Óvanalegt að formenn stjórnmálaflokka komi og fari án átaka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júní 2022 19:32 Eiríkur segir Loga hafa átt farsælan feril sem formaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki koma á óvart að Logi Einarsson ætli sér að hætta sem formaður Samfylkingarinnar í haust. Hann telur að Dagur B. Eggertsson og Kristrún Frostadóttir hafi bæði burði til þess að taka við formennsku í flokknum. Logi tilkynnti um að hann myndi láta af embætti formanns Samfylkingarinnar í forsíðuviðtali við Fréttablaðið í dag. Þar segist hann stíga sáttur frá borði, eftir sex ára formannstíð. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir tíðindin ekki óvænt, en Logi tók við formennsku af Oddnýju G. Harðardóttur, sem sagði af sér eftir þingkosningarnar 2016, þegar Samfylkingin fékk aðeins þrjá þingmenn. „Logi er auðvitað formaður sem tekur við þessum flokki við frekar óvanalegar aðstæður. Það má segja að hann hafi fengið flokkinn í fangið eftir að flokkurinn hafði goldið algjört afhroð. Fram að því var nú ekkert í sjálfu sér sem benti til þess að hann hefði einhvern sérstakan metnað til þess að verða formaður,“ segir Eiríkur. Engu að síður megi líta svo á að formannstíð Loga hafi verið farsæl. Flokkurinn hafi vaxið í höndum hans en niðurstöður síðustu þingkosninga hafi þó ekki verið í samræmi við væntingar sumra innan flokksins. Frá þeim tíma hafi mátt ímynda sér að Logi hugsaði sér til hreyfings. Logi hefur verið formaður Samfylkingarinnar síðan 2016. Kom og fór án átaka Hvað merkilegast við formannsferil Loga sé þó upphaf hans, sem og endir. „Hann verður formaður í Samfylkingunni átakalaust og hann hverfur svo á braut úr formannsstóli, líka átakalaust. Þetta er nú bara mjög sjaldgæft.“ Í viðtalinu við Fréttablaðið sagði Logi að flokkurinn þurfi nú á nýjum formanni að halda, sem er öðruvísi en hann sjálfur. Eiríkur segir ómögulegt að segja til um hver innan flokksins hafi metnað til að sækjast eftir formennsku á landsfundi í haust. Maður hefur heyrt nöfnum Dags B. Eggertssonar og Kristrúnar Frostadóttur fleytt fram. Heldurðu að þetta sé fólk sem hefur stöðu til þess að leiða flokkinn inn í nýtt skeið? „Já ég hugsa að þau hafi bæði góða stöðu til þess. Dagur B. Eggertsson er auðvitað búinn að vera farsæll leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, borgarstjóri til langs tíma. Sumir gætu jafnvel sagt að hann hafi verið áhrifamesti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar frá upphafi,“ segir Eiríkur. Ógerningur sé þó að segja til um hversu lengi Dagur ætli sér að halda áfram í stjórnmálum. „Kristrún Frostadóttir er augljóslega einstaklega öflugur stjórnmálamaður. Kemur fram af ofboðslega miklum krafti og talar um efnahagsmál með hætti sem aðrir úr röðum flokksins höfðu kannski ekki jafn sterka stöðu til að gera. En hún er hins vegar, til þess að gera, nýgræðingur í stjórnmálum. Það hlýtur að vera spurning hjá henni, hvort hún vilji taka stökkið og láta slag standa, eða bíða. Aftur veit maður ekkert um það, því það er bara persónuleg ákvörðun hvers og eins.“ Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Logi tilkynnti um að hann myndi láta af embætti formanns Samfylkingarinnar í forsíðuviðtali við Fréttablaðið í dag. Þar segist hann stíga sáttur frá borði, eftir sex ára formannstíð. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir tíðindin ekki óvænt, en Logi tók við formennsku af Oddnýju G. Harðardóttur, sem sagði af sér eftir þingkosningarnar 2016, þegar Samfylkingin fékk aðeins þrjá þingmenn. „Logi er auðvitað formaður sem tekur við þessum flokki við frekar óvanalegar aðstæður. Það má segja að hann hafi fengið flokkinn í fangið eftir að flokkurinn hafði goldið algjört afhroð. Fram að því var nú ekkert í sjálfu sér sem benti til þess að hann hefði einhvern sérstakan metnað til þess að verða formaður,“ segir Eiríkur. Engu að síður megi líta svo á að formannstíð Loga hafi verið farsæl. Flokkurinn hafi vaxið í höndum hans en niðurstöður síðustu þingkosninga hafi þó ekki verið í samræmi við væntingar sumra innan flokksins. Frá þeim tíma hafi mátt ímynda sér að Logi hugsaði sér til hreyfings. Logi hefur verið formaður Samfylkingarinnar síðan 2016. Kom og fór án átaka Hvað merkilegast við formannsferil Loga sé þó upphaf hans, sem og endir. „Hann verður formaður í Samfylkingunni átakalaust og hann hverfur svo á braut úr formannsstóli, líka átakalaust. Þetta er nú bara mjög sjaldgæft.“ Í viðtalinu við Fréttablaðið sagði Logi að flokkurinn þurfi nú á nýjum formanni að halda, sem er öðruvísi en hann sjálfur. Eiríkur segir ómögulegt að segja til um hver innan flokksins hafi metnað til að sækjast eftir formennsku á landsfundi í haust. Maður hefur heyrt nöfnum Dags B. Eggertssonar og Kristrúnar Frostadóttur fleytt fram. Heldurðu að þetta sé fólk sem hefur stöðu til þess að leiða flokkinn inn í nýtt skeið? „Já ég hugsa að þau hafi bæði góða stöðu til þess. Dagur B. Eggertsson er auðvitað búinn að vera farsæll leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, borgarstjóri til langs tíma. Sumir gætu jafnvel sagt að hann hafi verið áhrifamesti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar frá upphafi,“ segir Eiríkur. Ógerningur sé þó að segja til um hversu lengi Dagur ætli sér að halda áfram í stjórnmálum. „Kristrún Frostadóttir er augljóslega einstaklega öflugur stjórnmálamaður. Kemur fram af ofboðslega miklum krafti og talar um efnahagsmál með hætti sem aðrir úr röðum flokksins höfðu kannski ekki jafn sterka stöðu til að gera. En hún er hins vegar, til þess að gera, nýgræðingur í stjórnmálum. Það hlýtur að vera spurning hjá henni, hvort hún vilji taka stökkið og láta slag standa, eða bíða. Aftur veit maður ekkert um það, því það er bara persónuleg ákvörðun hvers og eins.“
Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira