Fær 19 milljónir vegna ellefu mánaða gæsluvarðhalds að ósekju Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júní 2022 16:17 Landsréttur birti dóminn síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkinu var í dag gert að greiða nígerískum karlmanni 19 milljónir króna í miskabætur vegna frelsissviptingar er hann sætti í ellefu mánuði í tengslum við rekstur sakamáls sem lauk með tveggja mánaða fangelsisdómi. Maðurinn var sakfelldur fyrir peningaþvætti af gáleysi en aðrir þrír Íslendingar höfðu í sama máli verið sakfelldir fyrir peningaþvætti af ásetningi og dæmdir til þyngri fangelsisrefsingar. Forsaga málsins er sú að óþekktur maður komst inn í tölvupóstssamskipti Nesfisks og suðurkóresks fyrirtækis og nýtti það til að fá suðurkóreska fyrirtækið að greiða andvirði fisks, sem hafði verið fluttur til Suður Kóreu, inn á vitlausan reikning. Nígeríski maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa af gáleysi nýtt sér ávinning þessarar millifærslu. Miskabótakrafa mannsins byggði á því að hann hafi sætt gæsluvarðhaldi í 269 daga og farbanni í 57 daga að ósekju. Þá hafi hann að auki sætt hindrun við að komast úr landi í 15 daga eftir dóm héraðsdóms þar til honum var fylgt úr landi. Ekki var fallist á bætur vegna farbanns þar sem lögmætt hafi verið að takmarka för hans á meðan niðurstaða dómstóla í máli hans lá ekki fyrir. Við ákvörðun bóta var vísað til ákvæða stjórnarskrár og sakamálalaga sem kveða á um að sakborningur verði ekki látinn sæta gæsluvarðhaldi lengur en sýnt þyki að fangelsisrefsing verði dæmd. Maðurinn hafi sætt gæsluvarðhaldi langt umfram efni og því sviptur frelsi að ósekju en íslenska ríkið var jafnframt talið bera ábyrgð á gæsluvarðhaldsvist sem maðurinn sætti á Ítalíu að beiðni íslenskra yfirvalda. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður gert íslenska ríkinu að greiða manninum 4,5 milljónir í bætur en sú fjárhæð miðaðist einungis við fimm mánaða gæsluvarðhald að ósekju og ekki miðað við gæsluvarðhaldið á Ítalíu. Landsréttur dæmdi ríkið hins vegar til að bæta manninum bæði þann tíma sem hann sætti gæsluvarðhaldi á Íslandi og Ítalíu þar sem maðurinn sætti gæsluvarðhaldi á meðan unnið var úr framsalskröfu ríkisins. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur fyrir peningaþvætti af gáleysi en aðrir þrír Íslendingar höfðu í sama máli verið sakfelldir fyrir peningaþvætti af ásetningi og dæmdir til þyngri fangelsisrefsingar. Forsaga málsins er sú að óþekktur maður komst inn í tölvupóstssamskipti Nesfisks og suðurkóresks fyrirtækis og nýtti það til að fá suðurkóreska fyrirtækið að greiða andvirði fisks, sem hafði verið fluttur til Suður Kóreu, inn á vitlausan reikning. Nígeríski maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa af gáleysi nýtt sér ávinning þessarar millifærslu. Miskabótakrafa mannsins byggði á því að hann hafi sætt gæsluvarðhaldi í 269 daga og farbanni í 57 daga að ósekju. Þá hafi hann að auki sætt hindrun við að komast úr landi í 15 daga eftir dóm héraðsdóms þar til honum var fylgt úr landi. Ekki var fallist á bætur vegna farbanns þar sem lögmætt hafi verið að takmarka för hans á meðan niðurstaða dómstóla í máli hans lá ekki fyrir. Við ákvörðun bóta var vísað til ákvæða stjórnarskrár og sakamálalaga sem kveða á um að sakborningur verði ekki látinn sæta gæsluvarðhaldi lengur en sýnt þyki að fangelsisrefsing verði dæmd. Maðurinn hafi sætt gæsluvarðhaldi langt umfram efni og því sviptur frelsi að ósekju en íslenska ríkið var jafnframt talið bera ábyrgð á gæsluvarðhaldsvist sem maðurinn sætti á Ítalíu að beiðni íslenskra yfirvalda. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður gert íslenska ríkinu að greiða manninum 4,5 milljónir í bætur en sú fjárhæð miðaðist einungis við fimm mánaða gæsluvarðhald að ósekju og ekki miðað við gæsluvarðhaldið á Ítalíu. Landsréttur dæmdi ríkið hins vegar til að bæta manninum bæði þann tíma sem hann sætti gæsluvarðhaldi á Íslandi og Ítalíu þar sem maðurinn sætti gæsluvarðhaldi á meðan unnið var úr framsalskröfu ríkisins.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira