Í ævilangt bann eftir að hafa káfað á konum sem hann þjálfaði Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 11:43 Toni Minichiello braut ítrekað á íþróttakonum sem hann þjálfaði. Getty/Shaun Botterill Toni Minichiello mun aldrei aftur fá að þjálfa á vegum breska frjálsíþróttasambandsins eftir að hafa verið fundinn sekur um óviðeigandi kynferðislega hegðun gagnvart íþróttafólki sem hann þjálfaði. Minichiello var mikils metinn í bresku frjálsíþróttalífi eftir þann frábæra árangur sem Jessice Ennis-Hill, sem hann þjálfaði, náði. Bretaprinsessa sæmdi hann til að mynda verðlaunum sem þjálfari ársins árið 2012, eftir að Ennis-Hill hafði orðið ólympíumeistari í sjöþraut í London. Samkvæmt heimildum The Guardian beindust brot Minichiello ekki að Ennis-Hill heldur að nokkrum öðrum íþróttakonum og kvenkyns þjálfurum. Óháð rannsókn leiddi í ljós að brot Minichiello hefðu náð yfir 15 ára tímabil. Brot hans voru meðal annars þessi: Óviðeigandi kynferðislegar athugasemdir og látbragð gagnvart íþróttafólki, þar á meðal með látbragði sem átti að sýna kynfæri kvenna og munnmök, með því að segja við íþróttakonu „sjúgðu á mér typpið“, og með því að tala ítrekað um getnaðarlim sinn sem „ítölsku kryddpylsuna“. Virða ekki einkalíf íþróttafólks, meðal annars með því að spyrja íþróttakonu hvort að hún hefði „einhvern tímann stundað kynlíf í ræktinni“. Óviðeigandi snertingar, meðal annars með því að snerta brjóst tveggja íþróttakvenna sem hann átti að þjálfa og þykjast hjakkast á þeim. Einelti og stríðni, meðal annars með því að láta íþróttakonu sitja með keilu á hausnum til að líkja eftir svokölluðum „tossahatti“. Breska frjálsíþróttasambandið segir að þar sem að þjálfaraleyfi Minichiello hafi verið útrunnið sé ekki hægt að svipta hann því. Það sé hins vegar alveg ljóst að aldrei í framtíðinni muni það teljast við hæfi að veita honum þjálfaraleyfi að nýju. Frjálsar íþróttir Bretland Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Minichiello var mikils metinn í bresku frjálsíþróttalífi eftir þann frábæra árangur sem Jessice Ennis-Hill, sem hann þjálfaði, náði. Bretaprinsessa sæmdi hann til að mynda verðlaunum sem þjálfari ársins árið 2012, eftir að Ennis-Hill hafði orðið ólympíumeistari í sjöþraut í London. Samkvæmt heimildum The Guardian beindust brot Minichiello ekki að Ennis-Hill heldur að nokkrum öðrum íþróttakonum og kvenkyns þjálfurum. Óháð rannsókn leiddi í ljós að brot Minichiello hefðu náð yfir 15 ára tímabil. Brot hans voru meðal annars þessi: Óviðeigandi kynferðislegar athugasemdir og látbragð gagnvart íþróttafólki, þar á meðal með látbragði sem átti að sýna kynfæri kvenna og munnmök, með því að segja við íþróttakonu „sjúgðu á mér typpið“, og með því að tala ítrekað um getnaðarlim sinn sem „ítölsku kryddpylsuna“. Virða ekki einkalíf íþróttafólks, meðal annars með því að spyrja íþróttakonu hvort að hún hefði „einhvern tímann stundað kynlíf í ræktinni“. Óviðeigandi snertingar, meðal annars með því að snerta brjóst tveggja íþróttakvenna sem hann átti að þjálfa og þykjast hjakkast á þeim. Einelti og stríðni, meðal annars með því að láta íþróttakonu sitja með keilu á hausnum til að líkja eftir svokölluðum „tossahatti“. Breska frjálsíþróttasambandið segir að þar sem að þjálfaraleyfi Minichiello hafi verið útrunnið sé ekki hægt að svipta hann því. Það sé hins vegar alveg ljóst að aldrei í framtíðinni muni það teljast við hæfi að veita honum þjálfaraleyfi að nýju.
Frjálsar íþróttir Bretland Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira