Ný rammaáætlun risastórt framfaraskref Vilhjálmur Árnason skrifar 16. júní 2022 08:00 Ég er afar stoltur og ánægður að rammaáætlun hafi loks hlotið náð fyrir augum Alþingis. Þetta er fjórða tilraun til afgreiðslu málsins og hefur ekki verið samþykkt heildstæð áætlun síðan í janúar 2013. Þetta er í fjórða sinn sem Alþingi fær rammaáætlun til sín frá fjórum ráðherrum. Hér eru stigin stór framfaraskref í orkumálum og náttúruvernd. Margt hefur breyst í viðhorfum og nálgun síðan tekist var hart á um virkjanakosti fyrir um 20 árum síðan. Loftslagsváin leggur okkur ríkari skyldur á herðar að hraða orkuskiptum og nýta græna orku landsins. Það er alvöru kolefnisjöfnun. Fyrir okkur Íslendinga mun það til dæmis breyta miklu þegar samgöngur verða knúnar áfram með rafmagni í stað þess að flytja inn bensín í sama tilgangi. Þá verðum við einnig sífellt meira ónæm fyrir sveiflum á heimsmarkaðsverði olíu sem mun skila miklu en aðalatriðið er að náttúran og loftslagið græðir mest. Þetta er fyrsta rammaáætlun sem samþykkir vindorkukosti í nýtingarflokk. Það mun skipta miklu að öðlast þá þekkingu og reynslu sem Landsvirkjun fær í gegnum Búrfellslund og mun það auka nýtingu núverandi raforkukerfis og gera það enn öflugra. Samhliða því er gríðarlega mikilvægt að ný lög um rammaáætlun heimila stækkun virkjana sem eykur aflgetu núverandi virkjana. Það gefur enn betri möguleika á samnýtingu vatns-, háhita- og vindorkuvera. Betri orkumiðlun tryggir hámarksnýtingu og því um að ræða enn eitt risaskrefið í átt til framfara. Rammaáætlun heljarmikið púsl Rammaáætlun er í reynd eitt stórt púsl. Heildarmyndin þarf að taka á orkuöflun þjóðarinnar, orkuöryggi og orkumálunum almennt. Þetta snýst líka um öflugt flutningskerfi raforku, nýsköpun í orkuöflun og orkusparnaði, aukinn orkusparnað og aðra orkuöflun eins og smávirkjanir, vind, sólarorku, aukna geymslu raforku, orkustefnu, raforkulög og áfram mætti telja. Nú getum við snúið okkur að næstu skrefum, eins og að laga flutningskerfið, uppfæra áætlanir, endurskoða löggjöfina um rammaáætlun og fá næstu áfanga rammaáætlunar til Alþingis. Allt þetta skiptir máli með græna framtíð í huga. Við höfum ekki efni á að bíða lengur. Ísland leiðandi í lausninni Það er vert að staldra við þá staðreynd að heimsfjölmiðlarnir koma reglulega til Íslands í tengslum við umfjallanir sínar um loftlagsbreytingarnar. Þá er ekki fjallað um Ísland sem hluta af vandanum heldur sem leiðina að lausninni. Þar höfum við margt fram að færa á heimsvísu. Þessu mætti oftar gefa gaum en heimspressan hefur mestan áhuga á að fjalla um tækniframfarir okkar á þessu sviði, s.s. hitaveitu, vatnsafl, jarðhita, Carbfix og fleira. Stærsta hitaveita heims er ekki lengur á Íslandi heldur í Kína. Sú hitaveita var reist fyrir íslenskt hugvit og í samvinnu við okkar besta fólk. Hún kolefnisjafnar meira en allt Ísland gæti gert með því að slökkva á sér. Með samþykkt rammaáætlunar eru stigin, sem fyrr segir, stór og mikilvæg skref í náttúru- og umhverfisvernd. Með þessum skrefum erum við að auka nýtingu raforkukerfisins sem dregur úr þörfinni fyrir nýjar stórar virkjanir. Rammaáætlun er aðferðarfræði til að finna jafnvægi á milli nýtingar og verndunar í sem mestri sátt og það er ferli sem ríkisstjórnin er bæði að þróa áfram og festa í sessi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Ég er afar stoltur og ánægður að rammaáætlun hafi loks hlotið náð fyrir augum Alþingis. Þetta er fjórða tilraun til afgreiðslu málsins og hefur ekki verið samþykkt heildstæð áætlun síðan í janúar 2013. Þetta er í fjórða sinn sem Alþingi fær rammaáætlun til sín frá fjórum ráðherrum. Hér eru stigin stór framfaraskref í orkumálum og náttúruvernd. Margt hefur breyst í viðhorfum og nálgun síðan tekist var hart á um virkjanakosti fyrir um 20 árum síðan. Loftslagsváin leggur okkur ríkari skyldur á herðar að hraða orkuskiptum og nýta græna orku landsins. Það er alvöru kolefnisjöfnun. Fyrir okkur Íslendinga mun það til dæmis breyta miklu þegar samgöngur verða knúnar áfram með rafmagni í stað þess að flytja inn bensín í sama tilgangi. Þá verðum við einnig sífellt meira ónæm fyrir sveiflum á heimsmarkaðsverði olíu sem mun skila miklu en aðalatriðið er að náttúran og loftslagið græðir mest. Þetta er fyrsta rammaáætlun sem samþykkir vindorkukosti í nýtingarflokk. Það mun skipta miklu að öðlast þá þekkingu og reynslu sem Landsvirkjun fær í gegnum Búrfellslund og mun það auka nýtingu núverandi raforkukerfis og gera það enn öflugra. Samhliða því er gríðarlega mikilvægt að ný lög um rammaáætlun heimila stækkun virkjana sem eykur aflgetu núverandi virkjana. Það gefur enn betri möguleika á samnýtingu vatns-, háhita- og vindorkuvera. Betri orkumiðlun tryggir hámarksnýtingu og því um að ræða enn eitt risaskrefið í átt til framfara. Rammaáætlun heljarmikið púsl Rammaáætlun er í reynd eitt stórt púsl. Heildarmyndin þarf að taka á orkuöflun þjóðarinnar, orkuöryggi og orkumálunum almennt. Þetta snýst líka um öflugt flutningskerfi raforku, nýsköpun í orkuöflun og orkusparnaði, aukinn orkusparnað og aðra orkuöflun eins og smávirkjanir, vind, sólarorku, aukna geymslu raforku, orkustefnu, raforkulög og áfram mætti telja. Nú getum við snúið okkur að næstu skrefum, eins og að laga flutningskerfið, uppfæra áætlanir, endurskoða löggjöfina um rammaáætlun og fá næstu áfanga rammaáætlunar til Alþingis. Allt þetta skiptir máli með græna framtíð í huga. Við höfum ekki efni á að bíða lengur. Ísland leiðandi í lausninni Það er vert að staldra við þá staðreynd að heimsfjölmiðlarnir koma reglulega til Íslands í tengslum við umfjallanir sínar um loftlagsbreytingarnar. Þá er ekki fjallað um Ísland sem hluta af vandanum heldur sem leiðina að lausninni. Þar höfum við margt fram að færa á heimsvísu. Þessu mætti oftar gefa gaum en heimspressan hefur mestan áhuga á að fjalla um tækniframfarir okkar á þessu sviði, s.s. hitaveitu, vatnsafl, jarðhita, Carbfix og fleira. Stærsta hitaveita heims er ekki lengur á Íslandi heldur í Kína. Sú hitaveita var reist fyrir íslenskt hugvit og í samvinnu við okkar besta fólk. Hún kolefnisjafnar meira en allt Ísland gæti gert með því að slökkva á sér. Með samþykkt rammaáætlunar eru stigin, sem fyrr segir, stór og mikilvæg skref í náttúru- og umhverfisvernd. Með þessum skrefum erum við að auka nýtingu raforkukerfisins sem dregur úr þörfinni fyrir nýjar stórar virkjanir. Rammaáætlun er aðferðarfræði til að finna jafnvægi á milli nýtingar og verndunar í sem mestri sátt og það er ferli sem ríkisstjórnin er bæði að þróa áfram og festa í sessi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun