Tengslamyndun við nýtt jafnlaunakerfi Hildur Björk Pálsdóttir skrifar 14. júní 2022 15:31 Þegar við byggjum upp nýtt jafnlaunakerfi er mikilvægt að við höfum aðkomu að því, vegna þess að við verðum að þekkja kerfið og geta hlúið að því, til þess að fá og viðhalda jafnlaunavottun. Til þess að fá jafnlaunavottun þurfum við að vera með skjöl sem tilgreina hvernig við ætlum að mæta kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012. En það er ekki nóg að vera með skjöl sem segja að við gerum eitthvað með ákveðnum hætti. Við verðum líka að vinna eftir þessum leiðum og geta sýnt fram á það. Jafnlaunavottun er ekki viðurkenning sem við fáum einu sinni og getum geymt uppi í hillu. Jafnlaunakerfið okkar þarf að vera lifandi. Við verðum að viðhalda jafnlaunavottun, sinna innri úttektum og fá árlegar heimsóknir frá ytri úttektaraðila til þess að staðfesta að jafnlaunakerfið sé virkt. Til þess að jafnlaunakerfið virki þurfum við að þekkja það, við verðum að þekkja stefnurnar og verklagið. Við verðum að vita hvað við segjumst vera að gera, til þess að geta gert hlutina svoleiðis. Þess vegna er tengslamyndum mikilvæg. Hvernig tryggi ég tengslamyndun? Það er mikilvægt að jafnlaunakerfið sé okkar, ef við útvistum jafnlaunamálum algerlega, er hætt við að við þekkjum ekki jafnlaunakerfið, að við færum ábyrgðina yfir á ytri aðila sem þekkir reksturinn okkar ekki eins vel og við sjálf. Það getur verið undarlegt að fá óskir eða beiðnir frá ytri aðila sem gerir kröfu um breytingar á vinnulagi sem við erum vön, sér í lagi ef við þekkjum ástæðuna sem liggur að baki þessum óskum ekki vel. Þess vegna er mikilvægt að tengja við jafnlaunakerfið, að þekkja skjölin og kröfurnar. Að vera með í því að skilja ástæður sem liggja að baki launaákvarðana og hvað það er sem byggir upp jafnlaunakerfið okkar. Þess vegna er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í uppbyggingunni sem tryggir tengslamyndunina. Get ég þá ekki fengið neina aðstoð? Vissulega er hægt að fá aðstoð við að byggja upp jafnlaunakerfi, en það þarf að vera nákvæmlega það, aðstoð en ekki útvistun. Hægt er að fá aðstoð til þess að byggja grunn sem hjálpar og styður við uppbyggingu jafnlaunakerfisins á sama tíma og hluti af ábyrgðinni liggur hjá þeim sem fer í gegnum ferlið til þess að byggja upp skilning á markmiðum og tilgangi jafnlaunakerfisins, ábyrgðin verður að búa innanhúss. Einar Bjarnason, gæðastjóri hjá Límtré Vírnet, var með erindi skömmu fyrir páska hjá Stjórnvísi þar sem hann talaði um jafnlaunavottunarferlið þeirra. Þau notuðu Justly Pay til þess að byggja upp sitt jafnlaunakerfi. Hann talaði um mikilvægi þess að útvista jafnlaunakerfinu ekki of mikið, að það sé nauðsynlegt að þekkja jafnlaunakerfið – að mynda tengsl, þ.e. vita um hvað þetta snýst og að Justly Pay hafi þess vegna hafi hjálpað með akkúrat réttum hætti. Þau fengu skjöl mættu kröfum jafnlaunastaðalsins og voru tilbúin til aðlögunar, en þurftu ekki að finna upp á orðalagi frá grunni. Það sparar mikinn tíma. Jafnlauna skjölin voru flokkuð eftir köflum og þeim kröfum jafnlaunastaðalsins sem þau uppfylla. Í öðru lagi fengu þau jafnlaunaeyðublaðið, sem snýr að kröfunni um að meðhöndla frábrigði, sem er tilbúið ef einhver skildi hafa eitthvað um jafnlaunakerfið að segja. Þetta tryggir að ábendingar gleymist ekki og að full yfirsýn sé til staðar. Í þriðja lagi eru svo jafnlaunaúttektir, tímasettar og með spurningum sem hjálpa til með að reka og fara í gegnum úttektir sem eru nauðsynlegar til þess að viðhalda jafnlaunavottuninni. Úttektir eru framkvæmdar til þess að sannreyna að við séum raunverulega að vinna eins og skjölin segja. Ef misræmi kemur í ljós, þarf annað hvort að uppfæra skjölin eða þjálfa starfsfólk. Með þessum grunni en sinni aðkomu gerðu þau jafnlaunakerfið að sínu. Þetta er aðstoð sem gerir nægjanlega mikið til þess að koma ykkur vel á veg, akkúrat nógu mikið til þess að auðvelt sé að mynda tengsl við jafnlaunakerfið, sem verður hluti af genamengi ykkar reksturs til frambúðar. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við byggjum upp nýtt jafnlaunakerfi er mikilvægt að við höfum aðkomu að því, vegna þess að við verðum að þekkja kerfið og geta hlúið að því, til þess að fá og viðhalda jafnlaunavottun. Til þess að fá jafnlaunavottun þurfum við að vera með skjöl sem tilgreina hvernig við ætlum að mæta kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012. En það er ekki nóg að vera með skjöl sem segja að við gerum eitthvað með ákveðnum hætti. Við verðum líka að vinna eftir þessum leiðum og geta sýnt fram á það. Jafnlaunavottun er ekki viðurkenning sem við fáum einu sinni og getum geymt uppi í hillu. Jafnlaunakerfið okkar þarf að vera lifandi. Við verðum að viðhalda jafnlaunavottun, sinna innri úttektum og fá árlegar heimsóknir frá ytri úttektaraðila til þess að staðfesta að jafnlaunakerfið sé virkt. Til þess að jafnlaunakerfið virki þurfum við að þekkja það, við verðum að þekkja stefnurnar og verklagið. Við verðum að vita hvað við segjumst vera að gera, til þess að geta gert hlutina svoleiðis. Þess vegna er tengslamyndum mikilvæg. Hvernig tryggi ég tengslamyndun? Það er mikilvægt að jafnlaunakerfið sé okkar, ef við útvistum jafnlaunamálum algerlega, er hætt við að við þekkjum ekki jafnlaunakerfið, að við færum ábyrgðina yfir á ytri aðila sem þekkir reksturinn okkar ekki eins vel og við sjálf. Það getur verið undarlegt að fá óskir eða beiðnir frá ytri aðila sem gerir kröfu um breytingar á vinnulagi sem við erum vön, sér í lagi ef við þekkjum ástæðuna sem liggur að baki þessum óskum ekki vel. Þess vegna er mikilvægt að tengja við jafnlaunakerfið, að þekkja skjölin og kröfurnar. Að vera með í því að skilja ástæður sem liggja að baki launaákvarðana og hvað það er sem byggir upp jafnlaunakerfið okkar. Þess vegna er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í uppbyggingunni sem tryggir tengslamyndunina. Get ég þá ekki fengið neina aðstoð? Vissulega er hægt að fá aðstoð við að byggja upp jafnlaunakerfi, en það þarf að vera nákvæmlega það, aðstoð en ekki útvistun. Hægt er að fá aðstoð til þess að byggja grunn sem hjálpar og styður við uppbyggingu jafnlaunakerfisins á sama tíma og hluti af ábyrgðinni liggur hjá þeim sem fer í gegnum ferlið til þess að byggja upp skilning á markmiðum og tilgangi jafnlaunakerfisins, ábyrgðin verður að búa innanhúss. Einar Bjarnason, gæðastjóri hjá Límtré Vírnet, var með erindi skömmu fyrir páska hjá Stjórnvísi þar sem hann talaði um jafnlaunavottunarferlið þeirra. Þau notuðu Justly Pay til þess að byggja upp sitt jafnlaunakerfi. Hann talaði um mikilvægi þess að útvista jafnlaunakerfinu ekki of mikið, að það sé nauðsynlegt að þekkja jafnlaunakerfið – að mynda tengsl, þ.e. vita um hvað þetta snýst og að Justly Pay hafi þess vegna hafi hjálpað með akkúrat réttum hætti. Þau fengu skjöl mættu kröfum jafnlaunastaðalsins og voru tilbúin til aðlögunar, en þurftu ekki að finna upp á orðalagi frá grunni. Það sparar mikinn tíma. Jafnlauna skjölin voru flokkuð eftir köflum og þeim kröfum jafnlaunastaðalsins sem þau uppfylla. Í öðru lagi fengu þau jafnlaunaeyðublaðið, sem snýr að kröfunni um að meðhöndla frábrigði, sem er tilbúið ef einhver skildi hafa eitthvað um jafnlaunakerfið að segja. Þetta tryggir að ábendingar gleymist ekki og að full yfirsýn sé til staðar. Í þriðja lagi eru svo jafnlaunaúttektir, tímasettar og með spurningum sem hjálpa til með að reka og fara í gegnum úttektir sem eru nauðsynlegar til þess að viðhalda jafnlaunavottuninni. Úttektir eru framkvæmdar til þess að sannreyna að við séum raunverulega að vinna eins og skjölin segja. Ef misræmi kemur í ljós, þarf annað hvort að uppfæra skjölin eða þjálfa starfsfólk. Með þessum grunni en sinni aðkomu gerðu þau jafnlaunakerfið að sínu. Þetta er aðstoð sem gerir nægjanlega mikið til þess að koma ykkur vel á veg, akkúrat nógu mikið til þess að auðvelt sé að mynda tengsl við jafnlaunakerfið, sem verður hluti af genamengi ykkar reksturs til frambúðar. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun