Vara við óþarfa ferðum um Krýsuvíkurbjarg í skjálftahrinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2022 10:39 Veðurstofan varar við óþarfa ferðum um bjargbrún Krýsuvíkurbjargs þegar jarðhræringar eru. Myndin er ekki af Krýsuvíkurbjargi. Vísir/Vilhelm Stórar sprungur eru í Krýsuvíkurbjargi vegna stöðugrar hreyfingar sem bjargið er á. Sprungurnar hafa dýpkað talsvert undanfarin ár vegna jarðskjálftahrina. Fólk er varað við því að fara út á bjargbrúnina, sérstaklega þegar jarðskjálftahrinur ganga yfir. „Það hafa verið sprungur þarna alveg lengi og sjórinn grefur undan. Þetta er bara eins og í sjávarhömrum, þá hrinur alltaf reglulega og koma sprungur í bergið. Þegar jarðskjálftahrinan var í undanfari Fagradalsgossins þá opnuðust sprungurnar mjög mikið og miklu innar, þær urðu mun greinilegri þær sem voru innar,“ sagði Esther Hlíðar Jensen landmótunarfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint var frá því á RÚV um helgina að djúpar sprungur hafi myndast vestan við gamla vitann á bjarginu. Þá sé stór bergfylla að klofna frá bjarginu rétt fyrir neðan vitann. „Við fengum myndir 2020 og sáum núna að hún var búin að víkka síðan þá. Það er merki um að hún sé enn á hreyfingu. Það er alveg eðlilegt þó það séu engir jarðskjálftar, þá er sjórinn að grafa undan,“ segir Esther. Veðurstofan hafi engar upplýsingar um hve margir fari um Krísuvíkurbjarg. Því hafi henni þótt rétt að bæta í skiltin og aðvaranir vegna sprunganna. „Þær eru nokkuð djúpar en við erum ekki að mæla þetta, það eru ekki nein mæligögn. Við tökum bara það sem hafði verið að hreyfast, hversu stórt svæði það var lauslega, en við höfum ekki verið að mæla það neitt.“ Skipulagsbreytingar standi yfir á svæðinu, meðal annars á gönguleiðum, eftir að eldgosið í Fagradal hófst í fyrra. „Það gæti hrunið þarna út í sjó og það gerði það 2020, þá hrundi stór spilda þarna niður og nokkrar. Við vorum með myndir, fyrir og eftir, þar sem sást að höfðu hrunið stór stykki. Þetta mun gerast áfram,“ segir Esther. „Í rauninni getum við ekkert sagt hvenær það er en ef það er jarðskjálftahrina í gangi, sérstaklega með stórum skjálftum, þá eru meiri líkur á því. Það er eina sem við höfum í höndunum. Ef við vitum að er jarðskjálftahrina þá gefum við út viðvörun um að það sé hætta á hruni úr sjávarhömrum.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Bítið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skjálftahrina við Kleifarvatn gæti haft áhrif á vatnsstöðu Jarðskjálfti sem mældist 3,3 var undir Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir þau hjá Veðurstofunni fylgjast grannt með gangi mála. 7. maí 2022 14:21 Nóttin sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinu Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en nýliðin nótt var sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinunnar 24. febrúar. 18. mars 2021 06:42 Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. 22. október 2020 21:31 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
„Það hafa verið sprungur þarna alveg lengi og sjórinn grefur undan. Þetta er bara eins og í sjávarhömrum, þá hrinur alltaf reglulega og koma sprungur í bergið. Þegar jarðskjálftahrinan var í undanfari Fagradalsgossins þá opnuðust sprungurnar mjög mikið og miklu innar, þær urðu mun greinilegri þær sem voru innar,“ sagði Esther Hlíðar Jensen landmótunarfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint var frá því á RÚV um helgina að djúpar sprungur hafi myndast vestan við gamla vitann á bjarginu. Þá sé stór bergfylla að klofna frá bjarginu rétt fyrir neðan vitann. „Við fengum myndir 2020 og sáum núna að hún var búin að víkka síðan þá. Það er merki um að hún sé enn á hreyfingu. Það er alveg eðlilegt þó það séu engir jarðskjálftar, þá er sjórinn að grafa undan,“ segir Esther. Veðurstofan hafi engar upplýsingar um hve margir fari um Krísuvíkurbjarg. Því hafi henni þótt rétt að bæta í skiltin og aðvaranir vegna sprunganna. „Þær eru nokkuð djúpar en við erum ekki að mæla þetta, það eru ekki nein mæligögn. Við tökum bara það sem hafði verið að hreyfast, hversu stórt svæði það var lauslega, en við höfum ekki verið að mæla það neitt.“ Skipulagsbreytingar standi yfir á svæðinu, meðal annars á gönguleiðum, eftir að eldgosið í Fagradal hófst í fyrra. „Það gæti hrunið þarna út í sjó og það gerði það 2020, þá hrundi stór spilda þarna niður og nokkrar. Við vorum með myndir, fyrir og eftir, þar sem sást að höfðu hrunið stór stykki. Þetta mun gerast áfram,“ segir Esther. „Í rauninni getum við ekkert sagt hvenær það er en ef það er jarðskjálftahrina í gangi, sérstaklega með stórum skjálftum, þá eru meiri líkur á því. Það er eina sem við höfum í höndunum. Ef við vitum að er jarðskjálftahrina þá gefum við út viðvörun um að það sé hætta á hruni úr sjávarhömrum.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Bítið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skjálftahrina við Kleifarvatn gæti haft áhrif á vatnsstöðu Jarðskjálfti sem mældist 3,3 var undir Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir þau hjá Veðurstofunni fylgjast grannt með gangi mála. 7. maí 2022 14:21 Nóttin sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinu Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en nýliðin nótt var sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinunnar 24. febrúar. 18. mars 2021 06:42 Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. 22. október 2020 21:31 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Skjálftahrina við Kleifarvatn gæti haft áhrif á vatnsstöðu Jarðskjálfti sem mældist 3,3 var undir Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir þau hjá Veðurstofunni fylgjast grannt með gangi mála. 7. maí 2022 14:21
Nóttin sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinu Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en nýliðin nótt var sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinunnar 24. febrúar. 18. mars 2021 06:42
Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. 22. október 2020 21:31