Í spá veðurstofunnar er gert ráð fyrir vestan 10-18 metrum á sekúndu með vindhviður að 30-35 metrum á sekúndu á Tröllaskaga, við Eyjafjörð, Skjálfanda, á Melrakkasléttu og Langanesi. Þá er varað við því að keyra á svæðinu með ökutækjum, sem taka á sig mikinn vind.
