Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 15:00 Anthony Martial skoraði með snyrtilegri afgreiðslu. Pakawich Damrongkiattisak/Getty Images Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. Man United stillti upp nokkuð sterkara liði en Liverpool en flestar af stjörnum Liverpool komu inn á þegar líða fór á leikinn. Bæði lið notuðu urmul leikmanna í leik sem fór fram í miklum hita og raka. Man Utd get their pre-season up and running with a 4-0 win over Liverpool in Thailand! pic.twitter.com/Y8KXpOJtbC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 12, 2022 Man. United fékk sannkallaða draumabyrjun en Jadon Sancho kom lærisveinum Ten Hag yfir strax á 12. mínútu leiksins. Áfram hélt Man Utd að sækja og eftir langa sókn þar sem boltinn skoppaði á milli manna endaði hann hjá Brasilíumanninum Fred sem lyfti honum snyrtilega yfir landa sinn Alisson í marki Liverpool. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 3-0 en Anthony Martial skoraði þá úr þröngu færi þegar hann lyfti boltanum, einnig snyrtilega, yfir öxlina á Alisson sem gerði sitt besta til að loka markinu. Staðan 3-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var leikurinn töluvert jafnari og átti Mohamed Salah til að mynda skot í stöng fyrir Liverpool. Boltinn féll fyrir fætur Darwin Núñez sem lúðraði yfir af markteig. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks leit fjórða markið dagsins ljós. Facundo Pellestri batt þá endahnút á góða sókn sem miðvörðurinn Eric Bailly hóf með því að vinna boltann og vaða upp völlinn. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur, frábær úrslit í fyrsta leik Erik ten Hag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Man United stillti upp nokkuð sterkara liði en Liverpool en flestar af stjörnum Liverpool komu inn á þegar líða fór á leikinn. Bæði lið notuðu urmul leikmanna í leik sem fór fram í miklum hita og raka. Man Utd get their pre-season up and running with a 4-0 win over Liverpool in Thailand! pic.twitter.com/Y8KXpOJtbC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 12, 2022 Man. United fékk sannkallaða draumabyrjun en Jadon Sancho kom lærisveinum Ten Hag yfir strax á 12. mínútu leiksins. Áfram hélt Man Utd að sækja og eftir langa sókn þar sem boltinn skoppaði á milli manna endaði hann hjá Brasilíumanninum Fred sem lyfti honum snyrtilega yfir landa sinn Alisson í marki Liverpool. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 3-0 en Anthony Martial skoraði þá úr þröngu færi þegar hann lyfti boltanum, einnig snyrtilega, yfir öxlina á Alisson sem gerði sitt besta til að loka markinu. Staðan 3-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var leikurinn töluvert jafnari og átti Mohamed Salah til að mynda skot í stöng fyrir Liverpool. Boltinn féll fyrir fætur Darwin Núñez sem lúðraði yfir af markteig. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks leit fjórða markið dagsins ljós. Facundo Pellestri batt þá endahnút á góða sókn sem miðvörðurinn Eric Bailly hóf með því að vinna boltann og vaða upp völlinn. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur, frábær úrslit í fyrsta leik Erik ten Hag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira