Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2022 14:44 Eldgos í Merardölum Fagradalsfjall 2022 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og myndum er töluverður fjöldi bíla á bílastæðinu við Suðurstrandaveg og við veginn sjálfan. Veðuraðstæður hafa ekki verið sérstakar í dag ef marka má vefmyndavélar sem snúa að eldgosinu. „Nei, það er hífandi rok, grenjandi rigning og svartaþoka upp á Fagradalsfjalli eða á gönguleiðinni, segir Eðvarð Atli Bjarnason í vettvangsstjórn í Grindavík þegar Vísir náði tali af honum á þriðja tímanum. Eitthvað virðist þó þokunni vera að létta akkúrat yfir gosstöðvunum eftir því sem liðið hefur á daginn miðað við útsendingu vefmyndavéla frá svæðinu. Fáir hafa þó lagt leið sína að sprungunni sjálfri þar sem gýs. Mikill fjöldi bíla er við bílastæðið þar sem gönguleiðirnar að eldgosinu hefjast. Eins og sjá má er þoka á svæðinu þó eitthvað hafi létt til síðan þessi mynd var tekin á öðrum tímanum.Vísir/Vésteinn „Það er ekkert fólk staðsett við gígana. Það er mengun þar yfir en það er töluvert af fólki á leiðinni upp á fjall. Öll bílastæði orðin vel pökkuð og fólk farið að leggja við Suðurstrandavegi, segir Eðvarð Atli og bætir við að flestir fari svokallaða gönguleið A. Samkvæmt athugasemd veðurfræðings verða aðstæður til eldgosaskoðunnar lélegar í kvöld en það hvessir af suðaustri með rigningu og súld á umbrotasvæðinu. Betra veður til útsýnisferða verður á morgun, laugardag. Á sunnudag gengur í suðaustan 13-18 m/s á svæðinu með mikilli rigningu og verður ekkert ferðaveður á svæðinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Bein útsending: Púlsinn tekinn á gosstöðvunum Vísir verður með beina útsendingu frá eldgosinu í Meradölum. 5. ágúst 2022 14:18 Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og myndum er töluverður fjöldi bíla á bílastæðinu við Suðurstrandaveg og við veginn sjálfan. Veðuraðstæður hafa ekki verið sérstakar í dag ef marka má vefmyndavélar sem snúa að eldgosinu. „Nei, það er hífandi rok, grenjandi rigning og svartaþoka upp á Fagradalsfjalli eða á gönguleiðinni, segir Eðvarð Atli Bjarnason í vettvangsstjórn í Grindavík þegar Vísir náði tali af honum á þriðja tímanum. Eitthvað virðist þó þokunni vera að létta akkúrat yfir gosstöðvunum eftir því sem liðið hefur á daginn miðað við útsendingu vefmyndavéla frá svæðinu. Fáir hafa þó lagt leið sína að sprungunni sjálfri þar sem gýs. Mikill fjöldi bíla er við bílastæðið þar sem gönguleiðirnar að eldgosinu hefjast. Eins og sjá má er þoka á svæðinu þó eitthvað hafi létt til síðan þessi mynd var tekin á öðrum tímanum.Vísir/Vésteinn „Það er ekkert fólk staðsett við gígana. Það er mengun þar yfir en það er töluvert af fólki á leiðinni upp á fjall. Öll bílastæði orðin vel pökkuð og fólk farið að leggja við Suðurstrandavegi, segir Eðvarð Atli og bætir við að flestir fari svokallaða gönguleið A. Samkvæmt athugasemd veðurfræðings verða aðstæður til eldgosaskoðunnar lélegar í kvöld en það hvessir af suðaustri með rigningu og súld á umbrotasvæðinu. Betra veður til útsýnisferða verður á morgun, laugardag. Á sunnudag gengur í suðaustan 13-18 m/s á svæðinu með mikilli rigningu og verður ekkert ferðaveður á svæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Bein útsending: Púlsinn tekinn á gosstöðvunum Vísir verður með beina útsendingu frá eldgosinu í Meradölum. 5. ágúst 2022 14:18 Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Bein útsending: Púlsinn tekinn á gosstöðvunum Vísir verður með beina útsendingu frá eldgosinu í Meradölum. 5. ágúst 2022 14:18
Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30
Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17