Biðu á ganginum í meira en klukkustund þrátt fyrir skothljóð úr kennslustofunni Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2022 11:03 Lögregluþjónar réðust til atlögu gegn árásarmanninum og skutu hann til bana rúmlega klukkustund eftir að þeir mættu á staðinn. Myndbönd úr öryggismyndavélum skóla í Uvalde í Texas, þar sem ungur maður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í maí, sýna lögregluþjóna hörfa frá árásarmanninum og bíða á göngum skólans í meira en klukkustund. Héraðsmiðillinn Austin American Statesman birti í gær myndband úr upptökum öryggismynda í skólanum. Þar má meðal annars sjá þegar árásarmaðurinn keyrir útaf veginum nærri skólanum og skýtur á tvo menn sem nálguðust hann. Þar má einnig heyra kennara hringja á Neyðarlínuna og sjá árásarmanninn koma inn í skólann. Einn nemandi sem sá árásarmanninn á leið inn í kennslustofurnar hefur verið gerður óþekkjanlegur og þá hafa öskur barna úr skólastofunum þar sem árásarmaðurinn myrti 21 barn og kennara verið fjarlægð af myndbandinu. Skothríðin heyrist þó greinilega en hún stóð yfir í nokkrar mínútur. Myndbandið sýnir einnig hvernig lögregluþjónar komu inn í skólann og nálguðust skólastofurnar. Þeir hörfuðu þó þegar árásarmaðurinn skaut á þá og biðu með að gera aðra atlögu í rúma klukkustund. Jafnvel þó börn sem þóttust vera dáin í skólastofunum voru að hringja í Neyðarlínuna og það að árásarmaðurinn skaut fleiri skotum meðan lögregluþjónarnir voru fyrir utan. Sjá einnig: Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde 74 mínútum eftir að lögregluþjónar mættu á vettvang réðust þeir til atlögu gegn árásarmanninum og skutu hann til bana. Statesman birti óklippta útgáfu af myndbandinu á Youtube, sem sjá má hér að neðan. Viðbrögð lögreglunnar í Uvalde hafa vakið mikla reiði meðal foreldra og annarra sem að málinu koma. Yfirmaður almannavarna í Texas hefur meðal annars lýst viðbrögðunum sem „ömurlegu klúðri“ og sagt að lögregluþjónar hefðu átt að fella árásarmanninn um leið og þeir mættu á vettvang. Sjá einnig: Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Myndband Statesman hefur vakið töluverða reiði en auk þess að sýna aðgerðarleysi lögregluþjóna í meira en klukkustund, sýnir það meðal annars lögregluþjóna skoða síma sína og setja sótthreinsiefni á hendur sínar. Gagnrýna birtinguna CNN segir embættismenn í Uvalda og fjölskyldumeðlimi fórnarlamba þó hafa gagnrýnt birtingu myndbandsins. Enginn af þeim hafi séð það áður en það hafi verið birt og það sé erfitt fyrir þau að sjá myndbandið og heyra skothríð árásarmannsins. Manny Garcia, ritstjóri Statesman, birti grein þar sem hann varði ákvörðunina um birtingu myndbandsins. Þar segir Garcia að ákvörðunin hafi ekki verið tekin án umhugsunar. Hann sagði myndbandið hluta af sögunni og að gagnsæi og fréttaflutningur sem þessi væri leið til að ná fram breytingum. „Þessi harmleikur hefur verið enn verri vegna breytinga í frásögnum, hetjusögum sem reyndust ósannar og tafa við afgreiðslu eða hafnanir beiðna um upplýsingar frá lögreglu, embættismönnum eða stjórnmálamönnum,“ skrifaði Garcia meðal annars. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Fimmtán repúblikanar greiddu atkvæði með nýrri skotvopnalöggjöf Bandaríska öldungadeildin samþykkti í nótt lög um takmörkun á skotvopnaeign en um er að ræða mestu breytingu á slíkum lögum í fjölda ára. 24. júní 2022 07:07 Skólabyggingin í Uvalde verður rifin Bæjarstjórinn í Uvalde, bænum þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara á dögunum, segir að skólinn þar sem ódæðið var framið verði rifinn. 22. júní 2022 07:45 Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Héraðsmiðillinn Austin American Statesman birti í gær myndband úr upptökum öryggismynda í skólanum. Þar má meðal annars sjá þegar árásarmaðurinn keyrir útaf veginum nærri skólanum og skýtur á tvo menn sem nálguðust hann. Þar má einnig heyra kennara hringja á Neyðarlínuna og sjá árásarmanninn koma inn í skólann. Einn nemandi sem sá árásarmanninn á leið inn í kennslustofurnar hefur verið gerður óþekkjanlegur og þá hafa öskur barna úr skólastofunum þar sem árásarmaðurinn myrti 21 barn og kennara verið fjarlægð af myndbandinu. Skothríðin heyrist þó greinilega en hún stóð yfir í nokkrar mínútur. Myndbandið sýnir einnig hvernig lögregluþjónar komu inn í skólann og nálguðust skólastofurnar. Þeir hörfuðu þó þegar árásarmaðurinn skaut á þá og biðu með að gera aðra atlögu í rúma klukkustund. Jafnvel þó börn sem þóttust vera dáin í skólastofunum voru að hringja í Neyðarlínuna og það að árásarmaðurinn skaut fleiri skotum meðan lögregluþjónarnir voru fyrir utan. Sjá einnig: Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde 74 mínútum eftir að lögregluþjónar mættu á vettvang réðust þeir til atlögu gegn árásarmanninum og skutu hann til bana. Statesman birti óklippta útgáfu af myndbandinu á Youtube, sem sjá má hér að neðan. Viðbrögð lögreglunnar í Uvalde hafa vakið mikla reiði meðal foreldra og annarra sem að málinu koma. Yfirmaður almannavarna í Texas hefur meðal annars lýst viðbrögðunum sem „ömurlegu klúðri“ og sagt að lögregluþjónar hefðu átt að fella árásarmanninn um leið og þeir mættu á vettvang. Sjá einnig: Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Myndband Statesman hefur vakið töluverða reiði en auk þess að sýna aðgerðarleysi lögregluþjóna í meira en klukkustund, sýnir það meðal annars lögregluþjóna skoða síma sína og setja sótthreinsiefni á hendur sínar. Gagnrýna birtinguna CNN segir embættismenn í Uvalda og fjölskyldumeðlimi fórnarlamba þó hafa gagnrýnt birtingu myndbandsins. Enginn af þeim hafi séð það áður en það hafi verið birt og það sé erfitt fyrir þau að sjá myndbandið og heyra skothríð árásarmannsins. Manny Garcia, ritstjóri Statesman, birti grein þar sem hann varði ákvörðunina um birtingu myndbandsins. Þar segir Garcia að ákvörðunin hafi ekki verið tekin án umhugsunar. Hann sagði myndbandið hluta af sögunni og að gagnsæi og fréttaflutningur sem þessi væri leið til að ná fram breytingum. „Þessi harmleikur hefur verið enn verri vegna breytinga í frásögnum, hetjusögum sem reyndust ósannar og tafa við afgreiðslu eða hafnanir beiðna um upplýsingar frá lögreglu, embættismönnum eða stjórnmálamönnum,“ skrifaði Garcia meðal annars.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Fimmtán repúblikanar greiddu atkvæði með nýrri skotvopnalöggjöf Bandaríska öldungadeildin samþykkti í nótt lög um takmörkun á skotvopnaeign en um er að ræða mestu breytingu á slíkum lögum í fjölda ára. 24. júní 2022 07:07 Skólabyggingin í Uvalde verður rifin Bæjarstjórinn í Uvalde, bænum þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara á dögunum, segir að skólinn þar sem ódæðið var framið verði rifinn. 22. júní 2022 07:45 Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Fimmtán repúblikanar greiddu atkvæði með nýrri skotvopnalöggjöf Bandaríska öldungadeildin samþykkti í nótt lög um takmörkun á skotvopnaeign en um er að ræða mestu breytingu á slíkum lögum í fjölda ára. 24. júní 2022 07:07
Skólabyggingin í Uvalde verður rifin Bæjarstjórinn í Uvalde, bænum þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara á dögunum, segir að skólinn þar sem ódæðið var framið verði rifinn. 22. júní 2022 07:45
Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30
Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15