Rabiot á að leysa vandræðin á miðsvæði Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. ágúst 2022 09:14 Adrien Rabiot (til hægri) er nú orðaður við Manchester United. EPA-EFE/CLAUDIO PERI Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United vill fá hinn 27 ára gamla Adrien Rabiot frá Juventus. Á hann að leysa vandræði liðsins á miðsvæðinu en Man United hóf ensku úrvalsdeildina á 1-2 tapi á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion. Man United hefur ekki gengið sem skyldi á félagaskiptamarkaðnum í sumar og er leikmannahópur liðsins mögulega slakari á þessari leiktíð en því síðasta. Í leiknum gegn Brighton var Fred og Scott McTomiany stillt upp á miðri miðjunni með Bruno Fernandes fyrir framan þá og svo Christian Eriksen einan upp á topp. Það kemur því lítið á óvart að félagið virðist vera tilbúið að fá nánasthvern sem er inn. Því til sönnunar má benda á að Marko Arnautović - leikmaður Bologna á Ítalíu - er nú orðaður við Man Utd. Nú greinir The Athletic frá því að Man United sé að vinna hörðum höndum að því að sækja Rabiot frá Juventus þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Erik Ten Hag hefur ekki farið leynt með ást sína á Frenkie De Jong, miðjumanni Barcelona, og var talið að félögin hefðu komist að samkomulagi í síðasta mánuði. De Jong er hins vegar enn leikmaður Barcelona og Man United getur var beðið mikið lengur með að styrkja miðsvæði sitt. Rabiot hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2019 en þar áður lék hann með París Saint-Germain. Hann var í lykilhlutverki framan af ferli sínu með Juventus en talið var að koma landa hans Paul Pogba – sem kom á frjálsri sölu frá Man Utd – myndi hefta tækifæri Rabiot. Einnig var talið að Juventus þyrfti að losa leikmanninn af launaskrá svo hægt væri að fá inn nýja leikmenn. EXCL: Man Utd United working on deal to sign Adrien Rabiot from Juventus. #MUFC must decide if they proceed irrespective of ongoing De Jong pursuit or await outcome of that before deciding. 27yo France midfielder has 1yr on #Juve contract @TheAthleticUK https://t.co/kUM6VeImK7— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2022 Paul Pogba er hins vegar meiddur næstu mánuði og því gæti Rabiot fengið sín tækifæri með Juventus í vetur. Hann spilaði til að mynda 45 mínútur er liðið steinlá 4-0 gegn Atlético Madríd í vináttuleik nú um helgina. Hvort Rabiot hafi svo áhuga á að ganga til liðs við Man United eins og staðan er í dag er allt önnur spurning en talið er að þó nokkur lið hafi áhuga á þessum franska miðvallarleikmanni sem hefur spilað alls 29 sinnum fyrir A-landslið Frakklands. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Man United hefur ekki gengið sem skyldi á félagaskiptamarkaðnum í sumar og er leikmannahópur liðsins mögulega slakari á þessari leiktíð en því síðasta. Í leiknum gegn Brighton var Fred og Scott McTomiany stillt upp á miðri miðjunni með Bruno Fernandes fyrir framan þá og svo Christian Eriksen einan upp á topp. Það kemur því lítið á óvart að félagið virðist vera tilbúið að fá nánasthvern sem er inn. Því til sönnunar má benda á að Marko Arnautović - leikmaður Bologna á Ítalíu - er nú orðaður við Man Utd. Nú greinir The Athletic frá því að Man United sé að vinna hörðum höndum að því að sækja Rabiot frá Juventus þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Erik Ten Hag hefur ekki farið leynt með ást sína á Frenkie De Jong, miðjumanni Barcelona, og var talið að félögin hefðu komist að samkomulagi í síðasta mánuði. De Jong er hins vegar enn leikmaður Barcelona og Man United getur var beðið mikið lengur með að styrkja miðsvæði sitt. Rabiot hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2019 en þar áður lék hann með París Saint-Germain. Hann var í lykilhlutverki framan af ferli sínu með Juventus en talið var að koma landa hans Paul Pogba – sem kom á frjálsri sölu frá Man Utd – myndi hefta tækifæri Rabiot. Einnig var talið að Juventus þyrfti að losa leikmanninn af launaskrá svo hægt væri að fá inn nýja leikmenn. EXCL: Man Utd United working on deal to sign Adrien Rabiot from Juventus. #MUFC must decide if they proceed irrespective of ongoing De Jong pursuit or await outcome of that before deciding. 27yo France midfielder has 1yr on #Juve contract @TheAthleticUK https://t.co/kUM6VeImK7— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2022 Paul Pogba er hins vegar meiddur næstu mánuði og því gæti Rabiot fengið sín tækifæri með Juventus í vetur. Hann spilaði til að mynda 45 mínútur er liðið steinlá 4-0 gegn Atlético Madríd í vináttuleik nú um helgina. Hvort Rabiot hafi svo áhuga á að ganga til liðs við Man United eins og staðan er í dag er allt önnur spurning en talið er að þó nokkur lið hafi áhuga á þessum franska miðvallarleikmanni sem hefur spilað alls 29 sinnum fyrir A-landslið Frakklands.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti