Fjórtán árum eftir ÓL-gull er hún enn að endurskrifa söguna í 100 m Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2022 14:31 Shelly-Ann Fraser-Pryce fagnar sigri í Mónakó og sögulegu afreki sínu. Getty/Valerio Pennicino Hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce er 35 ára gömul en er engu að síður fljótast kona heims í dag. Það sannaði hún enn einu sinni á Demantamóti í Mónakó í gær. Fraser-Pryce náði fljótasta tíma ársins með því að hlaupa 100 metra hlaupið í Mónakó á 10,62 sekúndum. Hún náði um leið einstökum árangri því þetta var í sjötta sinn á árinu sem hún hleypur undir 10,7 sekúndum í ár en því hefur engin kona náð áður á einu og sama árinu. Shelly-Ann Fraser-Pryce becomes the first woman in history to break 10.70 six times in the same season She's clocked 10.67, 10.66 and 10.62 in the space of a week...#MonacoDL pic.twitter.com/L3gqBRkqqg— AW (@AthleticsWeekly) August 10, 2022 Fraser-Pryce tryggði sér heimsmeistaratitilinn i júlí með því að hlaupa á 10,67 sekúndum sem var líka sami tími og hún vann Demantamót í Ungverjalandi á mánudaginn. Þá hljóp hún á 10,66 sekúndum á móti í Póllandi á laugardaginn. Besti árangur hennar á ferlinum er hlaup upp á 10,60 sekúndur í Lausanne fyrir ári síðan en heimsmet kvenna í 100 metra hlaupi er 10,49 sekúndur sem hin bandaríska Florence Griffith-Joyner setti árið 1988. Fraser-Pryce varð Ólympíumeistari í Peking árið 2008 eða fyrir fjórtán árum síðan. Það magnað að hún sé enn á toppnum í sinni grein í heiminum. Hún varð heimsmeistari í fimmta sinn í síðasta mánuði. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera, við höfðum gaman og létum klukkuna um að tala. Að geta hlaupið stöðugt í kringum 10,60 skiptir miklu máli. Það er magnað. Það er erfitt að halda hraðanum á þessu stigi,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce. „Ég er á seinni hluta fertugsaldursins og finnst ég hafi meira að gefa. Ég horfi til þess að bæta minn besta persónulega árangur það sem eftir lifir tímabilsins,“ sagði Fraser-Pryce. Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar fara út með bara eitt mark í forskot Leik lokið: Stjarnan-FH 2-2 | Markaflóð í lokin en bara stig á lið Leik lokið: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Gælir við HM eftir að hafa grýtt sleggjunni sjötíu metra Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Sjá meira
Fraser-Pryce náði fljótasta tíma ársins með því að hlaupa 100 metra hlaupið í Mónakó á 10,62 sekúndum. Hún náði um leið einstökum árangri því þetta var í sjötta sinn á árinu sem hún hleypur undir 10,7 sekúndum í ár en því hefur engin kona náð áður á einu og sama árinu. Shelly-Ann Fraser-Pryce becomes the first woman in history to break 10.70 six times in the same season She's clocked 10.67, 10.66 and 10.62 in the space of a week...#MonacoDL pic.twitter.com/L3gqBRkqqg— AW (@AthleticsWeekly) August 10, 2022 Fraser-Pryce tryggði sér heimsmeistaratitilinn i júlí með því að hlaupa á 10,67 sekúndum sem var líka sami tími og hún vann Demantamót í Ungverjalandi á mánudaginn. Þá hljóp hún á 10,66 sekúndum á móti í Póllandi á laugardaginn. Besti árangur hennar á ferlinum er hlaup upp á 10,60 sekúndur í Lausanne fyrir ári síðan en heimsmet kvenna í 100 metra hlaupi er 10,49 sekúndur sem hin bandaríska Florence Griffith-Joyner setti árið 1988. Fraser-Pryce varð Ólympíumeistari í Peking árið 2008 eða fyrir fjórtán árum síðan. Það magnað að hún sé enn á toppnum í sinni grein í heiminum. Hún varð heimsmeistari í fimmta sinn í síðasta mánuði. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera, við höfðum gaman og létum klukkuna um að tala. Að geta hlaupið stöðugt í kringum 10,60 skiptir miklu máli. Það er magnað. Það er erfitt að halda hraðanum á þessu stigi,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce. „Ég er á seinni hluta fertugsaldursins og finnst ég hafi meira að gefa. Ég horfi til þess að bæta minn besta persónulega árangur það sem eftir lifir tímabilsins,“ sagði Fraser-Pryce.
Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar fara út með bara eitt mark í forskot Leik lokið: Stjarnan-FH 2-2 | Markaflóð í lokin en bara stig á lið Leik lokið: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Gælir við HM eftir að hafa grýtt sleggjunni sjötíu metra Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Sjá meira