Ný rammaáætlun risastórt framfaraskref Vilhjálmur Árnason skrifar 16. júní 2022 08:00 Ég er afar stoltur og ánægður að rammaáætlun hafi loks hlotið náð fyrir augum Alþingis. Þetta er fjórða tilraun til afgreiðslu málsins og hefur ekki verið samþykkt heildstæð áætlun síðan í janúar 2013. Þetta er í fjórða sinn sem Alþingi fær rammaáætlun til sín frá fjórum ráðherrum. Hér eru stigin stór framfaraskref í orkumálum og náttúruvernd. Margt hefur breyst í viðhorfum og nálgun síðan tekist var hart á um virkjanakosti fyrir um 20 árum síðan. Loftslagsváin leggur okkur ríkari skyldur á herðar að hraða orkuskiptum og nýta græna orku landsins. Það er alvöru kolefnisjöfnun. Fyrir okkur Íslendinga mun það til dæmis breyta miklu þegar samgöngur verða knúnar áfram með rafmagni í stað þess að flytja inn bensín í sama tilgangi. Þá verðum við einnig sífellt meira ónæm fyrir sveiflum á heimsmarkaðsverði olíu sem mun skila miklu en aðalatriðið er að náttúran og loftslagið græðir mest. Þetta er fyrsta rammaáætlun sem samþykkir vindorkukosti í nýtingarflokk. Það mun skipta miklu að öðlast þá þekkingu og reynslu sem Landsvirkjun fær í gegnum Búrfellslund og mun það auka nýtingu núverandi raforkukerfis og gera það enn öflugra. Samhliða því er gríðarlega mikilvægt að ný lög um rammaáætlun heimila stækkun virkjana sem eykur aflgetu núverandi virkjana. Það gefur enn betri möguleika á samnýtingu vatns-, háhita- og vindorkuvera. Betri orkumiðlun tryggir hámarksnýtingu og því um að ræða enn eitt risaskrefið í átt til framfara. Rammaáætlun heljarmikið púsl Rammaáætlun er í reynd eitt stórt púsl. Heildarmyndin þarf að taka á orkuöflun þjóðarinnar, orkuöryggi og orkumálunum almennt. Þetta snýst líka um öflugt flutningskerfi raforku, nýsköpun í orkuöflun og orkusparnaði, aukinn orkusparnað og aðra orkuöflun eins og smávirkjanir, vind, sólarorku, aukna geymslu raforku, orkustefnu, raforkulög og áfram mætti telja. Nú getum við snúið okkur að næstu skrefum, eins og að laga flutningskerfið, uppfæra áætlanir, endurskoða löggjöfina um rammaáætlun og fá næstu áfanga rammaáætlunar til Alþingis. Allt þetta skiptir máli með græna framtíð í huga. Við höfum ekki efni á að bíða lengur. Ísland leiðandi í lausninni Það er vert að staldra við þá staðreynd að heimsfjölmiðlarnir koma reglulega til Íslands í tengslum við umfjallanir sínar um loftlagsbreytingarnar. Þá er ekki fjallað um Ísland sem hluta af vandanum heldur sem leiðina að lausninni. Þar höfum við margt fram að færa á heimsvísu. Þessu mætti oftar gefa gaum en heimspressan hefur mestan áhuga á að fjalla um tækniframfarir okkar á þessu sviði, s.s. hitaveitu, vatnsafl, jarðhita, Carbfix og fleira. Stærsta hitaveita heims er ekki lengur á Íslandi heldur í Kína. Sú hitaveita var reist fyrir íslenskt hugvit og í samvinnu við okkar besta fólk. Hún kolefnisjafnar meira en allt Ísland gæti gert með því að slökkva á sér. Með samþykkt rammaáætlunar eru stigin, sem fyrr segir, stór og mikilvæg skref í náttúru- og umhverfisvernd. Með þessum skrefum erum við að auka nýtingu raforkukerfisins sem dregur úr þörfinni fyrir nýjar stórar virkjanir. Rammaáætlun er aðferðarfræði til að finna jafnvægi á milli nýtingar og verndunar í sem mestri sátt og það er ferli sem ríkisstjórnin er bæði að þróa áfram og festa í sessi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Ég er afar stoltur og ánægður að rammaáætlun hafi loks hlotið náð fyrir augum Alþingis. Þetta er fjórða tilraun til afgreiðslu málsins og hefur ekki verið samþykkt heildstæð áætlun síðan í janúar 2013. Þetta er í fjórða sinn sem Alþingi fær rammaáætlun til sín frá fjórum ráðherrum. Hér eru stigin stór framfaraskref í orkumálum og náttúruvernd. Margt hefur breyst í viðhorfum og nálgun síðan tekist var hart á um virkjanakosti fyrir um 20 árum síðan. Loftslagsváin leggur okkur ríkari skyldur á herðar að hraða orkuskiptum og nýta græna orku landsins. Það er alvöru kolefnisjöfnun. Fyrir okkur Íslendinga mun það til dæmis breyta miklu þegar samgöngur verða knúnar áfram með rafmagni í stað þess að flytja inn bensín í sama tilgangi. Þá verðum við einnig sífellt meira ónæm fyrir sveiflum á heimsmarkaðsverði olíu sem mun skila miklu en aðalatriðið er að náttúran og loftslagið græðir mest. Þetta er fyrsta rammaáætlun sem samþykkir vindorkukosti í nýtingarflokk. Það mun skipta miklu að öðlast þá þekkingu og reynslu sem Landsvirkjun fær í gegnum Búrfellslund og mun það auka nýtingu núverandi raforkukerfis og gera það enn öflugra. Samhliða því er gríðarlega mikilvægt að ný lög um rammaáætlun heimila stækkun virkjana sem eykur aflgetu núverandi virkjana. Það gefur enn betri möguleika á samnýtingu vatns-, háhita- og vindorkuvera. Betri orkumiðlun tryggir hámarksnýtingu og því um að ræða enn eitt risaskrefið í átt til framfara. Rammaáætlun heljarmikið púsl Rammaáætlun er í reynd eitt stórt púsl. Heildarmyndin þarf að taka á orkuöflun þjóðarinnar, orkuöryggi og orkumálunum almennt. Þetta snýst líka um öflugt flutningskerfi raforku, nýsköpun í orkuöflun og orkusparnaði, aukinn orkusparnað og aðra orkuöflun eins og smávirkjanir, vind, sólarorku, aukna geymslu raforku, orkustefnu, raforkulög og áfram mætti telja. Nú getum við snúið okkur að næstu skrefum, eins og að laga flutningskerfið, uppfæra áætlanir, endurskoða löggjöfina um rammaáætlun og fá næstu áfanga rammaáætlunar til Alþingis. Allt þetta skiptir máli með græna framtíð í huga. Við höfum ekki efni á að bíða lengur. Ísland leiðandi í lausninni Það er vert að staldra við þá staðreynd að heimsfjölmiðlarnir koma reglulega til Íslands í tengslum við umfjallanir sínar um loftlagsbreytingarnar. Þá er ekki fjallað um Ísland sem hluta af vandanum heldur sem leiðina að lausninni. Þar höfum við margt fram að færa á heimsvísu. Þessu mætti oftar gefa gaum en heimspressan hefur mestan áhuga á að fjalla um tækniframfarir okkar á þessu sviði, s.s. hitaveitu, vatnsafl, jarðhita, Carbfix og fleira. Stærsta hitaveita heims er ekki lengur á Íslandi heldur í Kína. Sú hitaveita var reist fyrir íslenskt hugvit og í samvinnu við okkar besta fólk. Hún kolefnisjafnar meira en allt Ísland gæti gert með því að slökkva á sér. Með samþykkt rammaáætlunar eru stigin, sem fyrr segir, stór og mikilvæg skref í náttúru- og umhverfisvernd. Með þessum skrefum erum við að auka nýtingu raforkukerfisins sem dregur úr þörfinni fyrir nýjar stórar virkjanir. Rammaáætlun er aðferðarfræði til að finna jafnvægi á milli nýtingar og verndunar í sem mestri sátt og það er ferli sem ríkisstjórnin er bæði að þróa áfram og festa í sessi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun