Í ævilangt bann eftir að hafa káfað á konum sem hann þjálfaði Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 11:43 Toni Minichiello braut ítrekað á íþróttakonum sem hann þjálfaði. Getty/Shaun Botterill Toni Minichiello mun aldrei aftur fá að þjálfa á vegum breska frjálsíþróttasambandsins eftir að hafa verið fundinn sekur um óviðeigandi kynferðislega hegðun gagnvart íþróttafólki sem hann þjálfaði. Minichiello var mikils metinn í bresku frjálsíþróttalífi eftir þann frábæra árangur sem Jessice Ennis-Hill, sem hann þjálfaði, náði. Bretaprinsessa sæmdi hann til að mynda verðlaunum sem þjálfari ársins árið 2012, eftir að Ennis-Hill hafði orðið ólympíumeistari í sjöþraut í London. Samkvæmt heimildum The Guardian beindust brot Minichiello ekki að Ennis-Hill heldur að nokkrum öðrum íþróttakonum og kvenkyns þjálfurum. Óháð rannsókn leiddi í ljós að brot Minichiello hefðu náð yfir 15 ára tímabil. Brot hans voru meðal annars þessi: Óviðeigandi kynferðislegar athugasemdir og látbragð gagnvart íþróttafólki, þar á meðal með látbragði sem átti að sýna kynfæri kvenna og munnmök, með því að segja við íþróttakonu „sjúgðu á mér typpið“, og með því að tala ítrekað um getnaðarlim sinn sem „ítölsku kryddpylsuna“. Virða ekki einkalíf íþróttafólks, meðal annars með því að spyrja íþróttakonu hvort að hún hefði „einhvern tímann stundað kynlíf í ræktinni“. Óviðeigandi snertingar, meðal annars með því að snerta brjóst tveggja íþróttakvenna sem hann átti að þjálfa og þykjast hjakkast á þeim. Einelti og stríðni, meðal annars með því að láta íþróttakonu sitja með keilu á hausnum til að líkja eftir svokölluðum „tossahatti“. Breska frjálsíþróttasambandið segir að þar sem að þjálfaraleyfi Minichiello hafi verið útrunnið sé ekki hægt að svipta hann því. Það sé hins vegar alveg ljóst að aldrei í framtíðinni muni það teljast við hæfi að veita honum þjálfaraleyfi að nýju. Frjálsar íþróttir Bretland Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Minichiello var mikils metinn í bresku frjálsíþróttalífi eftir þann frábæra árangur sem Jessice Ennis-Hill, sem hann þjálfaði, náði. Bretaprinsessa sæmdi hann til að mynda verðlaunum sem þjálfari ársins árið 2012, eftir að Ennis-Hill hafði orðið ólympíumeistari í sjöþraut í London. Samkvæmt heimildum The Guardian beindust brot Minichiello ekki að Ennis-Hill heldur að nokkrum öðrum íþróttakonum og kvenkyns þjálfurum. Óháð rannsókn leiddi í ljós að brot Minichiello hefðu náð yfir 15 ára tímabil. Brot hans voru meðal annars þessi: Óviðeigandi kynferðislegar athugasemdir og látbragð gagnvart íþróttafólki, þar á meðal með látbragði sem átti að sýna kynfæri kvenna og munnmök, með því að segja við íþróttakonu „sjúgðu á mér typpið“, og með því að tala ítrekað um getnaðarlim sinn sem „ítölsku kryddpylsuna“. Virða ekki einkalíf íþróttafólks, meðal annars með því að spyrja íþróttakonu hvort að hún hefði „einhvern tímann stundað kynlíf í ræktinni“. Óviðeigandi snertingar, meðal annars með því að snerta brjóst tveggja íþróttakvenna sem hann átti að þjálfa og þykjast hjakkast á þeim. Einelti og stríðni, meðal annars með því að láta íþróttakonu sitja með keilu á hausnum til að líkja eftir svokölluðum „tossahatti“. Breska frjálsíþróttasambandið segir að þar sem að þjálfaraleyfi Minichiello hafi verið útrunnið sé ekki hægt að svipta hann því. Það sé hins vegar alveg ljóst að aldrei í framtíðinni muni það teljast við hæfi að veita honum þjálfaraleyfi að nýju.
Frjálsar íþróttir Bretland Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira