Fær aðeins sex leikja bann fyrir ítrekuð meint kynferðisbrot Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 14:01 Deshaun Watson á æfingu hjá Cleveland Browns. Nick Cammett/Getty Images Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns í bandarísku NFL-deildinni í amerískum fótbolta, hefur verið dæmdur í sex leikja bann af deildinni. Watson hefur verið sakaður að brjóta á gott sem heilli starfstétt kvenna í Houston í Texas. Mál Watsons hafa verið í umræðunni síðustu vikur en yfir 30 konur hafa sakað hann um kynferðislegt misferli, en allar eru þær nuddkonur. Samkvæmt grein New York Times um málið í júní á Watson að hafa reynt að sannfæra konurnar um að stunda með sér kynlíf og jafnvel þvingað þær til þess. Houston Texans, fyrrum félag hans, er þá sagt hafa aðstoðað Watson við gerð þagnarskyldusamninga. Í síðasta mánuði greiddi Texans 30 konum bætur fyrir hegðun hans og þá hefur Watson sjálfur greitt 23 af 24 konum sem hafa lögsótt hann sáttagreiðslur, með því skilyrði að kæra þeirra sé látin niður falla. NFL fékk fyrrum alríkisdómarann Sue Robinson til að dæma í máli deildarinnar gegn Watson en hann var í dag dæmdur í sex leikja bann fyrir hegðun sína. Þá slapp hann við sekt frá deildinni. Watson var ekki kærður af lögreglu fyrir hegðun sína en hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert eitthvað gegn vilja kvennana. Watson spilaði ekkert á síðustu leiktíð á meðan málið var til rannsóknar, en var þó áfram á launum hjá Texans-liðinu. Í sumar var honum skipt frá Houston Texans til Cleveland Browns hvar hann skrifaði undir fimm ára samning að verðmæti 230 milljóna dollara, sem jafngildir tæplega 31 og hálfum milljarði íslenskra króna. NFL-tímabilið hefst í byrjun september og mun Watson því missa af fyrstu sex leikjum Browns á tímabilinu vegna málsins. NFL Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira
Mál Watsons hafa verið í umræðunni síðustu vikur en yfir 30 konur hafa sakað hann um kynferðislegt misferli, en allar eru þær nuddkonur. Samkvæmt grein New York Times um málið í júní á Watson að hafa reynt að sannfæra konurnar um að stunda með sér kynlíf og jafnvel þvingað þær til þess. Houston Texans, fyrrum félag hans, er þá sagt hafa aðstoðað Watson við gerð þagnarskyldusamninga. Í síðasta mánuði greiddi Texans 30 konum bætur fyrir hegðun hans og þá hefur Watson sjálfur greitt 23 af 24 konum sem hafa lögsótt hann sáttagreiðslur, með því skilyrði að kæra þeirra sé látin niður falla. NFL fékk fyrrum alríkisdómarann Sue Robinson til að dæma í máli deildarinnar gegn Watson en hann var í dag dæmdur í sex leikja bann fyrir hegðun sína. Þá slapp hann við sekt frá deildinni. Watson var ekki kærður af lögreglu fyrir hegðun sína en hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert eitthvað gegn vilja kvennana. Watson spilaði ekkert á síðustu leiktíð á meðan málið var til rannsóknar, en var þó áfram á launum hjá Texans-liðinu. Í sumar var honum skipt frá Houston Texans til Cleveland Browns hvar hann skrifaði undir fimm ára samning að verðmæti 230 milljóna dollara, sem jafngildir tæplega 31 og hálfum milljarði íslenskra króna. NFL-tímabilið hefst í byrjun september og mun Watson því missa af fyrstu sex leikjum Browns á tímabilinu vegna málsins.
NFL Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira