Fjölskyldan fékk viðbjóðsleg skilaboð eftir slaka frammistöðu gegn Man City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2022 22:00 Úr leik Arsenal og Man City í deildarbikarnum veturinn 2020. Manchester City/Getty Images Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hefur opinberað að barnsmóðir hans og foreldrar hafi fengið ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum eftir slaka frammistöðu hans er Arsenal tapaði gegn Manchester City undir lok árs 2020. Rúnar Alex mætti í hlaðvarpsþáttinn Chess After Dark og fór yfir víðan völl. Þar á meðal var komið inn á frammistöðu hans í 4-1 tapi Arsenal gegn Man City í deildarbikarnum þann 22. desember 2020. Hann hafði farið ágætlega af stað með Arsenal eftir að hafa verið keyptur sumarið áður. Rúnar Alex hafði spilað fjóra leiki í Evrópudeildinni og haldið hreinu tvívegis áður en kom að téðum leik gegn Man City. Hann átti ekki sinn besta leik og viðurkennir það í hlaðvarpinu. Það sem gerðist eftir leik átti hann þó erfiðara með að skilja. Hann sjálfur hafði lokað fyrir athugasemdir á Instagram-síðu sinni og eytt Twitter-aðgangi sínum er hann skrifaði undir hjá Arsenal. Almennt var talið að Rúnar Alex hefði eytt Twitter-aðgangi sínum eftir leik en það virðist hafa verið einn stór misskilningur. Er bandbrjálað stuðningsfólk Arsenal leitaði því að Rúnari Alex á samfélagsmiðlum þá annað hvort fannst hann ekki eða það gat ekki haft samband við hann. Því fengu hans nánustu að finna fyrir því. „Það er alveg hræðilegt að vita það að mamma og pabbi séu að fá einhver skilaboð og barnsmóðir mín, versta sem ég veit. Ég skil ekki að af því einhver gæi í einhverju öðru landi eigi lélegan leik þá þurfir þú að senda að þú vonir að börnin hans fái krabbamein,“ sagði Rúnar Alex um það sem gerðist eftir leik. Í kjölfarið á leiknum gegn Man City var Rúnar Alex settur út í kuldann og svo lánaður frá félaginu fyrir síðustu leiktíð. Hann stóð sig með prýði hjá OH Leuven í Belgíu en er nú kominn aftur til Arsenal og er sem stendur á mála hjá félaginu. Hann gæti farið á lán fyrir komandi tímabil en Rúnar Alex kemur einnig inn á það í hlaðvarpinu að hann vilji spila sem flesta leiki, bæði sé hann sú týpa af leikmanni og þá vilji hann eiga sem besta möguleika á að halda landsliðssætinu. Hinn 27 ára gamli Rúnar Alex á að baki 17 A-landsleiki og er samningsbundinn Arsenal til sumarsins 2024. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. 2. júní 2022 21:25 Rúnar Alex sagður vilja komast burt frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er sagður vilja komast burt frá félagsliði sínu. 24. ágúst 2021 18:00 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Rúnar Alex mætti í hlaðvarpsþáttinn Chess After Dark og fór yfir víðan völl. Þar á meðal var komið inn á frammistöðu hans í 4-1 tapi Arsenal gegn Man City í deildarbikarnum þann 22. desember 2020. Hann hafði farið ágætlega af stað með Arsenal eftir að hafa verið keyptur sumarið áður. Rúnar Alex hafði spilað fjóra leiki í Evrópudeildinni og haldið hreinu tvívegis áður en kom að téðum leik gegn Man City. Hann átti ekki sinn besta leik og viðurkennir það í hlaðvarpinu. Það sem gerðist eftir leik átti hann þó erfiðara með að skilja. Hann sjálfur hafði lokað fyrir athugasemdir á Instagram-síðu sinni og eytt Twitter-aðgangi sínum er hann skrifaði undir hjá Arsenal. Almennt var talið að Rúnar Alex hefði eytt Twitter-aðgangi sínum eftir leik en það virðist hafa verið einn stór misskilningur. Er bandbrjálað stuðningsfólk Arsenal leitaði því að Rúnari Alex á samfélagsmiðlum þá annað hvort fannst hann ekki eða það gat ekki haft samband við hann. Því fengu hans nánustu að finna fyrir því. „Það er alveg hræðilegt að vita það að mamma og pabbi séu að fá einhver skilaboð og barnsmóðir mín, versta sem ég veit. Ég skil ekki að af því einhver gæi í einhverju öðru landi eigi lélegan leik þá þurfir þú að senda að þú vonir að börnin hans fái krabbamein,“ sagði Rúnar Alex um það sem gerðist eftir leik. Í kjölfarið á leiknum gegn Man City var Rúnar Alex settur út í kuldann og svo lánaður frá félaginu fyrir síðustu leiktíð. Hann stóð sig með prýði hjá OH Leuven í Belgíu en er nú kominn aftur til Arsenal og er sem stendur á mála hjá félaginu. Hann gæti farið á lán fyrir komandi tímabil en Rúnar Alex kemur einnig inn á það í hlaðvarpinu að hann vilji spila sem flesta leiki, bæði sé hann sú týpa af leikmanni og þá vilji hann eiga sem besta möguleika á að halda landsliðssætinu. Hinn 27 ára gamli Rúnar Alex á að baki 17 A-landsleiki og er samningsbundinn Arsenal til sumarsins 2024.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. 2. júní 2022 21:25 Rúnar Alex sagður vilja komast burt frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er sagður vilja komast burt frá félagsliði sínu. 24. ágúst 2021 18:00 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. 2. júní 2022 21:25
Rúnar Alex sagður vilja komast burt frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er sagður vilja komast burt frá félagsliði sínu. 24. ágúst 2021 18:00