Cancelo bjargaði einhverfu barni Atli Arason skrifar 8. júní 2022 23:31 Joao Cancelo með Englandsmeistaratitilinn eftir fagnaðarlætin. Getty Images Portúgalski bakvörðurinn í liði Manchester City, Joao Cancelo, bjargaði 10 ára einhverfum strák frá því verða undir hóp stuðningsmanna á Etihad vellinum. Þúsundir stuðningsmanna Manchester City ruddust inn á leikvöll liðsins eftir 3-2 endurkomu sigur City á Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum var ljóst að City hefði unnið Englandsmeistaratitilinn. Í þeim hópi var hinn 10 ára einhverfi Ollie Gordon sem varð viðskilja við faðir sinn, Lee Gordon, í öllum látunum. Spennustigið var hátt en Robin Olsen, markvörður Aston Villa, varð meðal annars fyrir höggi af stuðningsmanni City sem réðst inn á leikvöllinn. Þúsundir stuðningsmanna réðust inn á völlinn og öryggisgæslunni gekk illa að halda aftur af skrílnum.Getty Images Lauren Hoyle, móðir stráksins, lýsir atvikinu í viðtali við Manchester Evening News. „Hann byrjaði að hlaupa í burtu, hann er með einhverfu og er ekki meðvitaður um þær hættur sem geta leynst í kringum sig. Hann varð spenntur og byrjaði að hlaupa.“ „Ég var að horfa á leikinn í sjónvarpinu og ég sá Lee [föðurinn] hlaupa um völlinn en ekki Ollie. Ég fékk kvíðakast en aðeins nokkrum metrum frá varð markvörður Villa fyrir árás,“ sagði Lauren. Ollie varð ráðvilltur og týndist í fjöldanum en Cancelo varð var við þennan litla dreng sem var vægast sagt óttasleginn. Ollie Gordon fyrir leikinnLauren Hoyle „Cancelo greip í hann og tók hann upp og hélt utan um hann, kyssti hann á ennið og barðist svo í gegnum hóp af fólki. Þetta gerðist mjög hratt en allir voru að ýta og hrinda frá sér. Sonur minn var logandi hræddur. Hann getur ekki verið einn, hann verður að vera í fylgd með fullorðnum. Það varð mikil óheppni að hann fór inn á leikvöllinn á undan pabba sínum og hljóp í burtu.“ „Ef það hefði ekki verið fyrir Cancelo, sem ekki bara hélt utan um hann, heldur passaði upp á hann þangað til að pabbi hans fann hann, þá hefði sagan verið allt öðruvísi. Með alla þessa stóru menn hlaupandi um í geðshræringu,“ sagði Lauren sem var handviss um að Ollie litli hefði kramist undir hópinn ef það væri ekki fyrir óeigingjarna aðstoð Cancelo. „Hann [Cancelo] hefði sjálfur átt að vera hlaupandi um að fagna með liðsfélögum sínum en þess í stað tók hann sér tíma til að nema staðar og hjálpa ungum strák. Hann var sjálfur inn í hringamiðju þessa alls, maður hefði búist við því að hann myndi drífa sig af leikvellinum sjálfur en hann bjargaði litlum strák sem hann hefur enga tengingu við. Ollie hefði orðið undir hópnum ef Cancelo hefði ekki bjargað honum.“ Annað markið á vellinum varð meðal annars fyrir skemmdum í látunum.Getty Images Lauren vildi nota viðtalið við Manchester Evening News sem tækifæri til að þakka Cancelo. „Sem móðir, 600 mílum í burtu, þá er ekkert sem þú getur gert. Hjarta mitt fór í mola þegar ég sá pabba hans einan hlaupa um völlinn í sjónvarpinu. Pabbi hans sagði það sama, hvernig á maður að finna 120 cm háan strák í sjó af þreknum karlmönnum sem eru öskrandi og æpandi?“ spurði Lauren. „Cancelo sá að strákurinn var óttasleginn og reyndi að hughreysta hann. Um leið og Ollie sá pabba sinn og rétti út hendurnar í átt að honum þá ýtti Cancelo a.m.k. einum manni í burtu svo að drengurinn kæmist til pabba síns. Eftir það hélt Cancelo áfram sína leið. Við náðum ekki að þakka honum fyrir eða láta hann vita hversu himinlifandi við erum fyrir það sem hann gerði,“ sagði Lauren Hoyle að endingu. Enski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Sjá meira
Þúsundir stuðningsmanna Manchester City ruddust inn á leikvöll liðsins eftir 3-2 endurkomu sigur City á Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum var ljóst að City hefði unnið Englandsmeistaratitilinn. Í þeim hópi var hinn 10 ára einhverfi Ollie Gordon sem varð viðskilja við faðir sinn, Lee Gordon, í öllum látunum. Spennustigið var hátt en Robin Olsen, markvörður Aston Villa, varð meðal annars fyrir höggi af stuðningsmanni City sem réðst inn á leikvöllinn. Þúsundir stuðningsmanna réðust inn á völlinn og öryggisgæslunni gekk illa að halda aftur af skrílnum.Getty Images Lauren Hoyle, móðir stráksins, lýsir atvikinu í viðtali við Manchester Evening News. „Hann byrjaði að hlaupa í burtu, hann er með einhverfu og er ekki meðvitaður um þær hættur sem geta leynst í kringum sig. Hann varð spenntur og byrjaði að hlaupa.“ „Ég var að horfa á leikinn í sjónvarpinu og ég sá Lee [föðurinn] hlaupa um völlinn en ekki Ollie. Ég fékk kvíðakast en aðeins nokkrum metrum frá varð markvörður Villa fyrir árás,“ sagði Lauren. Ollie varð ráðvilltur og týndist í fjöldanum en Cancelo varð var við þennan litla dreng sem var vægast sagt óttasleginn. Ollie Gordon fyrir leikinnLauren Hoyle „Cancelo greip í hann og tók hann upp og hélt utan um hann, kyssti hann á ennið og barðist svo í gegnum hóp af fólki. Þetta gerðist mjög hratt en allir voru að ýta og hrinda frá sér. Sonur minn var logandi hræddur. Hann getur ekki verið einn, hann verður að vera í fylgd með fullorðnum. Það varð mikil óheppni að hann fór inn á leikvöllinn á undan pabba sínum og hljóp í burtu.“ „Ef það hefði ekki verið fyrir Cancelo, sem ekki bara hélt utan um hann, heldur passaði upp á hann þangað til að pabbi hans fann hann, þá hefði sagan verið allt öðruvísi. Með alla þessa stóru menn hlaupandi um í geðshræringu,“ sagði Lauren sem var handviss um að Ollie litli hefði kramist undir hópinn ef það væri ekki fyrir óeigingjarna aðstoð Cancelo. „Hann [Cancelo] hefði sjálfur átt að vera hlaupandi um að fagna með liðsfélögum sínum en þess í stað tók hann sér tíma til að nema staðar og hjálpa ungum strák. Hann var sjálfur inn í hringamiðju þessa alls, maður hefði búist við því að hann myndi drífa sig af leikvellinum sjálfur en hann bjargaði litlum strák sem hann hefur enga tengingu við. Ollie hefði orðið undir hópnum ef Cancelo hefði ekki bjargað honum.“ Annað markið á vellinum varð meðal annars fyrir skemmdum í látunum.Getty Images Lauren vildi nota viðtalið við Manchester Evening News sem tækifæri til að þakka Cancelo. „Sem móðir, 600 mílum í burtu, þá er ekkert sem þú getur gert. Hjarta mitt fór í mola þegar ég sá pabba hans einan hlaupa um völlinn í sjónvarpinu. Pabbi hans sagði það sama, hvernig á maður að finna 120 cm háan strák í sjó af þreknum karlmönnum sem eru öskrandi og æpandi?“ spurði Lauren. „Cancelo sá að strákurinn var óttasleginn og reyndi að hughreysta hann. Um leið og Ollie sá pabba sinn og rétti út hendurnar í átt að honum þá ýtti Cancelo a.m.k. einum manni í burtu svo að drengurinn kæmist til pabba síns. Eftir það hélt Cancelo áfram sína leið. Við náðum ekki að þakka honum fyrir eða láta hann vita hversu himinlifandi við erum fyrir það sem hann gerði,“ sagði Lauren Hoyle að endingu.
Enski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Sjá meira