Bókasafn óstarfhæft vegna óánægju með hinsegin bókmenntir Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2022 17:05 Bókasafnið í Vinton er óstarfhæft eftir röð uppsagna hjá starfsfólki safnsins sem kennir áreitni bæjarbúa um. Vinton Public Library Bókasafni í bænum Vinton í Iowa hefur verið lokað tímabundið vegna uppsagna meirihluta starfsfólksins. Ástæðurnar fyrir uppsögnunum segir starfsfólkið vera áreitni bókasafnsgesta á starfsfólkinu yfir útleigu safnsins á hinsegin bókmenntum. Almenningsbókasafnið í Vinton hefur verið opið almenningi frá árinu 1904 en síðasta föstudag þurfti að loka safninu vegna manneklu. Eftir að hafa verið með sama yfirbókavörðinn í 32 ár virðist nú ómögulegt að halda fólki í starfinu. Frá síðasta sumri hafa þrír sinnt starfi yfirbókavarðar. Uppsagnirnar koma í kjölfar mikillar óánægju bæjarbúa með bókasafnskost safnsins. Meðal þess sem bæjarbúar eru óánægð yfir er að safnið sé með bækur eftir þekkta demókrata til sýnis, það sé með hinsegin bókmenntir til sýnis og að það vinni hinsegin fólk á safninu. Bækurnar látnar hverfa Janette McMahon sem tók við starfi yfirbókavarðar í maí 2020 og sagði starfinu lausu í júlí 2021 sagði vandræði safnsins hafa hafist með kvörtunum á því hvaða bækur voru til sýnis. Nokkrir bókasafnsgestanna hafi kvartað yfir því að safnið væri með bækur eftir Kamölu Harris og Jill Biden til sýnis. Í stað þess að óánægðir bókasafnsgestir færu í gegnum viðurkennda ferla segir McMahon að fólkið hafi fengið bækurnar lánaðar og svo sleppt því að skila þeim aftur. Það væri alveg eins og að stela bókunum, sagði hún. Síðar hafi borist fleiri kvartanir, nema þá yfir því að safnið væri ekki með nógu margar bækur um Donald Trump til útláns. Fljótlega hafi kvartanirnar breyst í persónulegar árásir og henni hafi ekki liðið öruggri. Því hafi hún sagt starfi sínu lausu. Hinsegin bókmenntir hluti af „frjálslyndum áróðri“ Renee Greenlee tók við sem yfirbókavörður í safninu í nóvember 2021. Hún segir að það hafi aðeins liðið nokkrir mánuðir áður en hún og starfsfólk hennar urðu skotmörk bæjarbúa. Samkvæmt fréttamiðlum í Iowa mætti Brooke Kruckenberg, íbúi Vinton, á stjórnarfund bókasafnsins og las þar upp fyrir fram undirbúna yfirlýsingu. Þar ásakaði Kruckenberg safnið um að bera út „frjálslyndan áróður“ í barnabókavali og ráðningum á Greenlee og starfsfólki hennar sem eru sum hver hinsegin. Greenlee svaraði ásökunum Kruckenberg á þann veg að það væru um 5.800 bækur í barnabókadeildinni og þar af væru innan við tíu barnabækur sem bæru titla sem tengdust hinsegin málefnum. Á fundinum varði Greenlee starfsfólk sitt og sagði safnið sinna öllum bókasafnsgestum. Á næsta stjórnarfundi héldu mótmælin áfram og í maímánuði sagði Greenlee upp. Aðspurð hvers vegna hún hefði hætt neitaði hún að svara. En þá var ekki öll sagan búin. John Neely, starfsmaður safnsins, tók við sem tímabundinn yfirbókavörður eftir að Greenlee hætti. Það entist ekki lengi af því Neely hætti fyrr í þessum mánuði og skildi safnið eftir starfsmannalaust. Bókmenntir Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Almenningsbókasafnið í Vinton hefur verið opið almenningi frá árinu 1904 en síðasta föstudag þurfti að loka safninu vegna manneklu. Eftir að hafa verið með sama yfirbókavörðinn í 32 ár virðist nú ómögulegt að halda fólki í starfinu. Frá síðasta sumri hafa þrír sinnt starfi yfirbókavarðar. Uppsagnirnar koma í kjölfar mikillar óánægju bæjarbúa með bókasafnskost safnsins. Meðal þess sem bæjarbúar eru óánægð yfir er að safnið sé með bækur eftir þekkta demókrata til sýnis, það sé með hinsegin bókmenntir til sýnis og að það vinni hinsegin fólk á safninu. Bækurnar látnar hverfa Janette McMahon sem tók við starfi yfirbókavarðar í maí 2020 og sagði starfinu lausu í júlí 2021 sagði vandræði safnsins hafa hafist með kvörtunum á því hvaða bækur voru til sýnis. Nokkrir bókasafnsgestanna hafi kvartað yfir því að safnið væri með bækur eftir Kamölu Harris og Jill Biden til sýnis. Í stað þess að óánægðir bókasafnsgestir færu í gegnum viðurkennda ferla segir McMahon að fólkið hafi fengið bækurnar lánaðar og svo sleppt því að skila þeim aftur. Það væri alveg eins og að stela bókunum, sagði hún. Síðar hafi borist fleiri kvartanir, nema þá yfir því að safnið væri ekki með nógu margar bækur um Donald Trump til útláns. Fljótlega hafi kvartanirnar breyst í persónulegar árásir og henni hafi ekki liðið öruggri. Því hafi hún sagt starfi sínu lausu. Hinsegin bókmenntir hluti af „frjálslyndum áróðri“ Renee Greenlee tók við sem yfirbókavörður í safninu í nóvember 2021. Hún segir að það hafi aðeins liðið nokkrir mánuðir áður en hún og starfsfólk hennar urðu skotmörk bæjarbúa. Samkvæmt fréttamiðlum í Iowa mætti Brooke Kruckenberg, íbúi Vinton, á stjórnarfund bókasafnsins og las þar upp fyrir fram undirbúna yfirlýsingu. Þar ásakaði Kruckenberg safnið um að bera út „frjálslyndan áróður“ í barnabókavali og ráðningum á Greenlee og starfsfólki hennar sem eru sum hver hinsegin. Greenlee svaraði ásökunum Kruckenberg á þann veg að það væru um 5.800 bækur í barnabókadeildinni og þar af væru innan við tíu barnabækur sem bæru titla sem tengdust hinsegin málefnum. Á fundinum varði Greenlee starfsfólk sitt og sagði safnið sinna öllum bókasafnsgestum. Á næsta stjórnarfundi héldu mótmælin áfram og í maímánuði sagði Greenlee upp. Aðspurð hvers vegna hún hefði hætt neitaði hún að svara. En þá var ekki öll sagan búin. John Neely, starfsmaður safnsins, tók við sem tímabundinn yfirbókavörður eftir að Greenlee hætti. Það entist ekki lengi af því Neely hætti fyrr í þessum mánuði og skildi safnið eftir starfsmannalaust.
Bókmenntir Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira