Mikil óánægja með drög að frumvarpi um einn sýslumann Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2022 11:53 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill fækka sýslumönnum í einn. Vísir/Vilhelm Umsagnir í samráðsgátt um drög dómsmálaráðherra að frumvarpi til laga um sýslumann eru ekki jákvæðar. Til að mynda segir Sýslumannafélag Íslands skorta að málið sé unnið á faglegum forsendum. Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. Sú fyrirætlun ráðherra fellur í grýttan jarðveg meðal hinna ýmsu hagsmunaaðila. Í samráðsgátt stjórnvalda hafa sjö umsagnir verið ritaðar um drögin. Fyrir hönd Sýslumannafélags Íslands segir Jóna B. Guðmundsson að skorti að málið sé faglega unnið, meðal annars vegna þess að ekki verði séð að réttarfarsnefnd hafi fengið málið til umfjöllunar. Þá er bent á að verði frumvarpið að lögum feli það í sér umtalsvert framsal á valdi frá löggjafanum til ráðherra. Aukinheldur verði ekki annað séð en að um mikilvægt byggðamál sé að ræða og að frumvarpið hafi mikil áhrif á réttindi og kjör starfsmanna sýslumanna, starfsemi embættanna og þjónustu. Ítarlega umsögn Sýslumannafélagsins má sjá hér. Gagnrýna skamman frest og tímasetningu Ýmsir hlutaðeigandi gagrýna þá tímasetningu sem valin var til að birta drögin í samráðsgáttinni. Drögin voru birt 13. júlí en í umsögnum til að mynda Sameykis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að það sé sá tími sem flestir séu í sumarleyfum. „Þessi tími er afar óheppilegur þegar litið er til þess að þessi tími er aðal orlofstími að sumri hjá öllum almenningi á vinnumarkaði og það eitt og sér vinnur gegn innsendingum á almennum og vönduðum umsögnum,“ segir í umsögn Sameykis. Þá gagnrýna margir að knappur frestur hafi verið veittur til að skila inn umsögnum. Drögin voru sem áður segir birt 13. júlí og frestur var veittur til 31. sama mánaðar. Svo virðist sem dómsmálaráðherra hafi bænheyrt þá sem skilað hafa umsögnum en fresturinn var framlengdur í dag og rennur nú út 15. ágúst. Brjóti gegn réttindum forstöðumanna Félag forstöðumanna ríkisstofnana gerir sömuleiðis athugasemd við tímasetningu birtingu draganna og knappan umsagnarfrest. Inntak umsagnar félagsins er þó um þann mikla fjölda ríkisstarfsmanna sem ráðgert er að sagt verði upp störfum verði drögin að lögum. Í drögunum sé þó gert ráð fyrir að leitast verði við að raska högum starfsfólks sem minnst og bjóða því að sinna svipuðum verkefnum og áður. „En hvaða launakjör verða í boði við hið nýja embætti er óljóst, enda er ekki að sjá neina kostnaðargreiningu í frumvarpsdrögunum, né langtímaáætlun um rekstur hins nýja embættis, eins og Ríkisendurskoðun hefur þó lagt ríka áherslu á að sé gert við sameiningar stofnana,“ segir í umsögn félagsins. Þá er gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir því í drögunum að þeir forstöðumenn sem tapa störfum sínum fái forgang þegar kemur að því að ráða í nýjar stöður sem verða til. Umboðsmaður Alþingis hafi áður staðfest að svo ætti að vera. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vill fækka sýslumönnum úr níu í einn Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. 16. mars 2022 07:14 Höfuðstöðvar sameinaðs sýslumannsembættis verði á landsbyggðinni Höfuðstöðvum sameinaðs sýslumannsembættis er ætlað að verða á landsbyggðinni samkvæmt nýju frumvarpi sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram í haust. Samkvæmt frumvarpinu verða öll níu sýslumannsembættin sameinuð í eitt. 12. maí 2022 08:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. Sú fyrirætlun ráðherra fellur í grýttan jarðveg meðal hinna ýmsu hagsmunaaðila. Í samráðsgátt stjórnvalda hafa sjö umsagnir verið ritaðar um drögin. Fyrir hönd Sýslumannafélags Íslands segir Jóna B. Guðmundsson að skorti að málið sé faglega unnið, meðal annars vegna þess að ekki verði séð að réttarfarsnefnd hafi fengið málið til umfjöllunar. Þá er bent á að verði frumvarpið að lögum feli það í sér umtalsvert framsal á valdi frá löggjafanum til ráðherra. Aukinheldur verði ekki annað séð en að um mikilvægt byggðamál sé að ræða og að frumvarpið hafi mikil áhrif á réttindi og kjör starfsmanna sýslumanna, starfsemi embættanna og þjónustu. Ítarlega umsögn Sýslumannafélagsins má sjá hér. Gagnrýna skamman frest og tímasetningu Ýmsir hlutaðeigandi gagrýna þá tímasetningu sem valin var til að birta drögin í samráðsgáttinni. Drögin voru birt 13. júlí en í umsögnum til að mynda Sameykis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að það sé sá tími sem flestir séu í sumarleyfum. „Þessi tími er afar óheppilegur þegar litið er til þess að þessi tími er aðal orlofstími að sumri hjá öllum almenningi á vinnumarkaði og það eitt og sér vinnur gegn innsendingum á almennum og vönduðum umsögnum,“ segir í umsögn Sameykis. Þá gagnrýna margir að knappur frestur hafi verið veittur til að skila inn umsögnum. Drögin voru sem áður segir birt 13. júlí og frestur var veittur til 31. sama mánaðar. Svo virðist sem dómsmálaráðherra hafi bænheyrt þá sem skilað hafa umsögnum en fresturinn var framlengdur í dag og rennur nú út 15. ágúst. Brjóti gegn réttindum forstöðumanna Félag forstöðumanna ríkisstofnana gerir sömuleiðis athugasemd við tímasetningu birtingu draganna og knappan umsagnarfrest. Inntak umsagnar félagsins er þó um þann mikla fjölda ríkisstarfsmanna sem ráðgert er að sagt verði upp störfum verði drögin að lögum. Í drögunum sé þó gert ráð fyrir að leitast verði við að raska högum starfsfólks sem minnst og bjóða því að sinna svipuðum verkefnum og áður. „En hvaða launakjör verða í boði við hið nýja embætti er óljóst, enda er ekki að sjá neina kostnaðargreiningu í frumvarpsdrögunum, né langtímaáætlun um rekstur hins nýja embættis, eins og Ríkisendurskoðun hefur þó lagt ríka áherslu á að sé gert við sameiningar stofnana,“ segir í umsögn félagsins. Þá er gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir því í drögunum að þeir forstöðumenn sem tapa störfum sínum fái forgang þegar kemur að því að ráða í nýjar stöður sem verða til. Umboðsmaður Alþingis hafi áður staðfest að svo ætti að vera.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vill fækka sýslumönnum úr níu í einn Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. 16. mars 2022 07:14 Höfuðstöðvar sameinaðs sýslumannsembættis verði á landsbyggðinni Höfuðstöðvum sameinaðs sýslumannsembættis er ætlað að verða á landsbyggðinni samkvæmt nýju frumvarpi sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram í haust. Samkvæmt frumvarpinu verða öll níu sýslumannsembættin sameinuð í eitt. 12. maí 2022 08:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Vill fækka sýslumönnum úr níu í einn Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. 16. mars 2022 07:14
Höfuðstöðvar sameinaðs sýslumannsembættis verði á landsbyggðinni Höfuðstöðvum sameinaðs sýslumannsembættis er ætlað að verða á landsbyggðinni samkvæmt nýju frumvarpi sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram í haust. Samkvæmt frumvarpinu verða öll níu sýslumannsembættin sameinuð í eitt. 12. maí 2022 08:00