Leikmaðurinn er fæddur og uppalinn í Englandi en hefur alla tíð leikið fyrir landslið Bandaríkjanna. Alls á hann að baki 29 A-landsleiki sem og nokkra yngri landsliði. Hann ólst upp hjá Everton en spilaði aldrei fyrir aðallið félagsins.
Eftir að fara á láni til Bolton Wanderers og Wigan Athletic þá samdi hann við síðarnefnda liðið árið 2019. Þar var hann í eitt ár áður en hann gekk í raðir Fulham. Þar er hann enn í dag og birti Twitter-síða félagsins vægast sagt skemmtilegt myndband af leikmanninum á dögunum.
Robinson – eða Jedi – er einkar fær með spilastokkinn og gerði liðsfélaga sína agndofa er hann sýndi þeim spilagaldur. Ekki er um hinn hefðbundna „ er þetta spilið þitt“ galdur að ræða heldur nýtir hann allan stokkinn, öll 52 spilin.
Sjón er sögu ríkari en hér að neðan má sjá myndband af þessum stórskemmtilega spilagaldri.
A Jedi mind trick.
— Fulham Football Club (@FulhamFC) July 21, 2022
Outstanding from @Antonee_Jedi. #FFC pic.twitter.com/nxkNalYPE3
Nýliðar Fulham fá erfitt verkefni í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar er Liverpool kemur í heimsókn. Hvort spilagaldur, eða eitthvað annað, dugi gegn Mohamed Salah kemur í ljós þann 6. ágúst næstkomandi.