Íslenskur vafri sem heldur utan um tölvupóstinn, dagatalið og hlaðvörpin Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 23:35 Vivaldi vafrinn er íslenskt hugvit. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Osló en þróun vafrans fer líka fram á skrifstofum fyrirtækisins á Seltjarnarnesi, í Boston og Palo Alto. Vísir Íslenska fyrirtækið Vivaldi hefur uppfært netvafrann sinn og bætt við innbyggðu póstforriti, dagatali og lesara fyrir strauma. Hægt er að sameina marga tölvupóstreikninga í vafranum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að yfir fjórir milljarðar manna noti tölvupóst á heimsvísu og að margir séu með fleiri en eitt tölvupóstfang í notkun. Með Vivaldi póstkerfinu sé hins vegar hægt að setja allt upp á einum stað í vafranum og vinna með það þar. Einnig sé hægt að taka inn strauma, eins og rásir á Youtube eða hlaðvörp. Þá er innbyggt dagatal en markmiðið er að gera notandanum kleift að hafa betri stjórn á gögnum og upplýsingaflæði. „Vivaldi póstkerfið er óður til einfaldleika og öryggis í samskiptum manna á milli. Við vonum að þið njótið þess að nota Vivaldi póstkerfið eins vel og við nutum þess að búa það til fyrir ykkur,“ segir Jón Von Tetzchner, forstjóri Vivaldi. Jón Von Tetzchner er forstjóri Vivaldi.Aðsend „Tölvupóstur getur á stundum verið yfirþyrmandi og ruglingslegur og því erfitt að hafa yfirsýn, Vivaldi póstkerfið er einmitt hannað með það að markmiði að hjálpa notendum að vinna vinnuna sína – og hafa skipulag á tölvupóstinum þannig að auðvelt sé að hafa góða yfirsýn,“ bætir Jón við. Margir reikningar undir sama hatti Margir kannast eflaust við það að vera með mörg tölvupóstföng í notkun og eiga erfitt með að halda utan um hvert og eitt þeirra. Í tilkynningu Vivaldi segir að forritið ráði við að vinna með gríðarlegt magn af tölvupóstum og engu máli skipti hversu marga reikninga notandinn sé með. Hægt er að hafa aðgang að öllum tölvuskeytum í einu innhólfi án þess að þurfa að skrá sig á hvern og einn reikning. Þá er mögulegt að skrá sig inn á Google reikning frá Vivaldi póstkerfinu og nota þar með Gmail sem er líklega vinsælasta tölvupóstforritið í heiminum í dag. Einnig er boðið upp á að halda utan um hlaðvörp og Youtube stöðvar í vafranum þar sem hægt er að flokka, lykla og leita að straumum og merkja þá sem lesna án þess að eyða þeim. Til að tryggja friðhelgi notenda dregur Vivaldi efni myndbandsins úr straumnum og sýnir það innfellt á tölvu notanda í stað þess að birta hlekk á myndbandið. Þá segir í tilkynningunni að með Vivaldi dagatalinu sé boðið upp á valkost sem ekki safnar gögnum. Notendur velja hvort þeir hafa dagatalið bara fyrir sig eða deila því með öðrum og þá eru viðburðir í dagatalinu ekki vistaðir á netþjónum hjá þriðja aðila. Vivaldi Technologies er fyrirtæki í eigu starfsmanna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Ósló í Noregi en þróun vafrans fer einnig fram á skrifstofum fyrirtækisins á Seltjarnarnesi, í Boston og Palo Alto. Netöryggi Tækni Nýsköpun Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í tilkynningu fyrirtækisins segir að yfir fjórir milljarðar manna noti tölvupóst á heimsvísu og að margir séu með fleiri en eitt tölvupóstfang í notkun. Með Vivaldi póstkerfinu sé hins vegar hægt að setja allt upp á einum stað í vafranum og vinna með það þar. Einnig sé hægt að taka inn strauma, eins og rásir á Youtube eða hlaðvörp. Þá er innbyggt dagatal en markmiðið er að gera notandanum kleift að hafa betri stjórn á gögnum og upplýsingaflæði. „Vivaldi póstkerfið er óður til einfaldleika og öryggis í samskiptum manna á milli. Við vonum að þið njótið þess að nota Vivaldi póstkerfið eins vel og við nutum þess að búa það til fyrir ykkur,“ segir Jón Von Tetzchner, forstjóri Vivaldi. Jón Von Tetzchner er forstjóri Vivaldi.Aðsend „Tölvupóstur getur á stundum verið yfirþyrmandi og ruglingslegur og því erfitt að hafa yfirsýn, Vivaldi póstkerfið er einmitt hannað með það að markmiði að hjálpa notendum að vinna vinnuna sína – og hafa skipulag á tölvupóstinum þannig að auðvelt sé að hafa góða yfirsýn,“ bætir Jón við. Margir reikningar undir sama hatti Margir kannast eflaust við það að vera með mörg tölvupóstföng í notkun og eiga erfitt með að halda utan um hvert og eitt þeirra. Í tilkynningu Vivaldi segir að forritið ráði við að vinna með gríðarlegt magn af tölvupóstum og engu máli skipti hversu marga reikninga notandinn sé með. Hægt er að hafa aðgang að öllum tölvuskeytum í einu innhólfi án þess að þurfa að skrá sig á hvern og einn reikning. Þá er mögulegt að skrá sig inn á Google reikning frá Vivaldi póstkerfinu og nota þar með Gmail sem er líklega vinsælasta tölvupóstforritið í heiminum í dag. Einnig er boðið upp á að halda utan um hlaðvörp og Youtube stöðvar í vafranum þar sem hægt er að flokka, lykla og leita að straumum og merkja þá sem lesna án þess að eyða þeim. Til að tryggja friðhelgi notenda dregur Vivaldi efni myndbandsins úr straumnum og sýnir það innfellt á tölvu notanda í stað þess að birta hlekk á myndbandið. Þá segir í tilkynningunni að með Vivaldi dagatalinu sé boðið upp á valkost sem ekki safnar gögnum. Notendur velja hvort þeir hafa dagatalið bara fyrir sig eða deila því með öðrum og þá eru viðburðir í dagatalinu ekki vistaðir á netþjónum hjá þriðja aðila. Vivaldi Technologies er fyrirtæki í eigu starfsmanna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Ósló í Noregi en þróun vafrans fer einnig fram á skrifstofum fyrirtækisins á Seltjarnarnesi, í Boston og Palo Alto.
Netöryggi Tækni Nýsköpun Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira