Sauðfjársetrið á Ströndum er í Sævangi en nú er líka búið að setja þar upp ísbjarnasýningu, sem Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur á meðal annars heiðurinn af. Það er því hægt að slá tvær flugur í einu höggi, skoða sauðfjársýninguna og Ísbjarnasýninguna samtímis. Að sjálfsögðu er stór og fallegur uppstoppaður Ísbjörn á sýningunni.

„Hann er mjög fallegur já og það er merkilegt að sjá þá einhvern veginn, þeir eru mjög stórir og tignarlegir. Þetta þótti náttúrulega og þykir enn þá stórmerkilegt þegar ísbirnir villast hingað til Íslands, annað hvort syndandi eða á ísjökum og svo fengum við lánaðan þennan glæsilega ísbjörn hér frá safninu á Ísafirði og ætlum að vera með hann hérna í sumar. Og svo mun sýningin sjálf fara á flakk og vera sett upp líka á Ísafirði og Hnjóti í framhaldinu,“ segir Dagrún Ósk.
Ísbjörninn kom á landi í Fljótavík á Hornströndum árið 1974 og var skotin þar.

„Hann er mjög fallegur já, og það er bara merkilegt að sjá þá einhvern vegin, þeir eru mjög stórir og tignarlegir,“ bætir hún við.
Dagrún segir að ýmis skemmtilegur fróðleikur sé um ísbirni og atferli þeirra á sýningunni, sem góð aðsókn hefur verið á það sem af er sumri.
„Ég hvet bara alla til að koma í heimsókn í Sauðfjársetrið í sumar og skoða ísbirnina, þeir eru stórmerkilegir og stórskemmtilegir,“ segir Dagrún Ósk.