Fá grænt ljós á frekari geimskot frá Texas Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2022 14:52 Starship-geimfar á skotpalli í Texas. AP/SpaceX Verkfræðingar og vísindamenn SpaceX mega halda áfram tilraunum sínum með geimfarið Starship í Suður-Flórída. Tilraunirnar voru stöðvaðar á meðan umhverfismat fór fram. Framkvæmd matsins dróst verulega á langinn. Þrátt fyrir að leyfi hafi fengist til að halda tilraunum áfram fylgja leyfinu ýmiss skilyrði. Starfsmenn SpaceX munu þurfa að framfylgja tæplega áttatíu skilyrðum til að draga úr áhrifum þróunarvinnunnar á umhverfið og íbúa í Texas. Meðal þess sem þarf að gera er að gera sérfræðingum kleift að vakta dýralíf og gróður á svæðinu og láta íbúa vita af öllu sem mun hafa áhrif á þá, eins og háværum tilraunum og tilraunaskotum. Starfsmenn SpaceX munu einnig þurfa að tryggja að allt brak sé hreinsað upp og breyta ljóskösturum á svæðinu þannig að þeir hafi minni áhrif á dýralífið á svæðinu á næturnar. One step closer to the first orbital flight test of Starship https://t.co/MEcQ6gST6Q pic.twitter.com/jxqEsM62gc— SpaceX (@SpaceX) June 13, 2022 Næsta skref í þróun geimfarsins er að senda það á braut um jörðu og er vonast til þess að það væri hægt á næstunni. Forsvarsmenn fyrirtækisins vilja einnig fara í mikla uppbyggingu í Texas og gera skotpallinn þar að einum af þeim stærstu í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt Ars Technica. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur gert samning við SpaceX um að lenda geimförum á tunglinu á komandi árum. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Ekki er útlit fyrir að SpaceX muni geta skotið Starship á loft frá Flórída, því forsvarsmenn NASA hafa krafið yfirmenn SpaceX um skýringar á því hvernig hægt væri að tryggja aðra skotpalla við Kennedy-geimmiðstöðina í Flórída, sem eru mikilvægir rekstri Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Reuters sagði frá því í gær að það gæti tekið marga mánuði að ganga frá því máli. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur áður sagt að Starship eigi í raun að vera eins og flugvélar. Hægt verði að stíga um borð í geimfar hér á Íslandi og lenda svo í Japan skömmu seinna. Þar eigi einungis að þurfa að dæla eldsneyti á geimfarið og fljúga því eitthvað annað. Bandaríkin SpaceX Geimurinn Tækni Tunglið Mars Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Þrátt fyrir að leyfi hafi fengist til að halda tilraunum áfram fylgja leyfinu ýmiss skilyrði. Starfsmenn SpaceX munu þurfa að framfylgja tæplega áttatíu skilyrðum til að draga úr áhrifum þróunarvinnunnar á umhverfið og íbúa í Texas. Meðal þess sem þarf að gera er að gera sérfræðingum kleift að vakta dýralíf og gróður á svæðinu og láta íbúa vita af öllu sem mun hafa áhrif á þá, eins og háværum tilraunum og tilraunaskotum. Starfsmenn SpaceX munu einnig þurfa að tryggja að allt brak sé hreinsað upp og breyta ljóskösturum á svæðinu þannig að þeir hafi minni áhrif á dýralífið á svæðinu á næturnar. One step closer to the first orbital flight test of Starship https://t.co/MEcQ6gST6Q pic.twitter.com/jxqEsM62gc— SpaceX (@SpaceX) June 13, 2022 Næsta skref í þróun geimfarsins er að senda það á braut um jörðu og er vonast til þess að það væri hægt á næstunni. Forsvarsmenn fyrirtækisins vilja einnig fara í mikla uppbyggingu í Texas og gera skotpallinn þar að einum af þeim stærstu í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt Ars Technica. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur gert samning við SpaceX um að lenda geimförum á tunglinu á komandi árum. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Ekki er útlit fyrir að SpaceX muni geta skotið Starship á loft frá Flórída, því forsvarsmenn NASA hafa krafið yfirmenn SpaceX um skýringar á því hvernig hægt væri að tryggja aðra skotpalla við Kennedy-geimmiðstöðina í Flórída, sem eru mikilvægir rekstri Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Reuters sagði frá því í gær að það gæti tekið marga mánuði að ganga frá því máli. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur áður sagt að Starship eigi í raun að vera eins og flugvélar. Hægt verði að stíga um borð í geimfar hér á Íslandi og lenda svo í Japan skömmu seinna. Þar eigi einungis að þurfa að dæla eldsneyti á geimfarið og fljúga því eitthvað annað.
Bandaríkin SpaceX Geimurinn Tækni Tunglið Mars Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira