Allt brjálað í síðasta heimaleik mótherja Blika og þeim refsað Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 12:31 Rúmlega fimmtíu stuðningsmenn Buducnost mættu í Kópavog í gærkvöld en þeir verða mun fleiri og háværari á heimavelli næsta fimmtudag, þó að 3.000 sætum verði lokað í refsingarskyni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Mótherjar Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu, Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi, hafa verið sektaðir og þeim gert að loka hluta leikvangs síns vegna mikilla óláta í síðasta heimaleik sínum. Hlutum var kastað, kveikt í blysum og kynþáttaníði beitt síðast þegar Buducnost spilaði heimaleik og hætt við því að einnig verði læti þegar Breiðablik mætir í heimsókn í næstu viku. Litlu munaði að upp úr syði á Kópavogsvelli í gærkvöld þegar Blikar unnu 2-0 sigur gegn Buducnost. Þar voru þó aðeins rúmlega 50 stuðningsmenn svartfellska liðsins sem létu vel í sér heyra en lætin voru ekki minni í leikmönnum og starfsliði liðsins, og skarst lögregla í leikinn þegar mikill hiti var í mönnum í leikslok. Blikar fara óhræddir til Svartfjallalands en þar létu stuðningsmenn Buducnost þó öllum illum látum þegar liðið Llapi frá Kósovó kom í heimsókn fyrir tveimur vikum. Fengu fimm milljóna sekt og þurfa að loka hluta stúkunnar UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sektaði í dag Buducnost um 35.375 evrur, jafnvirði um 5 milljóna íslenskra króna, vegna ólátanna á leiknum við Llapi. Hæsti hluti sektarinnar, eða 20.000 evrur, er vegna kynþáttaníðs en einnig var félagið sektað vegna þess að hlutum var kastað og kveikt í blysum. Þá var Buducnost gert að loka norðurhluta stúkunnar sinnar fyrir næsta heimaleik, gegn Breiðablki næsta fimmtudag, eða alls 3.000 sætum á leikvanginum sem tekur 11.500 manns í sæti. Félagið þarf sömuleiðis að hafa borða á leikvanginum þar sem stendur #NoToRacism eða #NeiViðRasisma. Félagið var auk þess aðvarað vegna hegðunar liðsins og spurning hvort að hegðunin í Kópavogi í gær kalli á frekari refsingu. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15 Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Sjá meira
Hlutum var kastað, kveikt í blysum og kynþáttaníði beitt síðast þegar Buducnost spilaði heimaleik og hætt við því að einnig verði læti þegar Breiðablik mætir í heimsókn í næstu viku. Litlu munaði að upp úr syði á Kópavogsvelli í gærkvöld þegar Blikar unnu 2-0 sigur gegn Buducnost. Þar voru þó aðeins rúmlega 50 stuðningsmenn svartfellska liðsins sem létu vel í sér heyra en lætin voru ekki minni í leikmönnum og starfsliði liðsins, og skarst lögregla í leikinn þegar mikill hiti var í mönnum í leikslok. Blikar fara óhræddir til Svartfjallalands en þar létu stuðningsmenn Buducnost þó öllum illum látum þegar liðið Llapi frá Kósovó kom í heimsókn fyrir tveimur vikum. Fengu fimm milljóna sekt og þurfa að loka hluta stúkunnar UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sektaði í dag Buducnost um 35.375 evrur, jafnvirði um 5 milljóna íslenskra króna, vegna ólátanna á leiknum við Llapi. Hæsti hluti sektarinnar, eða 20.000 evrur, er vegna kynþáttaníðs en einnig var félagið sektað vegna þess að hlutum var kastað og kveikt í blysum. Þá var Buducnost gert að loka norðurhluta stúkunnar sinnar fyrir næsta heimaleik, gegn Breiðablki næsta fimmtudag, eða alls 3.000 sætum á leikvanginum sem tekur 11.500 manns í sæti. Félagið þarf sömuleiðis að hafa borða á leikvanginum þar sem stendur #NoToRacism eða #NeiViðRasisma. Félagið var auk þess aðvarað vegna hegðunar liðsins og spurning hvort að hegðunin í Kópavogi í gær kalli á frekari refsingu.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15 Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Sjá meira
Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15
Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30
Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30