Allra augu beinast að svæði sem í fyrra var talið líklegast til að gjósa Kristján Már Unnarsson skrifar 2. ágúst 2022 22:50 Þetta kort birtist í fréttum Stöðvar 2 þann 3. mars í fyrra þegar óróapúls benti til að kvika væri á leið til yfirborðs á svæðinu milli Litla-Hrúts og Keilis. Þetta sama sprungusvæði, sem og framhald þess til suðvesturs í átt að gosstöðvunum í fyrra, þykir núna líklegast til að gjósa. Grafík/Stöð 2. Augu jarðvísindamanna, sem og fróðleiksþyrstra landsmanna um næsta eldgos á Reykjanesskaga, beinast núna að svæði austan og norðaustan Fagradalsfjalls sem liggur til norðausturs frá eldstöðvunum í Geldingadölum í fyrra og í átt að hinu svipmikla fjalli Keili. Þar benda mælingar til að kvika streymi núna inn í kvikugang sem gæti brotist upp til yfirborðs á næstu dögum með eldgosi. „Niðurstöður aflögunarlíkana sem gerð voru í dag benda til að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt eða í kringum einn kílómetra undir yfirborðinu. Kvikuinnflæðið er nokkuð ört, en það er nálægt tvöfaldur hraði frá því sem var í aðdraganda fyrra goss í febrúar/mars 2021,“ segir í yfirliti sem birtist á vef Veðurstofunnar undir kvöld. InSAR mynd gerð úr gervitunglamyndum og spannar tímabilið 20. júlí til 1. ágúst 2022. Veðurstofan segir myndina sýna vel kvikuinnskotið milli Keilis og Fagradalsfjalls ásamt aflögun samhliða stóra jarðskjálftanum sem varð við Grindavík þann 31. júlí.Veðurstofa Íslands „Það virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni eins og staðan er núna en á seinasta ári var það einn af forboðunum fyrir eldgosið. Innskotið nú er meðfram nyrðri hluta kvikugangsins frá í fyrra og nær frá miðju gangsins hálfa leið að Keili. Líkurnar á því að það gjósi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa því aukist og eru taldar verulegar,“ segir Veðurstofan ennfremur. Þetta líklegasta svæði eldgoss teygir sig yfir sveitarfélagamörk Grindavíkur og Voga á Vatnsleysuströnd og þar með yfir vatnaskil á Reykjanesskaga. Það þýðir að hraun úr gossprungu, sem opnaðist þar, gæti ýmist runnið til suðurs í átt að Suðurstrandarvegi, eins og gerðist í fyrra, eða til norðurs í átt að Reykjanesbraut og Faxaflóa. Flogið var yfir svæðið í beinni útsendingu Stöðvar 2 þann 3. mars í fyrra. Sextán dögum síðar braust eldgos upp á sama sprungusvæði en heldur nær suðurströndinni, í Geldingadölum.Arnar Halldórsson Athyglisvert er að þetta er sama svæðið og vísindamenn töldu þann 3. mars í fyrra, sextán dögum áður en gosið braust upp í Geldingadölum, líklegasta upptakasvæði eldgoss, en þekkt kennileiti á svæðinu eru bungurnar Litli-Hrútur og Litli-Keilir. Þar eru hins vegar engin mannvirki. Sjá mátti landslagið á svæðinu þá um kvöldið í fréttum Stöðvar 2 þegar flogið var yfir það í beinni útsendingu, sem rifja má upp hér: Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Vogar Tengdar fréttir Lögreglumenn sendir út til að kanna aðstæður við Fagradalsfjall Fulltrúar lögreglunnar á Suðurnesjum könnuðu aðstæður við Fagradalsfjall í kvöld eftir að bera fór þar á reyk. Sáu þeir ekkert athugavert á svæðinu að sögn náttúruvársérfræðings sem segir engin merki um að kvika sé að koma upp á yfirborðið. 2. ágúst 2022 22:22 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40 Eldgos gæti tekið af okkur báða vegina til Suðurnesja Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi. 2. ágúst 2022 11:23 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Niðurstöður aflögunarlíkana sem gerð voru í dag benda til að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt eða í kringum einn kílómetra undir yfirborðinu. Kvikuinnflæðið er nokkuð ört, en það er nálægt tvöfaldur hraði frá því sem var í aðdraganda fyrra goss í febrúar/mars 2021,“ segir í yfirliti sem birtist á vef Veðurstofunnar undir kvöld. InSAR mynd gerð úr gervitunglamyndum og spannar tímabilið 20. júlí til 1. ágúst 2022. Veðurstofan segir myndina sýna vel kvikuinnskotið milli Keilis og Fagradalsfjalls ásamt aflögun samhliða stóra jarðskjálftanum sem varð við Grindavík þann 31. júlí.Veðurstofa Íslands „Það virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni eins og staðan er núna en á seinasta ári var það einn af forboðunum fyrir eldgosið. Innskotið nú er meðfram nyrðri hluta kvikugangsins frá í fyrra og nær frá miðju gangsins hálfa leið að Keili. Líkurnar á því að það gjósi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa því aukist og eru taldar verulegar,“ segir Veðurstofan ennfremur. Þetta líklegasta svæði eldgoss teygir sig yfir sveitarfélagamörk Grindavíkur og Voga á Vatnsleysuströnd og þar með yfir vatnaskil á Reykjanesskaga. Það þýðir að hraun úr gossprungu, sem opnaðist þar, gæti ýmist runnið til suðurs í átt að Suðurstrandarvegi, eins og gerðist í fyrra, eða til norðurs í átt að Reykjanesbraut og Faxaflóa. Flogið var yfir svæðið í beinni útsendingu Stöðvar 2 þann 3. mars í fyrra. Sextán dögum síðar braust eldgos upp á sama sprungusvæði en heldur nær suðurströndinni, í Geldingadölum.Arnar Halldórsson Athyglisvert er að þetta er sama svæðið og vísindamenn töldu þann 3. mars í fyrra, sextán dögum áður en gosið braust upp í Geldingadölum, líklegasta upptakasvæði eldgoss, en þekkt kennileiti á svæðinu eru bungurnar Litli-Hrútur og Litli-Keilir. Þar eru hins vegar engin mannvirki. Sjá mátti landslagið á svæðinu þá um kvöldið í fréttum Stöðvar 2 þegar flogið var yfir það í beinni útsendingu, sem rifja má upp hér:
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Vogar Tengdar fréttir Lögreglumenn sendir út til að kanna aðstæður við Fagradalsfjall Fulltrúar lögreglunnar á Suðurnesjum könnuðu aðstæður við Fagradalsfjall í kvöld eftir að bera fór þar á reyk. Sáu þeir ekkert athugavert á svæðinu að sögn náttúruvársérfræðings sem segir engin merki um að kvika sé að koma upp á yfirborðið. 2. ágúst 2022 22:22 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40 Eldgos gæti tekið af okkur báða vegina til Suðurnesja Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi. 2. ágúst 2022 11:23 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Lögreglumenn sendir út til að kanna aðstæður við Fagradalsfjall Fulltrúar lögreglunnar á Suðurnesjum könnuðu aðstæður við Fagradalsfjall í kvöld eftir að bera fór þar á reyk. Sáu þeir ekkert athugavert á svæðinu að sögn náttúruvársérfræðings sem segir engin merki um að kvika sé að koma upp á yfirborðið. 2. ágúst 2022 22:22
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40
Eldgos gæti tekið af okkur báða vegina til Suðurnesja Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi. 2. ágúst 2022 11:23