Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso, Sergio Reguilón og Harry Winks ferðuðust ekki með liðinu til Asíu og sagt er að leikmennirnir fjórir mega finna sér ný lið í sumar þar sem þeir munu ekki fá leiktíma hjá Tottenham næsta vetur.
Ndombele kom til Tottenham frá Lyon fyrir 60 milljónir evra árið 2019 en hefur ekki staðið undir þeim miklu væntingum sem bornar voru til hans.
Lo Celso var keyptur á 50 milljónir evra sama ár frá Real Betis. Síðan þá hefur Lo Celso tvisvar sinnum verið lánaður í burt frá Tottenham, til bæði Betis og Villareal.
Vinstri bakvörðurinn Reguilón var keyptur af Real Madrid fyrir tveimur árum síðan á 30 milljónir evra. Reguilón spilaði 25 leiki í úrvalsdeildinni fyrir Tottenham á síðustu leiktíð en virðist ekki vera í framtíðaráformi Conte.
Winks hefur alla tíð leikið með Tottenham en hann kom upp í gegnum unglinga akademíu liðsins.
Nýju leikmenn Tottenham, Bissouma, Perisic, Foster og Richarlison eru allir með í 28 manna hópnum sem ferðast nú til Suður-Kóreu.
Tottenham update. These players have been left out of the tour to South Korea 🚨⚪️ #THFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 9, 2022
▫️ Harry Winks
▫️ Sergio Reguilón
▫️ Giovani Lo Celso
▫️ Tanguy Ndombele
Antonio Conte wants them to find new solutions this summer, as soon as possible. pic.twitter.com/TfZZRTGM8s