Spánverjar rýmka reglur fyrir erlent verkafólk Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2022 11:09 Lagabreytingarnar munu rýmka fyrir erlendu verkafólki sem hefur búið á Spáni í tvö ár, stúdentum og auðvelda fyrirtækjum að ráða fólk að utan. Getty/Niccolo Guasti Spánverjar samþykktu á þriðjudag lagabreytingar sem rýmka reglugerðir fyrir erlent verkafólk án tilskilinna leyfa í von um að færa þúsundir verkafólks úr svartri atvinnu inn á opinberan vinnumarkað og koma reglu á atvinnugreinar sem glíma við manneklu. José Luis Escrivá, almannatrygginga- og búferlaflutningamálaráðherra, er forgöngumaður um lagabreytingarnar sem koma til með að auðvelda atvinnurekendum að ráða erlent verkafólk beint frá heimalöndum sínum og rýmkar vinnuskilyrði fyrir erlent fólk sem býr þegar á Spáni. Talið er að um hálf milljón manna vinni í neðanjarðarhagkerfi Spánar. Jose Luis Escriva, almannatrygginga- og búferlaflutningaráðherra, er forgöngumaður um lagabreytingarnar.EPA/Chema Moya „Þessar ráðstafanir munu útvega okkur betri verkfæri til að takast á við áskoranir sem myndast við fólksflutninga,“ sagði Escrivá á blaðamannafundi eftir að lagabreytingarnar voru samþykktar á ríkisstjórnarfundi. Escrivá hefur ekki gefið upp nákvæmar tölur um það hversu margt fólk mun hagnast á lagabreytingunni en talið er að hún gæti haft áhrif á tugi þúsunda verkafólks. Verkafólk og stúdentar hagnist á breytingunni Erlent verkafólk sem hefur búið á Spáni í meira en tvö ár getur sótt um tímabundið landvistarleyfi með því að sækja um þjálfunarnámskeið fyrir störf í atvinnugreinum þar sem eftirspurn eftir starfsfólki er mikil. Þá munu alþjóðlegir stúdentar geta hafið störf á Spáni eftir að námi þeirra lýkur í stað þess að bíða í þrjú ár. Erlendir stúdentar munu einnig geta unnið allt að þrjátíu klukkutíma á viku á meðan þeir eru í námi. Útlendingar sem hafa búið á Spáni í að minnsta kosti tvö ár og hafa unnið réttindalaust í meira en hálft ár geta einnig sótt um atvinnuleyfi eftir að lagabreytingin tekur gildi. Escrivá hefur greint frá því að ráðuneyti hans muni uppfæra lista yfir það hvaða atvinnugeira skorti starfsfólk til að draga skýrari mynd af spænskum vinnumarkaði. Geirar á borð við ferðamannaiðnaðinn og landbúnað eru yfirleitt undirmannaðir á Spáni og fyrirtæki grípa því oft til þess ráðs að ráða farandverkamenn sem hafa ekki tilskilin atvinnuleyfi. Spánn Evrópusambandið Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
José Luis Escrivá, almannatrygginga- og búferlaflutningamálaráðherra, er forgöngumaður um lagabreytingarnar sem koma til með að auðvelda atvinnurekendum að ráða erlent verkafólk beint frá heimalöndum sínum og rýmkar vinnuskilyrði fyrir erlent fólk sem býr þegar á Spáni. Talið er að um hálf milljón manna vinni í neðanjarðarhagkerfi Spánar. Jose Luis Escriva, almannatrygginga- og búferlaflutningaráðherra, er forgöngumaður um lagabreytingarnar.EPA/Chema Moya „Þessar ráðstafanir munu útvega okkur betri verkfæri til að takast á við áskoranir sem myndast við fólksflutninga,“ sagði Escrivá á blaðamannafundi eftir að lagabreytingarnar voru samþykktar á ríkisstjórnarfundi. Escrivá hefur ekki gefið upp nákvæmar tölur um það hversu margt fólk mun hagnast á lagabreytingunni en talið er að hún gæti haft áhrif á tugi þúsunda verkafólks. Verkafólk og stúdentar hagnist á breytingunni Erlent verkafólk sem hefur búið á Spáni í meira en tvö ár getur sótt um tímabundið landvistarleyfi með því að sækja um þjálfunarnámskeið fyrir störf í atvinnugreinum þar sem eftirspurn eftir starfsfólki er mikil. Þá munu alþjóðlegir stúdentar geta hafið störf á Spáni eftir að námi þeirra lýkur í stað þess að bíða í þrjú ár. Erlendir stúdentar munu einnig geta unnið allt að þrjátíu klukkutíma á viku á meðan þeir eru í námi. Útlendingar sem hafa búið á Spáni í að minnsta kosti tvö ár og hafa unnið réttindalaust í meira en hálft ár geta einnig sótt um atvinnuleyfi eftir að lagabreytingin tekur gildi. Escrivá hefur greint frá því að ráðuneyti hans muni uppfæra lista yfir það hvaða atvinnugeira skorti starfsfólk til að draga skýrari mynd af spænskum vinnumarkaði. Geirar á borð við ferðamannaiðnaðinn og landbúnað eru yfirleitt undirmannaðir á Spáni og fyrirtæki grípa því oft til þess ráðs að ráða farandverkamenn sem hafa ekki tilskilin atvinnuleyfi.
Spánn Evrópusambandið Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira