Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Atli Arason skrifar 13. júlí 2022 22:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. „Við vitum meira um þá núna heldur en við vissum um þá fyrir leikina. Þeir eru með ákveðna veikleika sem við þurfum að nýta okkur. Fyrst og síðast þá held ég að þessi leikur snúist um að hlaupa. Mér fannst við ekki alveg tilbúnir til að hlaupa í leiknum úti en þar voru erfiðar og krefjandi aðstæður,“ sagði Óskar í viðtali við Stöð 2 Sport í aðdraganda seinni viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld. „Við þurfum að gera hlutina hratt og gera þá af krafti. Þeir vilja gera hægja á leiknum og hafa hægt tempó. Við þurfum að stíga á bensíngjöfina og ekki fara af henni,“ bætti hann við. Staðan á leikmannahóp Breiðabliks fyrir leikinn mikilvæga á morgun er góð. „Það eru þannig lagað enginn teljandi meiðsli en auðvitað högg hér og þar. Það er bara Sölvi [Snær Guðbjargarson] sem er að koma til baka eftir beinmar á ökkla og svo er það Pétur Theódór [Árnason] sem verður ekki klár fyrr en í nóvember. Fyrir utan það er staðan mjög góð.“ Óskar varar sína menn við því að vanmeta Santa Coloma, líkt og restin af þjóðinni gerir. „Við stefnum á að spila eins vel og við getum. Þetta andorrska lið er sýnd veiði en ekki gefin. Ég held þeir séu betri en margir Íslendingar gefa þeim kredit fyrir. Við þurfum að passa okkur á því að bera virðingu fyrir þeim.“ „Það eru 15 atvinnumenn í þessu liði. Þeir eru búnir að setja mikla peninga í þetta og eru með fínt lið. Þetta eru góðir fótboltamenn og ef þeir fá tíma og pláss þá geta þeir sært okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Viðtalið við Óskar í heild má sjá hér að neðan. Breiðablik mætir Santa Coloma klukkan 19.05 á Kópavogsvelli annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Klippa: Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Sjá meira
„Við vitum meira um þá núna heldur en við vissum um þá fyrir leikina. Þeir eru með ákveðna veikleika sem við þurfum að nýta okkur. Fyrst og síðast þá held ég að þessi leikur snúist um að hlaupa. Mér fannst við ekki alveg tilbúnir til að hlaupa í leiknum úti en þar voru erfiðar og krefjandi aðstæður,“ sagði Óskar í viðtali við Stöð 2 Sport í aðdraganda seinni viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld. „Við þurfum að gera hlutina hratt og gera þá af krafti. Þeir vilja gera hægja á leiknum og hafa hægt tempó. Við þurfum að stíga á bensíngjöfina og ekki fara af henni,“ bætti hann við. Staðan á leikmannahóp Breiðabliks fyrir leikinn mikilvæga á morgun er góð. „Það eru þannig lagað enginn teljandi meiðsli en auðvitað högg hér og þar. Það er bara Sölvi [Snær Guðbjargarson] sem er að koma til baka eftir beinmar á ökkla og svo er það Pétur Theódór [Árnason] sem verður ekki klár fyrr en í nóvember. Fyrir utan það er staðan mjög góð.“ Óskar varar sína menn við því að vanmeta Santa Coloma, líkt og restin af þjóðinni gerir. „Við stefnum á að spila eins vel og við getum. Þetta andorrska lið er sýnd veiði en ekki gefin. Ég held þeir séu betri en margir Íslendingar gefa þeim kredit fyrir. Við þurfum að passa okkur á því að bera virðingu fyrir þeim.“ „Það eru 15 atvinnumenn í þessu liði. Þeir eru búnir að setja mikla peninga í þetta og eru með fínt lið. Þetta eru góðir fótboltamenn og ef þeir fá tíma og pláss þá geta þeir sært okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Viðtalið við Óskar í heild má sjá hér að neðan. Breiðablik mætir Santa Coloma klukkan 19.05 á Kópavogsvelli annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Klippa: Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina
Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Sjá meira