Fótbolti

Hall­bera Guð­ný hætt: „Frá mínum dýpstu hjarta­rótum TAKK FYRIR MIG.“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hallbera Guðný hefur ákveðið að láta gott heita.
Hallbera Guðný hefur ákveðið að láta gott heita. Vísir/Vilhelm

Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik.

Hallbera Guðný leikur í dag með Kalmar í Svíþjóð og hefur marga fjöruna sopið. Hún lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2008 og hefur alls leikið 131 slíkan. Þá skoraði vinstri bakvörðurinn þrjú mörk á landsliðsferli sínum.

Evrópumótið í ár var hennar þriðja á ferlinum en nú er ljóst að hin 35 ára Hallbera Guðný mun ekki vera í leikmannahópi Íslands á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi fari svo að liðið komsit þangað. 

Hún byrjaði alla leiki Íslands á EM í sumar en hefur samt sem áður ákveðið að láta þetta gott heita. Tilkynnti hún þjóðinni þetta á Instagram-síðu sinni nú í kvöld.

„Óendanlega stolt af þessu liði. Ljúkum því miður keppni fyrr en við hefðum viljað en HM býður handan við hornið - það er ég viss um. Ísland mætir þar til leiks með unga leikmenn sem eiga glæsta framtíð og eru reynslunni ríkari, ásamt eldri og reyndari leikmönnum sem vísa veginn.“

„Einhverntíman þarf allt að taka enda, en leikurinn í kvöld var minn síðasti á ferlinum. Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“


Tengdar fréttir

Ein­kunnir: Margar sem spiluðu vel en Gló­dís Perla bar af

Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin.

Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“

Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×