Það er Daily Mail sem hefur þetta eftir Sky Sports Italia, en Ziech gekk í raðir Chelsea árið 2020 þegar Frank Lampard var við stjórnvölin.
Þessi 29 ára kantmaður hefur lengi verið undir smásjánni hjá AC Milan. Félagið telur líkur sínar á að landa Ziyech hafa aukist til muna í sumar.
Ziyech er samningsbundinn Chelsea til ársins 2025, en dvöl hans hjá Lundúnaliðinu gæti orðið styttri en vonast var eftir. Heimildarmenn Sky Sports Italia segja að umboðsmaður leikmannsins hafi nú þegar haft samband við forráðamenn AC Milan.
Hakim Ziyech's agents have already had direct talks with AC Milan board. Ziyech would be happy to join Milan - been told Chelsea and Tuchel are open to let him go if right conditions are guaranteed. 🔴🇲🇦 #CFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 25, 2022
Ziyech's on AC Milan list since long time - talks will continue soon. pic.twitter.com/CfpEtVjSsx
Ziyech hefur leikið 83 leiki fyrir Chelsea og skoraði í þeim 14 mörk síðan hann gekk í raðir félagsins frá Ajax árið 2020. Lundúnaliðið keypti leikmanninn á 33 milljónir punda og vilja ekki selja hann á minni pening en það.
Þá er einnig talið að Chelsea vilji helst að Ziyech fari frá félaginu á lánssamningi sem felur í sér möguleikan á kaupum.