„Skemmtilegasta helgi ársins“ á troðfullri Akureyri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júlí 2022 14:23 Metþátttaka er bæði á Pollamótinu og N1 mótinu. Þór Metþátttaka er bæði á Pollamóti Þórs og Samskipa og N1 mótinu en samanlagt keppa vel á þriðja þúsund í knattspyrnu fyrir norðan um helgina. Akureyrarbær hefur gert ráðstafanir til að auka umferðaröryggi og fjölga bílastæðum til að rúma betur þann mikla fjölda sem sækir bæinn heim. Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs segir komandi helgi vera þá skemmtilegustu á árinu. Það stendur mikið til á Akureyri um helgina en ungir knattspyrnuiðkendur á N1 mótinu sem og gamlar kempur á Pollamótinu spila af lífs og sálarkröftum fyrir norðan. Tvö þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks á N1 mótinu sem er stærsta mótið til þessa. Sömu sögu er að segja af Pollamóti Samskipa og Þórs. „Það er gaman að segja frá því að við erum með metþátttöku í ár. Við erum með 67 lið og 25 kvennalið sem er alveg sprengja og líka met. Þetta eru yfir 800 keppendur,“ segir Reimar. Tuttugu ára aldurstakmark er á Pollamóti Þórs og Samskipa. „Þetta er sem sagt mót fyrir þá sem eru komnir af léttasta skeiðinu og hættir í keppnisbolta í efstu deildunum. Þeim er skipt í aldursflokka með átta ára millibili þannig að menn séu að keppa svona nokkuð á jafningjagrundvelli.“ Er ekki alveg pakkað í bænum? „Jú, það er sko vægt til orða tekið að það sé pakkað. Að fara um bæinn núna er pínu eins og að keyra um í stórborg. En eins og ég segi, þá þekkja menn orðið mótin og stærðargráðuna og taka tillit til þess.“ Akureyrarbær hefur gert öryggisráðstafanir til að taka á móti fjöldanum. „Það var mjög vel gert. Við funduðum um að reyna að forða því að fólk væri að fara inn í íbúðabyggð til að leggja svo þetta truflaði nú ekki þennan almenna íbúa meira en orðið er.“ Annað kvöld verður síðan 1200 manna Páls Óskars ball í Boganum. „Sem er að verða árlegur viðburður; eitt stykki Pallaball á Pollamóti. Þetta er æðislega gaman og skemmtilegasta helgi ársins.“ Fótbolti Íþróttir barna Akureyri Tengdar fréttir Þrítugasta og sjötta mótið hefst í dag Einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. júní og stendur mótið til laugardagsins 2. júlí. 29. júní 2022 14:12 Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fótboltaveisluna Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður. 29. júní 2022 07:00 Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar á N1 mótinu á Akureyri: Sjáðu þáttinn Stefán Árni Pálsson skellti sér norður á Akureyri þar sem að N1 mótið í knattspyrnu fór fram í 35.sinn. Þar voru mætt 216 lið frá 42 félögum. 16. júlí 2021 07:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Það stendur mikið til á Akureyri um helgina en ungir knattspyrnuiðkendur á N1 mótinu sem og gamlar kempur á Pollamótinu spila af lífs og sálarkröftum fyrir norðan. Tvö þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks á N1 mótinu sem er stærsta mótið til þessa. Sömu sögu er að segja af Pollamóti Samskipa og Þórs. „Það er gaman að segja frá því að við erum með metþátttöku í ár. Við erum með 67 lið og 25 kvennalið sem er alveg sprengja og líka met. Þetta eru yfir 800 keppendur,“ segir Reimar. Tuttugu ára aldurstakmark er á Pollamóti Þórs og Samskipa. „Þetta er sem sagt mót fyrir þá sem eru komnir af léttasta skeiðinu og hættir í keppnisbolta í efstu deildunum. Þeim er skipt í aldursflokka með átta ára millibili þannig að menn séu að keppa svona nokkuð á jafningjagrundvelli.“ Er ekki alveg pakkað í bænum? „Jú, það er sko vægt til orða tekið að það sé pakkað. Að fara um bæinn núna er pínu eins og að keyra um í stórborg. En eins og ég segi, þá þekkja menn orðið mótin og stærðargráðuna og taka tillit til þess.“ Akureyrarbær hefur gert öryggisráðstafanir til að taka á móti fjöldanum. „Það var mjög vel gert. Við funduðum um að reyna að forða því að fólk væri að fara inn í íbúðabyggð til að leggja svo þetta truflaði nú ekki þennan almenna íbúa meira en orðið er.“ Annað kvöld verður síðan 1200 manna Páls Óskars ball í Boganum. „Sem er að verða árlegur viðburður; eitt stykki Pallaball á Pollamóti. Þetta er æðislega gaman og skemmtilegasta helgi ársins.“
Fótbolti Íþróttir barna Akureyri Tengdar fréttir Þrítugasta og sjötta mótið hefst í dag Einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. júní og stendur mótið til laugardagsins 2. júlí. 29. júní 2022 14:12 Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fótboltaveisluna Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður. 29. júní 2022 07:00 Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar á N1 mótinu á Akureyri: Sjáðu þáttinn Stefán Árni Pálsson skellti sér norður á Akureyri þar sem að N1 mótið í knattspyrnu fór fram í 35.sinn. Þar voru mætt 216 lið frá 42 félögum. 16. júlí 2021 07:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þrítugasta og sjötta mótið hefst í dag Einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. júní og stendur mótið til laugardagsins 2. júlí. 29. júní 2022 14:12
Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fótboltaveisluna Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður. 29. júní 2022 07:00
Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar á N1 mótinu á Akureyri: Sjáðu þáttinn Stefán Árni Pálsson skellti sér norður á Akureyri þar sem að N1 mótið í knattspyrnu fór fram í 35.sinn. Þar voru mætt 216 lið frá 42 félögum. 16. júlí 2021 07:01