Óvanalegt að formenn stjórnmálaflokka komi og fari án átaka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júní 2022 19:32 Eiríkur segir Loga hafa átt farsælan feril sem formaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki koma á óvart að Logi Einarsson ætli sér að hætta sem formaður Samfylkingarinnar í haust. Hann telur að Dagur B. Eggertsson og Kristrún Frostadóttir hafi bæði burði til þess að taka við formennsku í flokknum. Logi tilkynnti um að hann myndi láta af embætti formanns Samfylkingarinnar í forsíðuviðtali við Fréttablaðið í dag. Þar segist hann stíga sáttur frá borði, eftir sex ára formannstíð. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir tíðindin ekki óvænt, en Logi tók við formennsku af Oddnýju G. Harðardóttur, sem sagði af sér eftir þingkosningarnar 2016, þegar Samfylkingin fékk aðeins þrjá þingmenn. „Logi er auðvitað formaður sem tekur við þessum flokki við frekar óvanalegar aðstæður. Það má segja að hann hafi fengið flokkinn í fangið eftir að flokkurinn hafði goldið algjört afhroð. Fram að því var nú ekkert í sjálfu sér sem benti til þess að hann hefði einhvern sérstakan metnað til þess að verða formaður,“ segir Eiríkur. Engu að síður megi líta svo á að formannstíð Loga hafi verið farsæl. Flokkurinn hafi vaxið í höndum hans en niðurstöður síðustu þingkosninga hafi þó ekki verið í samræmi við væntingar sumra innan flokksins. Frá þeim tíma hafi mátt ímynda sér að Logi hugsaði sér til hreyfings. Logi hefur verið formaður Samfylkingarinnar síðan 2016. Kom og fór án átaka Hvað merkilegast við formannsferil Loga sé þó upphaf hans, sem og endir. „Hann verður formaður í Samfylkingunni átakalaust og hann hverfur svo á braut úr formannsstóli, líka átakalaust. Þetta er nú bara mjög sjaldgæft.“ Í viðtalinu við Fréttablaðið sagði Logi að flokkurinn þurfi nú á nýjum formanni að halda, sem er öðruvísi en hann sjálfur. Eiríkur segir ómögulegt að segja til um hver innan flokksins hafi metnað til að sækjast eftir formennsku á landsfundi í haust. Maður hefur heyrt nöfnum Dags B. Eggertssonar og Kristrúnar Frostadóttur fleytt fram. Heldurðu að þetta sé fólk sem hefur stöðu til þess að leiða flokkinn inn í nýtt skeið? „Já ég hugsa að þau hafi bæði góða stöðu til þess. Dagur B. Eggertsson er auðvitað búinn að vera farsæll leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, borgarstjóri til langs tíma. Sumir gætu jafnvel sagt að hann hafi verið áhrifamesti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar frá upphafi,“ segir Eiríkur. Ógerningur sé þó að segja til um hversu lengi Dagur ætli sér að halda áfram í stjórnmálum. „Kristrún Frostadóttir er augljóslega einstaklega öflugur stjórnmálamaður. Kemur fram af ofboðslega miklum krafti og talar um efnahagsmál með hætti sem aðrir úr röðum flokksins höfðu kannski ekki jafn sterka stöðu til að gera. En hún er hins vegar, til þess að gera, nýgræðingur í stjórnmálum. Það hlýtur að vera spurning hjá henni, hvort hún vilji taka stökkið og láta slag standa, eða bíða. Aftur veit maður ekkert um það, því það er bara persónuleg ákvörðun hvers og eins.“ Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira
Logi tilkynnti um að hann myndi láta af embætti formanns Samfylkingarinnar í forsíðuviðtali við Fréttablaðið í dag. Þar segist hann stíga sáttur frá borði, eftir sex ára formannstíð. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir tíðindin ekki óvænt, en Logi tók við formennsku af Oddnýju G. Harðardóttur, sem sagði af sér eftir þingkosningarnar 2016, þegar Samfylkingin fékk aðeins þrjá þingmenn. „Logi er auðvitað formaður sem tekur við þessum flokki við frekar óvanalegar aðstæður. Það má segja að hann hafi fengið flokkinn í fangið eftir að flokkurinn hafði goldið algjört afhroð. Fram að því var nú ekkert í sjálfu sér sem benti til þess að hann hefði einhvern sérstakan metnað til þess að verða formaður,“ segir Eiríkur. Engu að síður megi líta svo á að formannstíð Loga hafi verið farsæl. Flokkurinn hafi vaxið í höndum hans en niðurstöður síðustu þingkosninga hafi þó ekki verið í samræmi við væntingar sumra innan flokksins. Frá þeim tíma hafi mátt ímynda sér að Logi hugsaði sér til hreyfings. Logi hefur verið formaður Samfylkingarinnar síðan 2016. Kom og fór án átaka Hvað merkilegast við formannsferil Loga sé þó upphaf hans, sem og endir. „Hann verður formaður í Samfylkingunni átakalaust og hann hverfur svo á braut úr formannsstóli, líka átakalaust. Þetta er nú bara mjög sjaldgæft.“ Í viðtalinu við Fréttablaðið sagði Logi að flokkurinn þurfi nú á nýjum formanni að halda, sem er öðruvísi en hann sjálfur. Eiríkur segir ómögulegt að segja til um hver innan flokksins hafi metnað til að sækjast eftir formennsku á landsfundi í haust. Maður hefur heyrt nöfnum Dags B. Eggertssonar og Kristrúnar Frostadóttur fleytt fram. Heldurðu að þetta sé fólk sem hefur stöðu til þess að leiða flokkinn inn í nýtt skeið? „Já ég hugsa að þau hafi bæði góða stöðu til þess. Dagur B. Eggertsson er auðvitað búinn að vera farsæll leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, borgarstjóri til langs tíma. Sumir gætu jafnvel sagt að hann hafi verið áhrifamesti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar frá upphafi,“ segir Eiríkur. Ógerningur sé þó að segja til um hversu lengi Dagur ætli sér að halda áfram í stjórnmálum. „Kristrún Frostadóttir er augljóslega einstaklega öflugur stjórnmálamaður. Kemur fram af ofboðslega miklum krafti og talar um efnahagsmál með hætti sem aðrir úr röðum flokksins höfðu kannski ekki jafn sterka stöðu til að gera. En hún er hins vegar, til þess að gera, nýgræðingur í stjórnmálum. Það hlýtur að vera spurning hjá henni, hvort hún vilji taka stökkið og láta slag standa, eða bíða. Aftur veit maður ekkert um það, því það er bara persónuleg ákvörðun hvers og eins.“
Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira