Fulham greiðir þrjár milljónir punda fyrir markvörðinn til að byrja með, en ef árangurstengdar bónusgreiðslur eru teknar inn í myndina getur heildarkaupverð orðið átta milljónir punda.
Þessi þrítugi markvörður gekk í raðir Arsenal frá Bayer Leverkusen árið 2018 og hefur leikið 101 deildarleik fyrir félagið. Hann hefur þó fengið mun minni spiltíma eftir komu Aaron Ramsdale frá Sheffield United síðasta sumar.
Leno er fimmti leikmaðurinn sem Fulham fær til liðs við sig í sumar, en áður hafði liðið krækt í Kevin Mbabu frá Wolfsburg, Manor Solomon frá Shakhtar Donetsk á láni, Andreas Pereira frá Manchester United og Joao Palhinha frá Sporting Lissabon.
Switching up to West London. 😏#SPLENDID | #FFC pic.twitter.com/KQRXfEPWFP
— Fulham Football Club (@FulhamFC) August 2, 2022