„Guðfaðir glímunnar“ sem kenndi bæði Bruce Lee og Chuck Norris er allur Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 23:38 Gene LeBell ásamt Sylvester Stallone við gerð myndarinnar Lock Up frá 1989 Skjáskot Áhættuleikarinn og júdómeistarinn Gene LeBell, sem var gjarnan kallaður „Guðfaðir glímunnar“ og kenndi bæði Chuck Norris og Bruce Lee, er látinn 89 ára að aldri. Ásamt því að keppa í júdói og bandarískri glímu lék LeBell sem áhættuleikari í meira en þúsund myndum. Kellie Cunningham, fjárhaldsmaður og viðskiptastjóri LeBell, greindi The Hollywood Reporter frá því að LeBell hefði látist í svefni á þriðjudagsmorgun. Gene LeBell fæddist 1932 í Los Angeles. Hann fór ungur til Japan að læra júdó en áhugann á bardagaíþróttum þurfti hann ekki að sækja langt af því móðir hans, Aileen Eaton, vann sem mótshaldari hnefaleikabardaga. Hún var jafnframt fyrsta konan sem hlaut inngöngu inn í Alþjóðlega frægðarhöll hnefaleika. Eftir að LeBell sneri aftur til Bandaríkjanna vann hann tvo Bandaríkjatitla í júdói árin 1954 og 1955 áður en hann sneri sér að atvinnuglímu þar sem hann naut mikilla vinsælda. LeBell tók einnig þátt í fyrsta sjónvarpaða MMA-bardaganum árið 1963 þegar hann barðist við og sigraði Milo Savage í Salt Lake City. „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu“ Samhliða því að keppa og reka NWA Hoolywood Wrestling, Los Angeles-umdæmi bandaríska glímusambandsins, frá 1968 til 1982 vann LeBell sem áhættuleikari í meira en þúsund kvikmyndum, frá sjötta áratugnum fram á annan áratug þessarar aldar. Hann sagði sjálfur „hver einasta stjarna í Hollywood lúskraði á mér.“ En þar á meðal má nefna stjörnur á borð við John Wayne, Elvis Presley, Gene Hackman og Burt Reynolds. Þá sagði hann einnig „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu.“ View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) En LeBell kenndi líka fjölda fólks glímubrögð sín og uppgjafartök og þjálfaði hann meðal annars MMA-bardagakonuna Rondu Rousey, hinn eitilharða Chuck Norris og karatekappanum Bruce Lee. Fræg kynni LeBell af Bruce Lee þar sem hann yfirbugaði bardagakappann urðu meðal annars innblástur að Cliff Booth, persónu Brad Pitt í Once Upon a Time in Hollywood eftir Tarantino. Þá er önnur fræg saga til af LeBell þegar hann var að vinna að gerð myndarinnar Out For Justice með Steven Seagal árið 1991. Seagal á þar að hafa sagt við LeBell að sökum aikido-þjálfunar sinnar gæti enginn gert hann meðvitundarlausan með glímutaki. LeBell lét á það reyna og tók Seagal hálstaki með þeim afleiðingum að það leið yfir Seagal og hann kúkaði á sig. Andlát MMA Júdó Hollywood Bandaríkin Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Sjá meira
Kellie Cunningham, fjárhaldsmaður og viðskiptastjóri LeBell, greindi The Hollywood Reporter frá því að LeBell hefði látist í svefni á þriðjudagsmorgun. Gene LeBell fæddist 1932 í Los Angeles. Hann fór ungur til Japan að læra júdó en áhugann á bardagaíþróttum þurfti hann ekki að sækja langt af því móðir hans, Aileen Eaton, vann sem mótshaldari hnefaleikabardaga. Hún var jafnframt fyrsta konan sem hlaut inngöngu inn í Alþjóðlega frægðarhöll hnefaleika. Eftir að LeBell sneri aftur til Bandaríkjanna vann hann tvo Bandaríkjatitla í júdói árin 1954 og 1955 áður en hann sneri sér að atvinnuglímu þar sem hann naut mikilla vinsælda. LeBell tók einnig þátt í fyrsta sjónvarpaða MMA-bardaganum árið 1963 þegar hann barðist við og sigraði Milo Savage í Salt Lake City. „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu“ Samhliða því að keppa og reka NWA Hoolywood Wrestling, Los Angeles-umdæmi bandaríska glímusambandsins, frá 1968 til 1982 vann LeBell sem áhættuleikari í meira en þúsund kvikmyndum, frá sjötta áratugnum fram á annan áratug þessarar aldar. Hann sagði sjálfur „hver einasta stjarna í Hollywood lúskraði á mér.“ En þar á meðal má nefna stjörnur á borð við John Wayne, Elvis Presley, Gene Hackman og Burt Reynolds. Þá sagði hann einnig „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu.“ View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) En LeBell kenndi líka fjölda fólks glímubrögð sín og uppgjafartök og þjálfaði hann meðal annars MMA-bardagakonuna Rondu Rousey, hinn eitilharða Chuck Norris og karatekappanum Bruce Lee. Fræg kynni LeBell af Bruce Lee þar sem hann yfirbugaði bardagakappann urðu meðal annars innblástur að Cliff Booth, persónu Brad Pitt í Once Upon a Time in Hollywood eftir Tarantino. Þá er önnur fræg saga til af LeBell þegar hann var að vinna að gerð myndarinnar Out For Justice með Steven Seagal árið 1991. Seagal á þar að hafa sagt við LeBell að sökum aikido-þjálfunar sinnar gæti enginn gert hann meðvitundarlausan með glímutaki. LeBell lét á það reyna og tók Seagal hálstaki með þeim afleiðingum að það leið yfir Seagal og hann kúkaði á sig.
Andlát MMA Júdó Hollywood Bandaríkin Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Sjá meira