Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttirnar í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttirnar í kvöld. Vísir

Sérsveit Ríkislögreglustjóra vopnaðist margfalt oftar á síðasta ári vegna skotvopna en fimm árum áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir vísbendingar um að fólk hiki síður við að beita skotvopnum á almannafæri.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við verðum einnig í beinni útsendingu frá Hvalfirðinum þar sem verið er að gera allt klárt fyrir hvalskurð enda hvalveiðar hafnar á ný í fyrsta sinn í fjögur ár. 

Þá kynnum við okkur skipulagsbreytingar á miðborginni, könnum hvar heitasta heita pott höfuðborgarsvæðisins er að finna og verðum í beinni útsendingu frá kóræfingu með spænskum kór – sem æfir upp íslensk lög fyrir tónleika.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×