Nottingham Forest greiðir um 17 milljónir punda fyrir þennan 21 árs gamla leikmann, en það samsvarar tæpum þrem milljörðum króna.
NEW: Liverpool have agreed a fee of up to £17M for Neco Williams with Nottingham Forest. That's great business by Liverpool and a great move for Williams. pic.twitter.com/YzjLe80XTM
— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) July 7, 2022
Steve Cooper, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, ætlar sér greinilega að styrkja bakvarðarstöðurnar fyrir fyrsta tímabil liðsins í ensku úrvalsdeildinni í rúm tuttugu ár. Williams mun að öllum líkindum leysa hægri vængbakvarðarstöðuna og þá er félagið á eftir Omar Richards, leikmanni Bayern München, sem myndi leysa stöðuna vinstra megin.
Þessi velski landsliðsmaður hefur verið á mála hjá Liverpool frá því hann var níu ára gamall, en hann hefur aðeins leikið 13 leiki fyrir aðallið félagsins. Hann eyddi seinni hluta seinasta tímabils á láni hjá Fulham þar sem hann lék 14 leiki og skoraði tvö mörk.
Williams verður fimmti leikmaðurinn sem gengur í raðir Nottingham Forest í sumar. Áður hafði liðið fengið framherjann Taiwo Awoniyi, varnarmennina Guilian Biancone og Moussa Niakhate og markvörðinn Dean Henderson.