Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2022 13:19 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist með þegar Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO bendir Joe Biden forseta Bandaríkjanna á hvar hann eigi að standa í hópmyndatöku í morgun. AP/Bernat Armangue Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. Leiðtogafundur NATO í Madrid er þegar orðinn sögulegur eftir að Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild Finna og Svía að bandalaginu í gær. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO reiknar með að endanlega verði gengið frá formlegu boði til Svía og Finna um aðild að bandalaginu á fundinum í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO mundar hamarinn og setur fund leiðtogana í Madrid í morgun.AP/Susan Walsh „Það er fordæmalaus hraði. Ég tel erfitt að finna aðildarferli þar sem svo fáar vikur líða milli umsókna, sem lagðar voru fram í maí, og boðs um aðild sem gerist núna. Síðan þurfa auðvitað þrjátíu þjóðþing að staðfesta aðildina og það tekur alltaf einhvern tíma. En ég vænti þess að það gangi einnig mjög hratt fyrir sig,“ sagði Stoltenberg í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir leiðtogafundinn ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún segir Ísland hafa stutt aðildarumsókn Finna og Svía skilyrðislaust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir til leiðtogafundar NATO í Madrid í morgun.AP/Paul White „Þannig að sjálfsögðu fögnum við þessu. En um leið höfum við sagt að okkur finnist það ekki rétta leiðin af Tyrklandi að setja skilyrði um óskyld mál við inngöngu þessara þjóða í bandalagið,“ segir Katrín. Svíar og Finnar væru sterkar lýðræðisþjóðir með sterka félagslega innviði. „Ísland er því augljóslega ánægt að fá þessi tvö ríki í bandalagið. Það mun styrkja rödd Norðurlanda innan bandalagsins. Norðurlöndin deila með sér sterkum lýðræðislegum gildum, mannréttindum og félagslegum innviðum,“ segir Katrín. Stoltenberg segir að á fundinum verði samþykktar mestu breytingar á stefnu bandalagsins frá lokum kalda stríðsins með fjölgun í viðbragðssveitum og staðsetningu þungavopna í austurhluta bandalagsins. Þá verði kynntar auknar stuðningsaðgerðir við Úkraínu. NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50 Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. 28. júní 2022 13:55 Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Leiðtogafundur NATO í Madrid er þegar orðinn sögulegur eftir að Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild Finna og Svía að bandalaginu í gær. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO reiknar með að endanlega verði gengið frá formlegu boði til Svía og Finna um aðild að bandalaginu á fundinum í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO mundar hamarinn og setur fund leiðtogana í Madrid í morgun.AP/Susan Walsh „Það er fordæmalaus hraði. Ég tel erfitt að finna aðildarferli þar sem svo fáar vikur líða milli umsókna, sem lagðar voru fram í maí, og boðs um aðild sem gerist núna. Síðan þurfa auðvitað þrjátíu þjóðþing að staðfesta aðildina og það tekur alltaf einhvern tíma. En ég vænti þess að það gangi einnig mjög hratt fyrir sig,“ sagði Stoltenberg í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir leiðtogafundinn ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún segir Ísland hafa stutt aðildarumsókn Finna og Svía skilyrðislaust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir til leiðtogafundar NATO í Madrid í morgun.AP/Paul White „Þannig að sjálfsögðu fögnum við þessu. En um leið höfum við sagt að okkur finnist það ekki rétta leiðin af Tyrklandi að setja skilyrði um óskyld mál við inngöngu þessara þjóða í bandalagið,“ segir Katrín. Svíar og Finnar væru sterkar lýðræðisþjóðir með sterka félagslega innviði. „Ísland er því augljóslega ánægt að fá þessi tvö ríki í bandalagið. Það mun styrkja rödd Norðurlanda innan bandalagsins. Norðurlöndin deila með sér sterkum lýðræðislegum gildum, mannréttindum og félagslegum innviðum,“ segir Katrín. Stoltenberg segir að á fundinum verði samþykktar mestu breytingar á stefnu bandalagsins frá lokum kalda stríðsins með fjölgun í viðbragðssveitum og staðsetningu þungavopna í austurhluta bandalagsins. Þá verði kynntar auknar stuðningsaðgerðir við Úkraínu.
NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50 Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. 28. júní 2022 13:55 Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50
Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. 28. júní 2022 13:55
Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36