Erik Ten Hag, stjóri Man Utd, staðfesti það eftir 1-0 tap Man Utd gegn Atletico Madrid í Osló í dag en á morgun mun Man Utd spila gegn Rayo Vallecano á Old Trafford.
„Hann verður í hópnum á morgun. Við sjáum til hvað hann getur spilað mikið,“ sagði Ten Hag.
Ronaldo hefur ekki æft með liðinu í sumar og hefur raunar óskað eftir sölu. Hins vegar virðist ekki vera mikil eftirspurn eftir þessum 37 ára gamla Portúgala sem margir telja besta knattspyrnmann sögunnar.
Hann mætti til Manchester í vikunni og í dag tók hann þátt í æfingu með þeim leikmönnum sem ekki fóru til Noregs eins og sjá má á mynd sem kappinn birti á samfélagsmiðlum sínum í dag.
Working in progress pic.twitter.com/E2G5ZEayeG
— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) July 30, 2022