað handbragð víki fyrir vanþekkingu og minnkandi framleiðni. Það viljum við síst af öllu að gerist og slíkt getur reynst dýrkeypt til lengdar. Fasteignamatshækkun sem á sér varla hliðstæðu Um mál málanna í vikunni vil ég þetta segja; nú reynir á nýkjörið sveitastjórnarfólk að láta hækkandi fasteignamat ekki fara sjálfkrafa inn í fasteignaskattana heldur endurmeta hlutfallið sem reiknað er eftir. Við munum fylgjast vel með því í haust þegar fjármálaákvarðanir sveitarstjórna fyrir árið 2023 eru teknar. Næsta vers er svo að endurmeta fasteignamatið sjálft og útreikninga á því. Nú verðum við að leggjast á eitt að stemma stigu við dýrtíð sem nú þegar er sligandi fyrir pyngjur heimilanna. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun