Í tilefni fratfréttar helgarblaðs Fréttablaðsins um ársreikninga sveitarfélaga 2021 Tómas Ellert Tómasson skrifar 27. júní 2022 08:30 Við lestur helgarblaðs Fréttablaðsins rak mig í rogastans við að rekast á fratfrétt um ársreikninga sveitarfélaga 2021 með fyrirsögninni „Tap Árborgar það mesta á hvern íbúa“. Blaðamaðurinn sem ritaði greinina ætlaði sér líklegast að fá flest „klikk“ allra á fréttastofunni um helgina en klikkaði á því í fréttaflutningi sínum að fylgja nokkrum grundvallaratriðum vandaðrar fréttamennsku og upplýsingagjafar til lesenda blaðsins. Vont var svo að sjá annan tveggja nýrra bæjarstjóra í Svf. Árborg kokgleypa gagnrýnislaust og samsinna framsetningu blaðamannsins á umfjöllunarefninu. Klikkin tvö Þau tvö klikk blaðamannsins sem hvað mest áberandi eru í fréttinni varða í fyrsta lagi þá íbúafjöldatölu sem notuð er sem deilitala í mælieiningunni „hagnaður/tap síðasta árs í þúsundum króna á hvern íbúa“ og í öðru lagi að ekki hafi verið minnst á í fréttinni hvernig að einskiptiskostnaður vegna breyttra reikniaðferða tryggingafræðinga á framtíðar-lífeyrisskuldbindingum hafði mismunandi áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga landsins. Í fyrra klikkinu notast blaðamaður við íbúafjölda sveitarfélaga í lok árs 2020 sem deilitölu, sem er kolrangt. Rétt er að nota sem deilitölu, íbúafjölda sveitarfélaga í lok árs 2021. Í seinna klikkinu nefnir blaðamaður svo ekki og tekur ekki tillit til einskiptisaðgerðarinnar sem sveitarfélögin voru skylduð til að framkvæma vegna breytinga á forsendum regluverks varðandi útreikning á lífeyrisskuldbindingum. Forsendubreytingarnar tóku gildi þann 22. desember 2021, þegar að fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti tillögur félags íslenskra tryggingafræðinga um breytingu á svonefndum eftirlifendatöflum sem þannig breyttust að framvegis munu töflurnar byggja á spám um þróun dánartíðni í stað raundánartíðni undanfarinna ára. Þessi aðferðarfræði felur í sér verulega breytingu og hefur í för með sér lækkun dánartíðni í öllum aldursflokkum. Áætluð áhrif af þessari breytingu voru metin sem hækkun á heildar lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaga um 5%. Áhrifin á rekstrarreikninga sveitarfélaganna í kjölfarið urðu í mörgum tilfellum vel sýnileg. Útgjaldaaukning vegna þessarar reiknuðu stærðar á rekstrarhlið ársreikninga sveitarfélaganna jukust um allt að 12%, sum staðar varð lítil sem engin breyting. Í tilfelli Svf. Árborgar hækkuðu útgjöldin óvænt um 5% og leiddi þessi einskiptisaðgerð til hækkunar lífeyrisskuldbindinga um 418 milljónir sem urðu þannig 583 milljónir króna í stað áætlunar upp á 165 milljónir króna. Höfðu verið 50 milljónir árið á undan. Niðurstaða ársreiknings var því sú að reiknað tap sveitarsjóðs með þessum forsendubreytingum (A-hluta) varð 2,1 milljarðar í stað 1,6 milljarða og tap samstæðunnar (A+B-hluta) varð 1,8 milljarðar í stað 1,3 milljarða. Íbúafjöldi Svf. Árborgar 1. janúar 2022 var 10.834 og ef ekki hefði komið til þessara forsendubreytinga að þá hefði tap A-hluta verið 149 þkr. per íbúa en ekki 205 þkr. á íbúa eins og segir í fratfréttinni. Slæmt tap, en rekstrartapið ber ekki höfuð og herðar yfir rekstrartap annarra sveitarfélaga eins og segir í fréttinni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Neðanmálsskýring: Hvað er lífeyrissskuldbinding? Lífeyrisskuldbinding myndast þegar sveitarfélag gerir samning við starfsmann um lífeyrisréttindi sem eru umfram þær greiðslur sem sveitarfélagið innir af hendi á hverjum tíma, sem sagt einhvern tímann í framtíðinni. Lífeyrisskuldbindingin breytist svo meðal annars: við að starfsmaður vinnur sér inn aukin réttindi; við að viðmiðunarlaun breytast umfram verðlagsbreytingar; eftir aldri starfsmanns; þegar greitt er af skuldbindingunni og þegar það verða breytingar á lífslíkum starfsmannsins samkvæmt útreikningum tryggingafræðinga auk eftirlifenda hans. Tengd skjöl Hækkun_lífeyrisskuldbindinga_2021PDF48KBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Við lestur helgarblaðs Fréttablaðsins rak mig í rogastans við að rekast á fratfrétt um ársreikninga sveitarfélaga 2021 með fyrirsögninni „Tap Árborgar það mesta á hvern íbúa“. Blaðamaðurinn sem ritaði greinina ætlaði sér líklegast að fá flest „klikk“ allra á fréttastofunni um helgina en klikkaði á því í fréttaflutningi sínum að fylgja nokkrum grundvallaratriðum vandaðrar fréttamennsku og upplýsingagjafar til lesenda blaðsins. Vont var svo að sjá annan tveggja nýrra bæjarstjóra í Svf. Árborg kokgleypa gagnrýnislaust og samsinna framsetningu blaðamannsins á umfjöllunarefninu. Klikkin tvö Þau tvö klikk blaðamannsins sem hvað mest áberandi eru í fréttinni varða í fyrsta lagi þá íbúafjöldatölu sem notuð er sem deilitala í mælieiningunni „hagnaður/tap síðasta árs í þúsundum króna á hvern íbúa“ og í öðru lagi að ekki hafi verið minnst á í fréttinni hvernig að einskiptiskostnaður vegna breyttra reikniaðferða tryggingafræðinga á framtíðar-lífeyrisskuldbindingum hafði mismunandi áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga landsins. Í fyrra klikkinu notast blaðamaður við íbúafjölda sveitarfélaga í lok árs 2020 sem deilitölu, sem er kolrangt. Rétt er að nota sem deilitölu, íbúafjölda sveitarfélaga í lok árs 2021. Í seinna klikkinu nefnir blaðamaður svo ekki og tekur ekki tillit til einskiptisaðgerðarinnar sem sveitarfélögin voru skylduð til að framkvæma vegna breytinga á forsendum regluverks varðandi útreikning á lífeyrisskuldbindingum. Forsendubreytingarnar tóku gildi þann 22. desember 2021, þegar að fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti tillögur félags íslenskra tryggingafræðinga um breytingu á svonefndum eftirlifendatöflum sem þannig breyttust að framvegis munu töflurnar byggja á spám um þróun dánartíðni í stað raundánartíðni undanfarinna ára. Þessi aðferðarfræði felur í sér verulega breytingu og hefur í för með sér lækkun dánartíðni í öllum aldursflokkum. Áætluð áhrif af þessari breytingu voru metin sem hækkun á heildar lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaga um 5%. Áhrifin á rekstrarreikninga sveitarfélaganna í kjölfarið urðu í mörgum tilfellum vel sýnileg. Útgjaldaaukning vegna þessarar reiknuðu stærðar á rekstrarhlið ársreikninga sveitarfélaganna jukust um allt að 12%, sum staðar varð lítil sem engin breyting. Í tilfelli Svf. Árborgar hækkuðu útgjöldin óvænt um 5% og leiddi þessi einskiptisaðgerð til hækkunar lífeyrisskuldbindinga um 418 milljónir sem urðu þannig 583 milljónir króna í stað áætlunar upp á 165 milljónir króna. Höfðu verið 50 milljónir árið á undan. Niðurstaða ársreiknings var því sú að reiknað tap sveitarsjóðs með þessum forsendubreytingum (A-hluta) varð 2,1 milljarðar í stað 1,6 milljarða og tap samstæðunnar (A+B-hluta) varð 1,8 milljarðar í stað 1,3 milljarða. Íbúafjöldi Svf. Árborgar 1. janúar 2022 var 10.834 og ef ekki hefði komið til þessara forsendubreytinga að þá hefði tap A-hluta verið 149 þkr. per íbúa en ekki 205 þkr. á íbúa eins og segir í fratfréttinni. Slæmt tap, en rekstrartapið ber ekki höfuð og herðar yfir rekstrartap annarra sveitarfélaga eins og segir í fréttinni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Neðanmálsskýring: Hvað er lífeyrissskuldbinding? Lífeyrisskuldbinding myndast þegar sveitarfélag gerir samning við starfsmann um lífeyrisréttindi sem eru umfram þær greiðslur sem sveitarfélagið innir af hendi á hverjum tíma, sem sagt einhvern tímann í framtíðinni. Lífeyrisskuldbindingin breytist svo meðal annars: við að starfsmaður vinnur sér inn aukin réttindi; við að viðmiðunarlaun breytast umfram verðlagsbreytingar; eftir aldri starfsmanns; þegar greitt er af skuldbindingunni og þegar það verða breytingar á lífslíkum starfsmannsins samkvæmt útreikningum tryggingafræðinga auk eftirlifenda hans. Tengd skjöl Hækkun_lífeyrisskuldbindinga_2021PDF48KBSækja skjal
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun