Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. júlí 2022 13:17 Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaupin Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni Samtals er kaupverðið því þrjátíu og einn milljarður króna. Þrjátíu prósent kaupverðs verður greitt með reiðufé og afgangurinn með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Tilkynnt var um kaupin í gær en með þessum viðskiptum verða seljendur Vísis meðal kjölfestufjárfesta í Síldarvinnslunni og fara með átta prósenta hlut í fyrirtækinu og verða fimmti stærsti hluthafinn. Síldarvinnslan var skráð á markað í fyrra en stærsti eigandi hennar er Samherji sem fer með um þriðjungshlut. Vísir er yfir fimmtíu ára fyrirtæki í Grindavík og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu eða afkomenda Páls H. Pálssonar og Margrétar Sighvatsdóttur en alls eignuðust þau sex börn. Eigi hvert afkvæmi hjónanna jafn stóran hlut í Vísi fær hvert og eitt þannig um þrjá komma þrjá milljarða í sinn hlut, einn milljarð í reiðufé og restin er greidd með hlutafé í Síldarvinnslunni. Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaupin. „Vísir er gamalgróið bolfiskfélag og er búið að fjárfesta í hátækni bolfiskvinnslu í Grindavík. Að sama skapi erum við með umtalsverðar aflaheimildir í bolfiski og sáum tækifæri í samstarfi við eigendur Vísis og þetta fyrirtæki. Það liggur fyrir að það er töluverð samlegð í sameinuðum fyrirtækjum. Þessi félög eiga að geta orðið töluvert sterkari þegar kemur að markaðsstarfi og nýtingu aflaheimilda og búið til meiri verðmæti úr þeim aflaheimildum sem við eigum í heild,“ segir Gunnþór. Höfuðstöðvar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar hf. verða hjá Vísi hf. í Grindavík að sögn Gunnþórs. Ekki sé búið að ákveða hvað verði um aðra bolfiskvinnslu fyrirtækisins. „Við höfum ekki tekið afstöðu til annarrar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar. Við erum litlir í bolfiski, erum með litla vinnslu á Seyðisfirði og það hefur engin afstaða verði tekin til hennar með þessum kaupum,“ segir Gunnþór. Ætla að dansa í kringum viðmiðunarmörk kvótaþaksins Aðspurður um hvort Síldarvinnslan fari ekki yfir kvótaþak í ýmsum tegundum með þessum kaupum svarar Gunnþór: „ Eins og kemur fram í tilkynningunni erum við að dansa í kringum viðmiðunarmörk kvótaþaksins. Það eru þarna stofnar eins og loðna sem sveiflast gríðarlega milli ára. Þannig að það er meiri sveifla í uppsjávarstofnun en bolfiskstofnum milli ára. Við verðum einhvers staðar á þessari viðmiðunarlínu og aðlögum okkur að því,“ segir Gunnþór. Hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf. og Samkeppniseftirlitið eiga eftir að samþykkja kaupin. Hlutabréfamarkaðurinn tók vel í fréttina í morgun en alls höfðu bréf í Síldarvinnslunni hækkað um 8,4 prósent. Sjávarútvegur Alþingi Grindavík Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkar um níu prósent eftir kaupin á Vísi Fjárfestar hafa tekið vel í áform Síldarvinnslunnar um að kaupa allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um liðlega níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 11. júlí 2022 10:19 Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Samtals er kaupverðið því þrjátíu og einn milljarður króna. Þrjátíu prósent kaupverðs verður greitt með reiðufé og afgangurinn með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Tilkynnt var um kaupin í gær en með þessum viðskiptum verða seljendur Vísis meðal kjölfestufjárfesta í Síldarvinnslunni og fara með átta prósenta hlut í fyrirtækinu og verða fimmti stærsti hluthafinn. Síldarvinnslan var skráð á markað í fyrra en stærsti eigandi hennar er Samherji sem fer með um þriðjungshlut. Vísir er yfir fimmtíu ára fyrirtæki í Grindavík og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu eða afkomenda Páls H. Pálssonar og Margrétar Sighvatsdóttur en alls eignuðust þau sex börn. Eigi hvert afkvæmi hjónanna jafn stóran hlut í Vísi fær hvert og eitt þannig um þrjá komma þrjá milljarða í sinn hlut, einn milljarð í reiðufé og restin er greidd með hlutafé í Síldarvinnslunni. Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaupin. „Vísir er gamalgróið bolfiskfélag og er búið að fjárfesta í hátækni bolfiskvinnslu í Grindavík. Að sama skapi erum við með umtalsverðar aflaheimildir í bolfiski og sáum tækifæri í samstarfi við eigendur Vísis og þetta fyrirtæki. Það liggur fyrir að það er töluverð samlegð í sameinuðum fyrirtækjum. Þessi félög eiga að geta orðið töluvert sterkari þegar kemur að markaðsstarfi og nýtingu aflaheimilda og búið til meiri verðmæti úr þeim aflaheimildum sem við eigum í heild,“ segir Gunnþór. Höfuðstöðvar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar hf. verða hjá Vísi hf. í Grindavík að sögn Gunnþórs. Ekki sé búið að ákveða hvað verði um aðra bolfiskvinnslu fyrirtækisins. „Við höfum ekki tekið afstöðu til annarrar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar. Við erum litlir í bolfiski, erum með litla vinnslu á Seyðisfirði og það hefur engin afstaða verði tekin til hennar með þessum kaupum,“ segir Gunnþór. Ætla að dansa í kringum viðmiðunarmörk kvótaþaksins Aðspurður um hvort Síldarvinnslan fari ekki yfir kvótaþak í ýmsum tegundum með þessum kaupum svarar Gunnþór: „ Eins og kemur fram í tilkynningunni erum við að dansa í kringum viðmiðunarmörk kvótaþaksins. Það eru þarna stofnar eins og loðna sem sveiflast gríðarlega milli ára. Þannig að það er meiri sveifla í uppsjávarstofnun en bolfiskstofnum milli ára. Við verðum einhvers staðar á þessari viðmiðunarlínu og aðlögum okkur að því,“ segir Gunnþór. Hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf. og Samkeppniseftirlitið eiga eftir að samþykkja kaupin. Hlutabréfamarkaðurinn tók vel í fréttina í morgun en alls höfðu bréf í Síldarvinnslunni hækkað um 8,4 prósent.
Sjávarútvegur Alþingi Grindavík Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkar um níu prósent eftir kaupin á Vísi Fjárfestar hafa tekið vel í áform Síldarvinnslunnar um að kaupa allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um liðlega níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 11. júlí 2022 10:19 Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkar um níu prósent eftir kaupin á Vísi Fjárfestar hafa tekið vel í áform Síldarvinnslunnar um að kaupa allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um liðlega níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 11. júlí 2022 10:19
Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27