Fabrizio Romano segir frá því á samfélagsmiðlum sínum að læknisskoðun Gabriel Jesus hafi gengið vel í London.
Arsenal mun borga Manchester City 45 milljónir punda fyrir brasilíska framherjann og Jesus skrifar undir samning til ársins 2027.
Framherjarnir Alexandre Lacazette og hafa yfirgefið Arsenal á síðustu mánuðum og því þurfti Mikel Arteta að finna nýjan sóknarmann.
Hann fann hann í gömlum lærisvein því Arteta var áður aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City.
Gabriel Jesus er 25 ára og hefur spilað með City frá árinu 2017. Hann skoraði 58 mörk í 159 leikjum í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðið þar af 8 mörk í 28 leikjum á síðustu leiktíð.
Medical successfully completed for Gabriel Jesus in London today as expected, he s new Arsenal player until June 2027. It s all signed and completed between clubs too. #AFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 28, 2022
Official statement pending - Gabriel joins for £45m fee from Man City.